Jökull - 01.12.1984, Blaðsíða 156
til Dyngjufjalla. Beggja vegna Trölladyngju sáu
þeir í Vatnajökul. Síðan héldu þeir áfram austur
undir Þríhyrning og höfðu gott útsýni til Vonar-
skarðs og jöklanna en sáu engin merki jarðelds.
Svo snéru þeir við og héldu yfir Ódáðahraun í
sæluhúsið í Sandmúladal, hvar þeir gistu um nótt-
ina. Þeir komu svo í Víðiker um miðjan dag
daginn eftir. (Morgunblaðið, 283. tbl., Nýja Dag-
blaðið, 33. tbl., Dagur, 49. tbl., íslendingur, 53.
tbl.).
Eini árangur af förinni var, að menn þóttust
vissir um, að ekkert eldgos væri norðan Vatna-
jökuls, en giskað var á, að það væri norðvestan til
í Vatnajökli.
1. Mynd. Mið á
gosstöðvarnar
norðan Grímsvatna,
sem gusu í nóv,—des. 1933
Fig. 1. The eruption site
of the Nov. —Dec. 1933
Grímsvötn eruption.
Jóhannes Áskelsson fór ásamt þremur öðrum
inn á Landmannaafrétt að kvöldi 9. desember.
Þeir náðu í Landmannahelli morguninn eftir. Þeir
gengur á Loðmund og dvöldu þar frá kl. 12 á
hádegir til kl. 11 um kvöldið. Veður var bjart og
útsýni gott, en ekki urðu þeir varir neins er bent
gæti til eldgoss (Nýja Dagblaðið, 39. tbl., Morg-
unblaðið, 289. tbl.).
Hvar voru eldstöðvarnar haustið 1933?
í fyrstu var hald manna, að eldstöðvarnar væru
í Ódáðahrauni, sunnan eða austan Trölladyngju
(Morgunblaðið, 287. tbl.). Eftir ferð Steinþórs
Sigurðssonar þótti sú tilgáta ólíkleg. Eftir að
154 JÖKULL 34. ÁR