Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 96
Múlaþing
ekki einungis notuð sögnin að 'deila' ein sér,
heldur einnig orðtökin að 'deila af kappi',
'deila kappi', 'ganga í deild við', 'ganga í
deilur við', 'eiga þingdeilur við'. Hugmynd-
inni sem fólgin er í liðveislu eru valin
sundurleit orðtök: 'veita e-m', 'veita e-m lið-
semd', 'veita e-m liðsinni', 'snúast í með e-
m', 'vera liðveislumaður e-s', 'vera styrktar-
maður e-s'. Á hinn bóginn er talað um að
'skerast undan liðsinni við einhvern' og
'ganga undan liðveislu.' Orðin að 'hrekja' og
'hrakningar' eru notuð í ýmsu skyni, svo
sem að pynda og að 'hrekja af málaferlum',
en lengri gerðin hefur einnig orðtakið að
'lýja í málaferlum'. Tilbrigði við skapraun
eru orðið 'hrelling' og orðtökin 'vera þungt
í skapi', 'vera mikið í skapi' og 'búa mikið í
skapi’. Hugmyndin um endurgjald er
orðuð svo: 'eiga gott að launa', 'eiga í að
launa' og 'eiga gott upp að gjalda'.
Orðalag og stíll
Við rannsóknir á orðalagi sagna og stíl
þykir einna heppilegast að miða við setn-
ingar, og slíkt má heita allsherjar regla; stíl
heillar skáldsögu verður ekki lýst að neinu
gagni nema eðli einstakra setninga og
málsgreina sé gaumur gefinn. Og þegar
fengist er við að kenna nemendum að beita
móðurmáli sínu í ræðu eða riti er jafnan
brýnt fyrir þeim hvemig mynda skuli setn-
ingar og málsgreinar. Þroskaðir höfundar
skapa sér vitaskuld ákveðnar hugmyndir
um þá stuttu spretti í verkum þeirra sem
verða á milli tveggja punkta. í því skyni að
sýna skyldleika Hrafnkels sögu við tiltekið
rit, er því leitast við að bera saman setningar
úr hvorumtveggja. Nú er hægt að skipta
öllum setningum sögunnar í tvo hópa eftir
hlutverkum. Nokkrar setningar eru almenns
eðlis, ópersónulegar og teljast til spakmæla.
Vitaskuld eru þær tiltölulega fáar, enda
munu þær ekki nema öllu meiru en svo sem
einum hundraðasta hluta af sögunni í heild.
En spakmælin eru að því leyti sérstæð og
ólík öðrum setningum að þau eru langtum
eldri en sagan og fela í sér hugmyndir sem
styrkja kenningar hennar.14
Lítum snögglega á nokkra staði í sög-
unni í því skyni að grafast fyrir um muninn
á tveim gerðum Hrafnkels sögu og átta
okkur betur á orðfæri hennar um leið. Eftir
að Hrafnkell vegur smalamann sinn, fer
faðir piltsins að hitta þrjá menn, hvern á
fætur öðrum. Rétt er að minnast þess að fáir
glæpir þóttu öllu lúalegri fyrr á öldum en að
drepa heimamann sinn, og allt fram til
þessa dags hefur verið talið sjálfsagt að
bændur reyndu í lengstu lög að vernda
griðmenn sína og annað heimafólk. Þegar
Þorbjörn gamli segir frænda sínum frá
sonarvígi, lætur styttri gerðin Sám bregðast
heldur kuldalega við: ’Það eru eigi mikil
tíðendi [...] þótt Hrafnkell drepi menn,"
sem gefur ótvírætt í skyn að Sámi hafi ekki
þótt mikill skaði að Einari. En lengri gerðin
leggur Sámi í munn eftirminnilegra svar og
þó ekki jafn grimmilegt í garð Þorbjamar
sem er nýbúinn að missa eftirlætis son sinn:
'Það eru ekki ný tíðendi þótt Hrafnkell
drepi menn. Hefir hann jafnan góður verið
blóðöxar.' Orðið blóðöxar er leiðrétting; í
handriti stendur boðöxar eða bóðöxar; 1-ið
hefur fallið niður af vangá. Þetta minnir
vitaskuld á reið Hrafnkels upp að seli í
bláum klæðum (lit Óðins). „Öxi hafði hann
í hendi en ekki fleira vopna.“ Orðtakið 'að
vera góður blóðöxar' kemur fyrir í Jóms-
víkinga sögu, og er setning þó aflaga, rétt
eins og í Hrafnkels sögu. I aftanmáls skýr-
ingu getur Ólafur Halldórsson þess að blóð-
axir muni hafa verið notaðar við aftöku
14í kveri mínu Mannfrœði Hrafnkels sögu og frumþœttir (Reykjavík 1988), bls. 111-123 er að finna yfirlit yfir spakmæli og önnur
kjamyrði sögunnar.
94