Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 72

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 72
Múlaþing Þéttbýli verður til /. Lœkiiishús 2. Auðsherg 3. Einarsstuðir 4. Hesthús Geðrgs Georgs ■ ‘ijbfM í 1 4* 5- EU Vrs í>| Waifmes-hús (fiskvit msluhúshús). 7. Féla^sgarður. S. Hútún. 9. Garður-hús Stefáns Jak ohssonar 10. Franski spíta. Hun. um, gluggum, rúðugleri, skrám og fleiru. Ekki hefi ég nú tölur um veiði þessara manna þetta sumar en heildarveiðin á landinu var minni en árið áður. En þótt veiðin væri minni var fjarri því að drægi úr sókninni. Ottó Wathne sá möguleika á síldveiðum í Fáskrúðsfirði. Hann byrjaði því veiðar hér 1882 eða 1883. Wathne átti hlut í mis- heppnuðu sfldveiðifélagi í Reykjavík. Hús þess félags var flutt austur á Fáskrúðsfjörð. Síldarútvegur Wathnes var rekinn hér fram yfir aldamót. Sumarið 1883 var sérlega lífleg sfld- veiði í Fáskrúðsfirði. Þá voru talin 25 nóta- brúk við veiðar en aðeins örfá þeirra hafa haft aðstöðu í landi. Auk þeirra tveggja sem hér hafa verið nefndir er vitað um þrjú önnur félög sem voru kennd við Farsen, Thorsen og Johnsen. Fjórir þeirra settust að norðan fjarðar. Farsen setti sig niður í Kappeyrarlandi, nokkurn spöl utan við þorpið sem nú er. Þegar hann hætti hér keypti Guðmundur í Hafnarnesi húsið og flutti það út í Hafnarnes og byggði úr því íbúðarhús. Wathne var næstur að utan og stendur sennilega eitt hús ennþá frá hans dögum. Arnlies var svo næstur. Þegar hann hættir kaupir Peter Stangeland af honum svo telja má víst að hann hafi verið á sama stað og Stangeland var síðar. Thoresen hefur sennilega verið á Álfamelseyrinni og það hafi verið hans eignir sem Örum og Wulff keyptu þegar þeir settu sig niður hér á Fáskrúðsfirði. Um Johnsen er nú lítið vitað en á einum stað er þó frá því sagt að 1886 kemur Ingi- brigt Johnson, 50 ára síldarmaður frá Nagelshúsi á Sléttuströnd í Reyðarfirði til Johnsonshúss á Melrakkaeyri, sem er á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og var búið þar um nokkurra ára skeið. Árið 1884 var mjög lítil síldveiði með þeim afleiðingum að fjöldi Norðmanna varð gjaldþrota. Sumir halda þó áfram 1885 en það ár hætti Arnlies hér á Fáskrúðs- firði og setur Peter Stangeland, sem það ár var staðarnótabassi hjá honum, við stöðina. Stangeland heldur svo áfram að veiða síld næstu árin, er hér mikinn hluta úr árinu en kemur ekki alkominn hingað með fjöl- skyldu fyrr en 1897. Otto Wathne heldur einnig áfram 1885 og næsta ár kemur svo Friðrik bróðir hans hingað og sest hér að. Friðrik hefur sennilega stjórnað síldveið- unum 1885 því íAustra 23. des. 1885 segir: „Einnig hefur fréttst með vissu að Friðrik Wathne sé búinn að salta 1600 tunnur á Fáskrúðsfirði.“ En höfðu nú þessi umsvif Norðmanna 70 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.