Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 57

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 57
Jón Halldórsson Þáttur um Gullbjarnarey1 Smásöguþœttir frá Efri- og Neðri-Fagradal í Vopnafirði heitir handrit eftir Jón Halldórsson frá Neðribœ í Fagradal í Vopnafirði. Hann var fœddur 9. september 1877, sonur hjónanna Halldórs Þórðarsonar og Vilborgar Jónsdóttur. Söguþœttirnir gerast í Fagradal, Bjarnarey, á Vopnafirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Jón hafði áhuga á dulrœnum efnum og sér þess nokkurn stað í skrifum hans. Handritið er í vörslu afkomenda Jóns og er hér aðeins birtur sá hluti sem varðar Bjarnarey. FNK egar Björn Ólafsson2 bjó í Fagradal fékk hann að hafa Bjarnarey því þá bjó enginn í henni. Bjarnarey er um kvartmílu frá landi og er í Héraðsflóa og er ein dönsk míla frá henni inn í Blikabríkur innan við Fagradal eftir því sem mælt var í þá daga og mér var sagt frá. Þá var talsvert æðarvarp í eynni. Fagridalur og Bjarnarey tilheyrðu þá Hofskirkju. Það var víst vorið sem eg var fermdur að Björn fékk mig með sér út í eyna til að passa varpið og hreinsa dún. Við vorum svo fluttir út í eyna en báturinn fór til baka og átti að vitja um okkur á viku fresti. Við Björn bjuggum um okkur í torfkofa sem stóð nálægt lending- unni sem heitir Norðurhöfn. Torfgólf var í kofanum og var svolítið af gamalli töðu í öðrum endanum, þar sváfum við. Mig Bjarnarey ár SA yfir til Vopnafjarðar. I landi sést útendi Kollumúla, þar undir Standandanes og yst á því Gullbjarnarhaugur. Ljósrn. :SGÞ minnir það vera daginn eftir, við vorum að éta miðdagsmatinn, að barið var í hurðina; hún lá aftur. Björn biður mig að opna. Eg gjörði það en sá engan og svona gekk það allan þann tíma sem við vorum í eynni. Ekki var barið á hurðina nema á daginn og þá ekki nema einu sinni og þegar hún lá aftur, en það var alltaf einhvern tíma á daginn. Við hættum fljótt við að ljúka upp þótt barið væri en oft reyndi eg að komast eftir hvað þetta gæti verið en varð engu nær. Nú mun eg víkja að öðru sem áður var búið að ske. Eg var búinn að heyra mikið um draugagang í Bjarnarey en hafði enga trú á því og hef ekki enn og ætla eg nú að lýsa tildrögum þessara draugasagna. í eyna flutti maður nokkur að nafni Björn Guð- mundsson og alltaf kallaður Bjöm póstur. Kona hans hét Guðrún. Mig minnir systir hennar vera með þeim. Hún hét Þorgerður. Ekki man eg til þess að þau hjónin ættu börn. Þau fluttu í eyna fyrir mitt minni en ' f’essi f'yrirsögii er ritstj. 2Bjöm átti Sigríði, dóttur séra Jóns Jónssonar prests að Hofi. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.