Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 146
Múlaþing
Brœður í Böðvarsdal; Gunnar, Hannes, Jón og
Einar Runólfssynir. Ljósmyndari S. Kristjánsdóttir,
Vopnafirði. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 00-60-
1568.
Járngerður hafa þó flutt að Víðivöllum ytri
ekki síðar en 1784, því þau eru þar í
manntalinu 1785, hann 30 ára, hún 35 ára
og börnin: Jón 6 ára, Hannes 4 ára, Guðrún
2 ára og Kristín Jónsdóttir tökubarn 14 ára,
líklega hálfsystir Magnúsar því hún er ekki
þá með móður sinni á Hóli. Þau eru á
Víðivöllum 1790 og þá er Sigríður fædd 3
ára, einnig Guðrún Finnbogadóttir, ein
vinnukona og tveir niðursetningar, stúlkur.
Magnús hlýtur að hafa verið með nokkuð
stórt bú. Þau flytja í Bessastaði og þar
fæddist annar drengur, sem hlaut nafnið
Jón. Kom þar til þeirra ekkja, með börn sín,
Guðrún Þorsteinsdóttir, áður mágkona
Járngerðar og var gift Jóni bróður hennar.
Var á annan tug fólks í heimili.
Vorið 1796 flyst tjölskyldan í Galtastaði
ytri í Tungu og bjó þar fram yfir aldamótin.
Voru þar með öll börnin 1801. Síðast
bjuggu þau á Hrafnabjörgum í Hlíð. Eru þar
1816 með þrjú uppkomin börn. Tengsl urðu
milli tveggja fyrstu fjölskyldna á Vað-
brekku. Meðal afkomenda beggja má aftur
nefna Runólf Hannesson í Böðvarsdal
(rakið Magnús-Hannes-Magnús-Hannes-
Runólfur). Olíklegt er að Magnús Jónsson
hafi verslað á Vöpnafirði, því hann kom úr
Fljótsdal. Hefur þá verslað í Stóru -
Breiðuvík og á Eskifirði meðan hann bjó á
Vaðbrekku.
C. Andrés Erlendsson á Vaðbrekku.
Samfelld byggð hefur verið á Vaðbrekku
frá 1770. Um 1784 flytjast þangað hjónin
Andrés (2088) Erlendsson frá Klausturseli,
f. 1744 og Guðrún (9878) Jónsdóttir frá
Hróaldsstöðum í Vopnafirði, bæði ættuð úr
sínum æskusveitum eins og tilgreint er í
Ættum Austfirðinga. Andrés hefur verið
kunnugur í Hrafnkelsdal, því hann var frá
næsta bæ austan Jöklu, þótt um 17 km séu á
milli, þekkti aðstæður og aðdráttaleiðir.
Kirkjubók segir sex manns í heimili árið
1789: hjónin, synir þeirra: Jón þá tvítugur
og Guðmundur 15 ára, Erlendur (2067)
faðir bónda og fyrr bóndi í Klausturseli og
tökustúlkan Guðný Eiríksdóttir 22 ára.
Skemmst er frá því að segja að Andrési og
síðar Jóni syni hans tókst með harðfylgi að
búa áfram í Hrafnkelsdal og hafa oft þurft
að beita góðum úrræðum og fyrirhyggju sér
og sínum til lífsbjargar.
Ibúar Hrafnkelsdals munu hafa verslað á
Eskifirði á þessum tíma. Þar hófst verslun
1786 en var áður í Stóru-Breiðuvík. Hvergi á
Austurlandi var eins langsótt í kaupstað og
ekki hægt fyrr en komið var fram á sumar,
144