Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 58
Múlaþing
Þáttur um Gullbjarnarey
Klukkuhóll
Hulduhólar
SkeljavíkurhóN
Fúlavík
Gullbjafnarhellir
Dumpur
Vesturtangi
Skeljavík
Suðurhöfn
S'uðurbarðs1-
Tangarhorn
Gullborg
Miðborg
* Syðstaborg
Norðurbarð
Norðurhöfn
Trévík
Þorgerðarbarð
Suðurbarð
Bjarnarey. Ljósm.: SGÞ
síðar þekkti eg þetta fólk sem eg hef nú
nefnt. Björn póstur mun hafa flutt frá
Seyðisfirði í eyna eftir því sem mér var
sagt. Mér er enn í minni, það var um vor-
tíma eða seinnipart vetrar, Björn póstur var
þá búinn að vera lengi inni í kaupstað.
Fólkið fór oft frá honum á haustin, líklega
ekki ráðið lengur og ekki neitt að gjöra í
eynni yfir veturinn. Var þá vani hans að
vera hjá verslunarstjóranum yfir veturinn
og spila við hann. Aldrei fór hann svo að
heiman að hann hefði ekki spil í vasanum.
Hann réði til sín fólkið þegar hann var inn
frá og svo var í þetta sinn. Hann var nú
búinn að ráða til sín nokkra menn og ein
hjón. Konan var ófrísk. Bjöm drífur nú
fólkið í bát og var sagt að því hefði verið
það nauðugt að fara. Björn fór ekki sjálfur.
Þegar fer að líða á daginn sér faðir minn að
bátur stefnir upp að Fagradal. Þegar bátur-
inn er kominn upp undir víkina fer faðir
minn ofan á bakkann og gefur þeim bend-
ingu um að ófært sé að lenda. Þeir snúa frá
en ekki var mögulegt að koma þeim til að
snúa til baka hvernig sem reynt var enda var
brimhljóð mikið og óvíst að þeir hafi heyrt
eða ekki viljað snúa við aftur en það var það
eina sem gat bjargað þeim, því veðrið var
gott, enn lognalda. Báturinn hélt áfram til
Bjarnareyjar. Síðar var tekið eftir því af
einhverjum sem var að leita kinda úti á
Standandanesi, svokallað, sem liggur að
sundinu milli eyjar og lands, að ekki sást
rjúka og ekki til mannaferða í eyjunni.
Þetta var Björn póstur látinn vita. Hann
safnaði saman mönnum í kaupstaðnum.
Ekki man ég eftir nema tveimur sem eg
þekkti. Annar hét Asbjörn, hinn var Skúli
Torfason sem eg hef áður getið um.3 Skúli
mun hafa átt bátinn sem þeir fóru á og verið
56
57