Jökull - 01.12.1984, Blaðsíða 135
en lækkaði niður í 1175 m y.s. 1967-1975. Hækk-
un yfirborðs Síðujökuls er greinilega annars eðlis
en breytingar á Tungnárjökli og vafalaust vegna
þess að meiri hreyfing er á jöklinum þar. A
árunum 1965—1975 hækkaði yfirborðið þar víða
um 15—20 metra og hátt í 40 metra við Pálsfjall.
NIÐURSTÖÐUR OG
ATHU G ASEMDIR
Langskurðarmælingarnar styrkja þá skoðun að
Tungnárjökull sé því sem næst kyrrstæður milli
framhlaupa, en þau hafa orðið a.m.k. einu sinni
og sennilega tvisvar á þessari öld (Thorarinsson
1964, Freysteinsson 1968).
Með kólnandi tíðarfari eftir 1965 hefur hæð
jafnvægislínu milli langtíma leysingar og ákomu
við Kerlingar lækkað um 75 metra. Leysing á
jökulsporðinum við Nýjafell hefur þó ekki
minnkað verulega, enda er jökullinn þar langt
fyrir neðan þau hæðarmörk sem hann getur þrif-
izt við án aðfanga ofanfrá. Nánari athugun á
safnlínu leysingarinnar, 3. mynd, sýnir þó að
greinileg breyting verður eftir 1966 og er leysing-
in minni eftir það.
Með hliðsjón af hopi jökulsins við Nýjafell má
ætla að jökull á vatnasviði Tungnár hafi minnkað
um 30 km2 á tímabilinu 1959—1979.
Hin mikla rýrnun Tungnárjökuls kemur fram í
afrennslinu. Rennsli Tungnár hefur farið minnk-
andi samanborið við önnur vötn á Þjórsársvæð-
inu. Á 4. mynd er sýndur samanburður á safn-
rennsli Tungnár við Vatnaöldur 1960-1981 og
safnrennsli Þjórsár við Búrfell og Tungnár við
Hald neðan ármóta við Köldukvísl (Orkustofnun
vhm 96, 97 og 98). Á öllum þessum stöðum er
jökulþátturinn að vísu aðeins hluti af rennslinu.
Hlutfallslegar breytingar á jökulþættinum ættu
þó að koma fram við samanburð, því að ekki er
ástæða til að ætla að skipting meðalúrkomu milli
12. júní 1975
D H D H D H D H
5178 1224.9 9616 1264.3 14972 1292.7
0 1334.0’» 5402 1230.1 9839 1266.8 15217 1292.0
239 1189.1 5637 1237.0 10052 1270.4 15495 1292.0
477 1161.9 5910 1243.2 10310 1274.3 15782 1295.7
690 1153.2 6186 1245.8 10524 1276.0 16070 1301.5
903 1151.0 6423 1245.2 10779 1276.3 16361 1304.1
1132 1152.2 6596 1244.5 11065 1277.8 16749 1305.0
1341 1152.9 6763 1245.5 11287 1280.7 17057 1304.5
1507 1153.6 6949 1249.7 11555 1284.6 17368 1299.7
1816 1154.9 7163 1255.9 11806 1287.5 17682 1291.3
2060 1158.2 7334 1259.6 12010 1289.4 17990 1283.1
2423 1165.9 7538 1261.8 12239 1291.4 18297 1283.5
2739 1174.7 7761 1261.8 12467 1293.3 18602 1281.2
3039 1186.2 7990 1262.3 12683 1294.5 18844 1279.7
3359 1202.5 8190 1264.5 12880 1294.7 19176 1333.12>
3602 1209.2 8420 1267.2 13096 1295.2
3858 1208.5 8662 1267.9 13453 1296.4
4121 1210.6 8853 1266.7 13815 1296.4 1) Fastmerki á Kerl
4392 1217.8 9066 1265.0 14184 1296.2 ingum.
4639 1221.7 9271 1263.9 14366 1295.5 2) Fastmerki á Páls-
4903 1222.3 9447 1263.6 14663 1294.0 fjalli.
TAFLA 2: Langskurður Kerlingar - Pálsfjall. H: hæð, metrar yfir sjó. D: fjarlægð frá fastmerki á
Kerlingum, metrar.
TABLE 2: Profile between Mt. Kerlingar and Mt. Pálsfjall. H: Elevation, m a.s.l. D: Distance from
fixpoint at Kerlingar, m.
JÖKULL 34. ÁR 133