Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 143

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 143
Sigurður Kristinsson Börnin á Vaðbrekku Hér verður rakin að nokkru saga fimm fyrstu fjölskyldnanna, sem bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Byggð hófst þar árið 1770. Einnig verður greint frá nánustu afkomendum þeirra og fóstur- börnum. Voru þeim vægast sagt misjöfn örlög sköpuð, einkum í efnalegu tilliti. Baráttuvilji flestra var mikill, en margir urðu undan að láta eftir herhlaup gjósk- unnar frá Dyngjufjallagosinu í mars 1875. Varð þá fangaráð sumra að flytjast vestur um haf. Forsaga byggðar í Hrafnkelsdal Margt hefur verið skrifað og skrafað um landnám í Hrafnkelsdal, byggð þar á söguöld og rammslungin atvik, sem Hrafnkelssaga greinir frá. Svo virðist sem búið hafi verið í dalnum fram á 15. öld, er hann féll í auðn. Oft er Svarta dauða um kennt (1402 - 1404). Trúlegt er að allir hafi þá látist, sem gátu haldið uppi byggð. Einhverjir gætu þó hafa lifað af og leitað til byggða á Jökuldal en það var nærtækast eða austur í Fljótsdal, sem á samliggjandi afréttir við dalinn. Gróðurlendið gæti hafa spillst frá upphafi 15. aldar vegna kólnandi loftslags. Byggð gæti þó hafa verið upp Vaðbrekka um aldamótin 1900. Teikning eftir Jón Gíslason (sjá 24. hefti Múlaþings: 149). tekin aftur í dalnum á 15. öld en ekki finnast heimildir um það. Á tímabilinu 1470 - 1480 urðu atvik, sem gereyddu búsetumöguleikum í dalnum. Þá urðu mikil eldgos í Veiðivötnum og gjóska frá þeim lagðist yfir mikinn hluta dalsins svo að ekki var búið þar næstu þrjár aldir. Liggur grásvart öskulag í leyni í jörð og kemur fram í rofbökkum grafninga og í bökkum Hrafnkelsár. Ymsir hafa álitið að þetta gos hafi orðið í Kverkfjöllum en nú er vitað um mikil gos á Veiðivatnasvæði, sem þá fékk núverandi svipmót. Enn má nefna Pláguna miklu 1494 og var hún afdrifarík víða. Eftir þetta var Hrafnkelsdalur í auðn í þrjár aldir en selfarir urðu þar síðar á sumrum og Fljótsdælingar gengu landið á hausti hverju. Prestar á Valþjófstað sáu sér leik á borði að kalla eftir yfirráðum í dalnum og tókst að ná þeim á þessu tímabili. Töldust því landnemar þar á 18. öld leiguliðar Valþjófs- staðakirkju og eru í manntölum þeirrar sóknar rúmlega hálfa öld eftir að búseta var upp tekin á ný í Hrafnkelsdal. í þessari samantekt verður ekki rætt um eignarhöld eða búhætti heldur um fólkið sjálft, búsetu þess og hvað varð um börn þeirra og hin mörgu fósturbörn. Ekkert þýðir um að sakast við náttúruöflin (Öskjugosið) sem 141
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.