Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 156
Múlaþing
Sólveig Þorsteinsdóttir. Ljósmyndari Eyjólfur
Jónsson, Seyðisfirði. Héraðsskjalasafn Aust-
firðinga 1983/159.
þar og fór með manni sínum til Ameríku
árið 1889. Solveig fór með þeim og hefur
ekki viljað heyja ellistríðið ein á báti.
Ingibjörg Þórðardóttir, f. 24. júlí 1829
á Hákonarstöðum. Kom í Vaðbrekku árið
1883. Foreldrar hennar voru Þórður (7263)
Guðmundsson frá Bessastöðum í Fljótsdal
og Anna (7240) Pétursdóttir frá Hákonar-
stöðum. Þau voru þá gift hjú á Hákonar-
stöðum en bjuggu síðar alllengi í Bruna-
hvammi í Vopnafirði og enn síðar á
Fremranýpi (sjá Múlaþing 19. bindi bls.
180-192). Ingibjörg er ekki talin með
börnum þeirra í Ættum Austfirðinga og því
ekki heldur í 19. bindi Múlaþings. Eftir
1833 er hún ýmist sögð fósturbarn eða
tökubarn á Vaðbrekku en frá árinu 1845 er
hún talin vinnukona allt til ársins 1860 að
hún flyst í Hnefilsdal. Þar er hún vinnukona
næstu 19 árin, fyrst hjá Sigríði Jónsdóttur
frá Vaðbrekku en síðar hjá Guðmundi
Magnússyni, sem var sonur Sigríðar. Arið
1879 fór Ingibjörg til tveggja ára dvalar að
næsta bæ, Gauksstöðum. Þar bjó Hávarður
Magnússon, bróðir Guðmundar í Hnefils-
dal. Arið 1881 er hún vinnukona á Arnórs-
stöðum hjá ekkju þar, Hróðnýju Einars-
dóttur frá Brú. Eftir þetta sést Ingibjörg ekki
í manntölum en í skrá um látna er hún talin
hafadáið í Hnefilsdal 21. júní 1886, sögð „á
sveit“. Virðast einhver straumhvörf hafa
orðið í lífi hennar um fimmtugt og lifði
aðeins sex ár eftir það.
Hér eru Ingibjörg Þórðardóttir og
Sigríður Jónsdóttir taldar fóstursystur en á
það má líta að Ingibjörg kom ekki í
Vaðbrekku fyrr en mörgum árum eftir að
Sigríður giftist burtu. Vöru þær því alls ekki
á sama heimili fyrr en Ingibjörg kom í
Hnefilsdal árið 1860. Aldursmunur þeirra
var 35 ár. Einnig má benda á að ekkert
kemur fram um að Ingibjörg hafi haft
samband við foreldra sína eða systkini í
Vopnafirði eftir að hún kom í Vaðbrekku.
Fósturbörn Elísabetar Jónsdóttur á
Vaðbrekku
1. Kristrún Sveinsdóttir, var elst
þeirra, f. á Tjamarlandi 1836. Foreldrar
hennar voru Sveinn (21) Jónsson og Guð-
laug (1598) Jóhannesdóttir frá Fjallsseli.
Kristrún kom í Vaðbrekku 4 ára meðan
Elísabet bjó með Guðmundi Jónssyni, sem
var föðurbróðir hennar. Hún giftist ekki en
dvaldi alla tíð með Elísabetu og síðan Oddi.
Fluttist hún með þeim hvert sem þau fóru.
Síðast var hún ráðskona hjá Oddi í
Klausturseli eftir að Elísabet dó. Oddur lést
sumarið 1895 og árið eftir fluttist Kristrún
til frændfólks síns í Hjaltastaðaþinghá.
2. Elísabet Sesselja, f. 8. febrúar 1848
var dóttir frumbýlinganna í Sænautaseli
Sigurðar Einarssonar frá Brú og Kristrúnar
154