Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 101
Málið á Hrafnkels sögu
Aðalból í Hrafnkelsdal sumarið 2000. Ljósm. SGÞ.
Auk þess var nemendum fyrr á öldum
einatt innrætt að vera stuttorðir og gagn-
yrtir. Bergmáli frá slíkri fræðslu bregður
fyrir í ýmsum norrænum og íslenskum
ritum frá fyrri öldum: „Maður skal með
fáum orðum marga hluti og mikilsverða
greina,“ segir á einum stað í fornu riti. Og á
öðrum stað er einnig lögð áhersla á gagn-
yrði: „Ef maður er engi mælskumaður eða
heldur ósnjallur að máli, þá er og þess betur
er hann hefir skemmra erindi í munni, því
að gera má hann nokkur skil í fám orðum
og leyna svo ósnilld sinni fyrir þeim er eigi
er kunnugt. En ef hann gerir langmælt, þá
mun hann þykja því ósnjallari sem hann
talar lengra.“
Hinn lærði stíll í íslenskum fornsögum
er of viðamikið efni til að hægt sé að gera
því sæmileg skil að þessu sinni. Þó skal
snögglega minnast þriggja atriða: í fyrsta
lagi bera orðskviðir af suðrænum uppruna
vitni um slík áhrif. Eitt spakmæli Hrafnkels
sögu úr latínu er prýðilegt dæmi um þá
alúð sem lærðir menn lögðu við móður-
málið í því skyni að mál þeirra yrði sem
kjarnyrtast: Skömm er óhófs ævi. Slík
spakmæli heyra einnig lærðum stíl til.
I öðru lagi námu skólamenn þá list af
málskrúðsfræði að beita andstæðum á
áhrifamikinn hátt. í Hrafnkels sögu eru all-
mörg dæmi um slíkt, og getur Nordal
nokkurra í ritgerð sinni en nefnir þó ekki
lærðan stíl í slíku sambandi. Skýrar and-
stæður eru fólgnar í eftirfarandi máls-
greinum: „Eigi veldur ástleysi þessari burt-
kvaðning, [...]. Meira veldur því efnaleysi
mitt og fátækt.“ ,,[þú] ert gjarn á smásakar,
en vilt eigi taka við þessu máli er svo er
brýnt.“ „Er honum þetta nauðsyn en eigi
seiling.“
I þriðja lagi bendir tvöföld neitun í
lærdómsátt: „Er þér það eigi ókunnugt að
eg vil öngva menn fé bæta.“20 Annað dæmi
um tvöfalda neitun í Hrafnkels sögu: „En
nú má og það vera að gömlum manni sé eigi
ósárari sonardauði sinn en fá öngvar bætur
og skorti hvetvetna sjálfan.“
Engin tilviljun mun ráða því að
20Orðtakið „e-m er eigi ókunnugt" kemur fyrir á ýmsum stöðum í Stjórn. svo sem á bls. 455, 501, 530, 612.
99