Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 79

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 79
Hallgrímur Helgason* Þáttur um Vilborgu Einarsdóttur Vilborg (Borga) fæddist á Geirólfs- stöðum í Skriðdal 7. apríl 1868 (skv. kirkjubók Hallormsstaðasókn- ar). Fæðing hennar varð Héraðsfræg. Móðirin var Ástríður Filipusdóttir, 19 ára vinnukona hjá þeim hjónum Helga Hall- grímssyni og Margrétu Sigurðardóttur á Geirólfsstöðum, fædd 18. sept. 1849 á Rannveigarstöðum í Álftafirði. Lýsti hún föður að barninu Einar, son þeirra Geirólfs- staðahjóna, sem sagt var að hefði verið 12 ára þegar þetta gerðist. Það fylgir sögunni að Margrét hafi tekið strákinn og hýtt hann rækilega fyrir þetta uppátæki. Átti Einar að hafa sofið fyrir ofan hjá vinnukonunni vegna þrengsla í baðstofunni, með þessum afleiðingum.1 Ýmsar sögur gengu af klækjum Margrétar á Geirólfsstöðum (Geirólfsstaða- Möngu) hér í uppsveitum Héraðs en þær fymast nú óðum nema ritaðar séu. Haft var fyrir satt að Margrét hálfsvelti Ástríði á barnasænginni.2 Trúlega hafa þær mæðgur haft sig fljótt í burtu frá Geirólfsstöðum og veit ég ekki hvert slóð þeirra lá næstu árin. Ástríður var vinnukona alla sína æfi og Borga mun hafa fylgt móður sinni meðan báðar lifðu, eða verið í næsta nágrenni við hana. Ástríður tók saman við Guðmund nokkurn Eiríksson sem einnig var sunnan úr Álftafirði (e.t.v. frændi hennar, f. 1845 á Starmýri). Þau eignuðust ekki börn. Þau réðust vinnuhjú að Ormarsstöðum í Fellum, hjá Þórarni bónda Sölvasyni og Guðrúnu Árnadóttur konu hans.3 I mínu fyrsta barnsminni, 1913 til -14, man ég eftir þeim á Ormarsstöðum. Áður munu þau hafa verið á Utvöllum. Borga var þá farin að vinna og var m.a. vistuð til Egilsstaðahjóna, Jóns Bergssonar og Mar- grétar Pétursdóttur. Gæti ég trúað að þær mæðgur hafi dvalið þar einhver ár og Borga hafi eitthvað passað yngstu syni þeirra: Berg og Pétur. Vissi ég að þeir bræður viku kunnuglega að Borgu og heyrði hana oft *Hallgrímur lést 1993. Greinin er birt með leyfí sonar hans Helga Hallgrímssonar. ^Samkvæmt „Búkollu“ var Einar fæddur 14.5.1848 og hefur því verið orðinn tvítugur þegar þetta gerðist. Þetta er gott dæmi um hvemig þjóðsögur myndast. 2 í munnmælum andar heldur köldu í garð Margrétar á Geirólfsstöðum, langömmu greinarhöfundar, en það var þó ekki einhlítt. Sigfús Sigfússon segir að hún hafi verið mesti skörungur, gáfuð og mikilhæf en eigi allskostar fyrirleitin ef hún vildi hafa sitt mál fram og trygg þar sem henni þótti þess vert og höfðingi í skapi. Sjá einnig Skógargerðisbók bls. 56 og áfram. Skv. manntali 1920 komu þau þangað 1910 og Borga með þeim. í manntalinu 1930 er Vilborg þó sögð hafa komið í hreppinn 1913, frá Egilsstöðum á Völlum. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.