Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 143
Sigurður Kristinsson
Börnin á Vaðbrekku
Hér verður rakin að nokkru saga fimm
fyrstu fjölskyldnanna, sem bjuggu á
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Byggð
hófst þar árið 1770. Einnig verður greint frá
nánustu afkomendum þeirra og fóstur-
börnum. Voru þeim vægast sagt misjöfn
örlög sköpuð, einkum í efnalegu tilliti.
Baráttuvilji flestra var mikill, en margir
urðu undan að láta eftir herhlaup gjósk-
unnar frá Dyngjufjallagosinu í mars 1875.
Varð þá fangaráð sumra að flytjast vestur
um haf.
Forsaga byggðar í Hrafnkelsdal
Margt hefur verið skrifað og skrafað um
landnám í Hrafnkelsdal, byggð þar á
söguöld og rammslungin atvik, sem
Hrafnkelssaga greinir frá. Svo virðist sem
búið hafi verið í dalnum fram á 15. öld, er
hann féll í auðn. Oft er Svarta dauða um
kennt (1402 - 1404). Trúlegt er að allir hafi
þá látist, sem gátu haldið uppi byggð.
Einhverjir gætu þó hafa lifað af og leitað til
byggða á Jökuldal en það var nærtækast eða
austur í Fljótsdal, sem á samliggjandi
afréttir við dalinn. Gróðurlendið gæti hafa
spillst frá upphafi 15. aldar vegna kólnandi
loftslags. Byggð gæti þó hafa verið upp
Vaðbrekka um aldamótin 1900. Teikning eftir Jón
Gíslason (sjá 24. hefti Múlaþings: 149).
tekin aftur í dalnum á 15. öld en ekki finnast
heimildir um það.
Á tímabilinu 1470 - 1480 urðu atvik,
sem gereyddu búsetumöguleikum í dalnum.
Þá urðu mikil eldgos í Veiðivötnum og
gjóska frá þeim lagðist yfir mikinn hluta
dalsins svo að ekki var búið þar næstu þrjár
aldir. Liggur grásvart öskulag í leyni í jörð
og kemur fram í rofbökkum grafninga og í
bökkum Hrafnkelsár. Ymsir hafa álitið að
þetta gos hafi orðið í Kverkfjöllum en nú er
vitað um mikil gos á Veiðivatnasvæði, sem
þá fékk núverandi svipmót. Enn má nefna
Pláguna miklu 1494 og var hún afdrifarík
víða.
Eftir þetta var Hrafnkelsdalur í auðn í
þrjár aldir en selfarir urðu þar síðar á
sumrum og Fljótsdælingar gengu landið á
hausti hverju.
Prestar á Valþjófstað sáu sér leik á borði
að kalla eftir yfirráðum í dalnum og tókst að
ná þeim á þessu tímabili. Töldust því
landnemar þar á 18. öld leiguliðar Valþjófs-
staðakirkju og eru í manntölum þeirrar
sóknar rúmlega hálfa öld eftir að búseta var
upp tekin á ný í Hrafnkelsdal. í þessari
samantekt verður ekki rætt um eignarhöld
eða búhætti heldur um fólkið sjálft, búsetu
þess og hvað varð um börn þeirra og hin
mörgu fósturbörn. Ekkert þýðir um að
sakast við náttúruöflin (Öskjugosið) sem
141