Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 92
Múlaþing komnir. Eyvindur bindur þá hest sinn áfæti. Eftir það ganga þeir upp á torfuna og bera upp grjót nokkuð úr bökkum. Samanburður á þessunr glefsum sýnir tvennt. í fyrsta lagi er staðháttum lýst af miklu meiri gaumgæfni hér en í styttri gerðinni, eins og okkur Jóni lækni Þor- steinssyni frá Reyðarfirði varð raunar ljóst þegar hann ók mér um átthaga Hrafnkels sumarið 1984 og við bárum landslag saman við báðar gerðir sögunnar. Skylt er að geta þess að hvorugur okkar vina þekkti þá rannsóknir Sveinbjörns Rafnssonar, enda birtust þær ekki á prenti fyrr en nokkrum árum síðar, sem sé árið 1990.6 í öðru lagi greinir lengri gerðin mun skýrar frá athæfi Eyvindar. Svipuðu máli gegnir um aðra spretti í lýsingu Fljótsdalsheiðar að þar er landslagi haglega fléttað saman við athafnir þeirra Eyvindar annars vegar og Hrafnkels og manna hans hins vegar. Sú illfærð sem tefur fyrir þeim Eyvindi gerir Hrafnkatli kleift að ná þeim rétt áður en heiðina þrýtur og byggður dalur tekur við, enda nýtur Hrafnkell þess hve kunnugur hann er á þessum slóðum. Um vesturför Sáms til Þorskafjarðar greinir lengri gerð frá því að hann „lét jáma hesta, hann fékk sér einn hestasvein, hann lór með þrjá hesta og hafði klæði á einum.“ Hér er merkilegt atriði í mannlýsingu Sáms, sá hégómi að hafa klæði til skiptanna þá viku sem hann hvílist í Þorskafirði áður hann greinir gestgjöfum frá erindi sínu; þetta er í síðasta skiptið sem hann leikur hlutverk höfðingja. Hestasveinn Sáms minnir ræki- lega á þann skósvein sem Eyvindur bróðir hans hafði sér til fylgdar. I sögunni úir og grúir af slíkum stöðum þar sem munurinn á gerðum tveim skiptir máli fyrir skilning okkar á sögunni í heild. En hér er ekki tími til að ræða slíkt til hlítar. Enn á Fljótsdalshéraði Heiðarlýsingin í heild er rituð af mikilli snilld; hér heldur þaulvanur og athugull ferðamaður auðsæilega á penna. Því þykir mér freistandi að rekja helstu þættina í vesturför Eyvindar áður en ég sný mér að öðmm áminningum um málið á Hrafnkels sögu. Ahugi minn á leiðarlýsingum hennar stafar þó ekki einvörðungu af því hve vel þær koma heim við staðhætti heldur einkum af þeirri ritleikni sem þær bera vitni um. Fyrsti kaflinn í leiðarlýsingu úr Fljótsdal hefst ekki fyrr en komið er nokkuð á leið vestur: Eyvindur ríður til þess er hann kemur vestur á miðja heiðina. Þar heita Bessa- götur. Þar er svarðlaus mýri, og er sem ríði í efju fram, og tók jafnan í kné eða miðjan legg, stundum í kvið; þá er undir svo hart sem hellur. Það þarf enginn að œtla að þar liggi lengra í. Þar fyrir vestan er hraun. Þeir riðu vestur yfir grjótin. Næst rekur sagan viðræður þeirra Eyvindar og skósveins, sem sér eftirreið Hrafnkels og varar yfirmann sinn við, eftir að þeir eru komnir út á hraunið. Þegar þeim lýkur er brátt snúið að landslagi aftur: Ríða nú vestur af hrauninu, og þá verður fyrir þeim önnur mýri og heitir sú Uxamýri. Hún er grösug. Þar eru miklar bleytur svo að ókunnum mönnum er illfært. Eru þær jafn langar yfir að fara. Er þó sú því verri að hún er blautari og verða menn jafnan að leggja af. Lagði því Hallfreður karl hinar efri götur, þó að þær séu lengri að honum þótti hér illfært fyrir mýrum þessum tveimur. Eyvindur ríður nú vestur á mýrina og hans menn. Lá þegar drjúgt affyrir þeim og dvaldist nú mjög. Þá bar skjótt yfir er lausir riðu og ríða þeir þá á mýrina. Er 6Sveinbjöm Rafnsson, Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum: brot úr byggðasögu íslands (Reykjavík 1990), 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.