Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 74
Múlaþing
Saltfiskverkun á Búðum í byrjun aldarinnar. Einar Ó. Jónsson, skósmiður og Emilía Jónsdóttir kona hans
ráku um tíma veitingastofu í húsinu sem myndin sýnir. Arið 1920 keyptu mágarnir Marteinn Þorsteinsson
og Björgvin Þorsteinsson húsið og hófu þar verslunarrekstur undir heitinu Marteinn Þorsteinsson og co.
Húsið var í daglegu tali œtíð nejht Kompaníið. Eftir þeirra dag rak Baldur Björnsson, tengdasonur
Björgvins, verslun í húsinu uns það var rifið í umbrotum áttunda áratugarins.
Mynd afgömlu póstkorti sem var sent um jól 1928.
mjög skjót áhrif á íbúa fjarðarins? Ekki
virðist það nú vera því fyrsta árið sem
Friðrik Wathne er búsettur hér eru næstu
nágrannar hans Einar á Kappeyri að utan og
Einar Sveinsson næstur fyrir innan og svo
heimilisfólkið á Búðabænum. Þá eru þeir
báðir taldir eiga heima á Búðaströnd og
helst það nafn nokkuð lengi eftir að þorpið
fór að myndast. Arið 1881 eru heimilin svo
orðin fjögur. Þá er Jón Sturluson búsettur í
Búðahjáleigu með konu og þrjú börn.
Búðahjáleiga var svo seinna nefnd Steinholt
og heitir ennþá. Þá er einnig kominn Her-
mann Jónsson í Hermannskofa sem var
skammt innan við Búðabæinn á svipuðum
slóðum og verið er að vinna við að byggja
verkamannabústaði. Hermannskofi var í
byggð þar til 1897, síðast voru í honum Páll
Hallsson og Valgerður, afi og amma Jónínu
Hallsdóttur.
En á þessu sama ári er orðið mjög margt
fólk á sumum bæjum í sveitinni, t.d. eru 28
manns á Berunesi, 27 á Hafranesi, 49 á
Vattarnesi, 20 á Kolfreyjustað, 17 í Brim-
nesgerði en samtals 497 íbúar í Kolfreyju-
staðarsókn og þar við bætast svo 48 íbúar
Gvendarness og Hafnarness. Arið 1889, fer
Friðrik Wathne héðan til Reyðarfjarðar að
veiða síld þar en hingað koma tveir borgar-
ar í staðinn, báðir sagðir til heimilis á Búða-
strönd en vitað er að Carl Guðmundsson
byrjaði að versla á Alfamelseyri þar sem nú
er Pólarsíld. En Carl Daniel Tulinius setti
sig niður innar og byggði íbúðarhús það
sem ennþá stendur og sjóhús mun hann hafa
byggt utar í fjörunni. Carl D. Tulinius
72