Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 72
Múlaþing
Þéttbýli verður til
/. Lœkiiishús 2. Auðsherg 3. Einarsstuðir 4. Hesthús Geðrgs Georgs ■ ‘ijbfM í 1 4* 5- EU Vrs í>| Waifmes-hús (fiskvit msluhúshús). 7. Féla^sgarður. S. Hútún.
9. Garður-hús Stefáns Jak ohssonar 10. Franski spíta. Hun.
um, gluggum, rúðugleri, skrám og fleiru.
Ekki hefi ég nú tölur um veiði þessara
manna þetta sumar en heildarveiðin á
landinu var minni en árið áður. En þótt
veiðin væri minni var fjarri því að drægi úr
sókninni.
Ottó Wathne sá möguleika á síldveiðum
í Fáskrúðsfirði. Hann byrjaði því veiðar hér
1882 eða 1883. Wathne átti hlut í mis-
heppnuðu sfldveiðifélagi í Reykjavík. Hús
þess félags var flutt austur á Fáskrúðsfjörð.
Síldarútvegur Wathnes var rekinn hér fram
yfir aldamót.
Sumarið 1883 var sérlega lífleg sfld-
veiði í Fáskrúðsfirði. Þá voru talin 25 nóta-
brúk við veiðar en aðeins örfá þeirra hafa
haft aðstöðu í landi. Auk þeirra tveggja sem
hér hafa verið nefndir er vitað um þrjú
önnur félög sem voru kennd við Farsen,
Thorsen og Johnsen. Fjórir þeirra settust að
norðan fjarðar. Farsen setti sig niður í
Kappeyrarlandi, nokkurn spöl utan við
þorpið sem nú er. Þegar hann hætti hér
keypti Guðmundur í Hafnarnesi húsið og
flutti það út í Hafnarnes og byggði úr því
íbúðarhús. Wathne var næstur að utan og
stendur sennilega eitt hús ennþá frá hans
dögum. Arnlies var svo næstur. Þegar hann
hættir kaupir Peter Stangeland af honum
svo telja má víst að hann hafi verið á sama
stað og Stangeland var síðar. Thoresen
hefur sennilega verið á Álfamelseyrinni og
það hafi verið hans eignir sem Örum og
Wulff keyptu þegar þeir settu sig niður hér
á Fáskrúðsfirði.
Um Johnsen er nú lítið vitað en á einum
stað er þó frá því sagt að 1886 kemur Ingi-
brigt Johnson, 50 ára síldarmaður frá
Nagelshúsi á Sléttuströnd í Reyðarfirði til
Johnsonshúss á Melrakkaeyri, sem er á
suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og var búið þar
um nokkurra ára skeið.
Árið 1884 var mjög lítil síldveiði með
þeim afleiðingum að fjöldi Norðmanna
varð gjaldþrota. Sumir halda þó áfram
1885 en það ár hætti Arnlies hér á Fáskrúðs-
firði og setur Peter Stangeland, sem það ár
var staðarnótabassi hjá honum, við stöðina.
Stangeland heldur svo áfram að veiða síld
næstu árin, er hér mikinn hluta úr árinu en
kemur ekki alkominn hingað með fjöl-
skyldu fyrr en 1897. Otto Wathne heldur
einnig áfram 1885 og næsta ár kemur svo
Friðrik bróðir hans hingað og sest hér að.
Friðrik hefur sennilega stjórnað síldveið-
unum 1885 því íAustra 23. des. 1885 segir:
„Einnig hefur fréttst með vissu að Friðrik
Wathne sé búinn að salta 1600 tunnur á
Fáskrúðsfirði.“
En höfðu nú þessi umsvif Norðmanna
70
71