Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 38
Múlaþing
Greinarhöjundur lagstur í „gröf' (tótt) kofans í
Fagradal, með iljar og höfuð í stöfimm. Þar af má
marka stærð kofans. Ljósm.: Jóhann
Stefánsson.
mestu sauðasveit í þúsund ár á Islandi og
rúmlega það.
Nú mætti ætla að hvannir á Austurlandi
hafi verið í háum gæðaflokki, miðað við
það að hans herradómur Brynjólfur biskups
Sveinsson, biður Umba sinn, Bjarna prest
Einarsson á Asi í Fellum að senda sér
„rótakvartelið úr Kolmúlafjalli“ (Reyðar-
firði?) velumbúið og fylgdu nákvæm fyrir-
mæli hvernig ræturnar skyldu úr jörð
grafast og í mold geymast.14
Hámark gæðanna er í Oddalindum í
Krepputungu í sporðinum vestur af
Þorlákslindum, þar má drekka í stór-
um teigum hvannarótarbragðbætt
vatn.
í kringum Dyngju spretta upp
margar vatnsmiklar lindir, eru þær
líklega einhver mestu gæði Amardals
frá ómunatíð og hafa ekkert rýrnað að
gæðum. Hér verða þær nefndar
Hveralindir og það haft fyrir satt að
þannig hljóti Þorsteins Jökulsættar-
menn að hafa nefnt þær á fyrri tíð,
samber nafnið Hveralækur í Möðmdal
og eins „uppsprettuhver“ sem Sig-
tryggur Þorsteinsson segist sækja vatn
í handa fárveikum félaga sínum, rétt
sunnan við kofann, er hann og Oddur
Guðmundsson vinnumaður á Vað-
brekku fóru harðsótta hestaleit í
Arnardal veturinn 1894.15 Lindaupp-
spretturnar ólga og bulla líkt og sjóð-
andi hverir, þaðan kornin nafnlíkingin.
En hvort einhvern tíma hefur verið
föst búseta í Amardal fyrir utan veru
Þorsteins Jökuls, eins og munnmæli
herma, er allt óvíst um, en helst eru þá líkur
fyrir því að byggð hafi verið þar um það
leyti sem brýrnar á Jökulsá á Dal hjá Brú
sköpuðu almannaveg milli Mývatnssveitar
og Héraðs. Þá hefur Dyngja í Arnardal haft
svipaða þýðingu fyrir umreisendur og
Möðrudalur síðar. En lítill vafi leikur á að
selbúskapur hefur verið stundaður í Arnar-
dal fyrr á öldum og hugsast getur að rústa-
leifar þar séu eingöngu eftir slíka byggð.
Þegar Sveinbjörn Rafnsson og fleiri
könnuðu Dyngjurústir 1979 var þeim
ókunnugt um að rústir væri að finna á öðr-
um stað en þeim, sem kofinn stendur á. Hér
verða þær nefndar Fremri-Dyngja sem þá
l4Lbs. 1090 4ioB1s-675-
'-’Afmælisrit U.M.F. Hrafnkell Freysgoði 40 ára. Bls. 23-25.
36