Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 92
Múlaþing
komnir. Eyvindur bindur þá hest sinn áfæti.
Eftir það ganga þeir upp á torfuna og bera
upp grjót nokkuð úr bökkum.
Samanburður á þessunr glefsum sýnir
tvennt. í fyrsta lagi er staðháttum lýst af
miklu meiri gaumgæfni hér en í styttri
gerðinni, eins og okkur Jóni lækni Þor-
steinssyni frá Reyðarfirði varð raunar ljóst
þegar hann ók mér um átthaga Hrafnkels
sumarið 1984 og við bárum landslag saman
við báðar gerðir sögunnar. Skylt er að geta
þess að hvorugur okkar vina þekkti þá
rannsóknir Sveinbjörns Rafnssonar, enda
birtust þær ekki á prenti fyrr en nokkrum
árum síðar, sem sé árið 1990.6 í öðru lagi
greinir lengri gerðin mun skýrar frá athæfi
Eyvindar. Svipuðu máli gegnir um aðra
spretti í lýsingu Fljótsdalsheiðar að þar er
landslagi haglega fléttað saman við athafnir
þeirra Eyvindar annars vegar og Hrafnkels og
manna hans hins vegar. Sú illfærð sem tefur
fyrir þeim Eyvindi gerir Hrafnkatli kleift að
ná þeim rétt áður en heiðina þrýtur og
byggður dalur tekur við, enda nýtur Hrafnkell
þess hve kunnugur hann er á þessum slóðum.
Um vesturför Sáms til Þorskafjarðar
greinir lengri gerð frá því að hann „lét jáma
hesta, hann fékk sér einn hestasvein, hann lór
með þrjá hesta og hafði klæði á einum.“ Hér
er merkilegt atriði í mannlýsingu Sáms, sá
hégómi að hafa klæði til skiptanna þá viku
sem hann hvílist í Þorskafirði áður hann
greinir gestgjöfum frá erindi sínu; þetta er í
síðasta skiptið sem hann leikur hlutverk
höfðingja. Hestasveinn Sáms minnir ræki-
lega á þann skósvein sem Eyvindur bróðir
hans hafði sér til fylgdar. I sögunni úir og
grúir af slíkum stöðum þar sem munurinn á
gerðum tveim skiptir máli fyrir skilning
okkar á sögunni í heild. En hér er ekki tími til
að ræða slíkt til hlítar.
Enn á Fljótsdalshéraði
Heiðarlýsingin í heild er rituð af mikilli
snilld; hér heldur þaulvanur og athugull
ferðamaður auðsæilega á penna. Því þykir
mér freistandi að rekja helstu þættina í
vesturför Eyvindar áður en ég sný mér að
öðmm áminningum um málið á Hrafnkels
sögu. Ahugi minn á leiðarlýsingum hennar
stafar þó ekki einvörðungu af því hve vel þær
koma heim við staðhætti heldur einkum af
þeirri ritleikni sem þær bera vitni um. Fyrsti
kaflinn í leiðarlýsingu úr Fljótsdal hefst ekki
fyrr en komið er nokkuð á leið vestur:
Eyvindur ríður til þess er hann kemur
vestur á miðja heiðina. Þar heita Bessa-
götur. Þar er svarðlaus mýri, og er sem ríði
í efju fram, og tók jafnan í kné eða miðjan
legg, stundum í kvið; þá er undir svo hart
sem hellur. Það þarf enginn að œtla að þar
liggi lengra í. Þar fyrir vestan er hraun.
Þeir riðu vestur yfir grjótin.
Næst rekur sagan viðræður þeirra
Eyvindar og skósveins, sem sér eftirreið
Hrafnkels og varar yfirmann sinn við, eftir
að þeir eru komnir út á hraunið. Þegar þeim
lýkur er brátt snúið að landslagi aftur:
Ríða nú vestur af hrauninu, og þá
verður fyrir þeim önnur mýri og heitir sú
Uxamýri. Hún er grösug. Þar eru miklar
bleytur svo að ókunnum mönnum er illfært.
Eru þær jafn langar yfir að fara. Er þó sú
því verri að hún er blautari og verða menn
jafnan að leggja af. Lagði því Hallfreður
karl hinar efri götur, þó að þær séu lengri
að honum þótti hér illfært fyrir mýrum
þessum tveimur. Eyvindur ríður nú vestur á
mýrina og hans menn. Lá þegar drjúgt affyrir
þeim og dvaldist nú mjög. Þá bar skjótt yfir
er lausir riðu og ríða þeir þá á mýrina. Er
6Sveinbjöm Rafnsson, Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum: brot úr byggðasögu íslands (Reykjavík 1990),
90