Jökull


Jökull - 01.12.1984, Blaðsíða 187

Jökull - 01.12.1984, Blaðsíða 187
af brún dalsins. Voru miklar sprungur í ísinn umhverfis þá. Staðnæmdumst við þarna skammt frá og snæddum. Dalurinn blasti allur við okkur. Botninn var marflatur eins og ísilagt stöðuvatn. Hamrabrúnin í suðri naut sín nú fyrst héðan. Smáir jöklar héngu hér og þar í snarbrattri hlíð- inni og sums staðar var svo að sjá, sem stórar spildur úr þeim hefðu hrunið niður í dalinn. Hiti var mikill og sólbráð. Runnu smáar lækjarspræn- ur niður frá jöklunum niður í dalbotninn og hurfu þar niður um sprungur. Einu sinni kvað við hár brestur og hafði þá vatn sprengt sér leið undan einum jöklinum hátt uppi í hlíðinni og stóð vatns- gusan, blönduð krapi og klaka, langt út í loftið og flóði síðan með miklum hávaða niður í dalinn. Rénaði straumurinn á skömmum tíma, en mikið hefur þetta verið meðan á því stóð. Öðru hvoru kváðu við brestir í jöklunum og einu sinni sáu þeir Franz og Sveinn stóra sprungu opnast í ein- um skriðjöklinum er hann seig fram. Héldum við nú vestur yfir dalbotninn, en það eru um 7 km yfir að SV horni dalsins. Skíðafæri var ekki gott. Þarna var gamall snjór, grófkornóttur og allmikið óhreinn. Við stefndum að felli einu, sem stóð upp úr jöklinum nálægt SV-krikanum á þeim slóðum sem vestri gígurinn var 1934. Ekki komumst við alveg að fellinu, því meðfram landinu var suðuráll um 100 m breiður. Var jarðhiti með landinu og lagði víða upp gufu. Mesta gufu lagði þó upp um sprungurnar í skrið- jöklinum sunnan fellsins. Virtist þar vera mikill hiti undir, því stöðugt kváðu þaðan við brestir og heyrðust stór ísstykki hrynja niður á vatn inni undir jöklinum. Húsháir jakar stóðu á víð og dreif upp úr ísnum við skriðjökulstungurnar og voru flestir þeirra mjög óhreinir af vikurösku. Var nú tekið að kvölda og við héldum upp skrið- jökulstungu lítið sprungna, sem féll niður af suðurbrún dalsins við SV-krikann. Var þaðan gott útsýni yfir SV-krikann, þar sem eldstólparnir voru, en gígurinn var alveg fullur af snjó og ís. Daginn eftir héldum við heim á leið. Var bjart- viðri og nokkurt frost um morguninn, en þoka kom fljótlega á Háubungu. Dvöldum við fram yfir hádegi hjá Grímsvötnum, tókum myndir og skoðuðum okkur um, en héldum síðan heim á leið sömu leið og við komum. Gekk ferðin vel framan af, sérstaklega niður brekkuna vestur af Háubungu, en um eftirmiðdaginn var snjórinn orðinn meyr vegna sólbráðar. Tjölduðum við því skammt norður af Pálsfjalli kl. 6 um eftirmiðdag- inn. Vorum við þá komnir rúmlega 20 km. Var sérstaklega gaman að fara fram hjá vörðunum, sem við byggðum á uppeftirleiðinni. Um kvöldið rigndi dálítið. Var nú ætlunin að fara snemma af stað næsta morgun. Var klukkan rúmlega 6 þegar haldið var af stað. Veður var nú aftur orðið bjart og snjórinn sléttur og frosinn framan af. Rann sleðinn sjálfkrafa á löngum köflum. Er neðar kom var landið flatara og ósléttara undir, svo við þurftum að draga sleðann. Um hádegi vorum við þó komnir niður að tjaldstæðinu gamla vestur af Hágöngum, þar sem við höfðum hætt að selflytja. Fylgdum við gömlu slóðinni alla leiðina, nema á 2—3 km spotta þar sem við týndum henni. Tjöld- uðum við þarna og elduðum, en héldum aftur af stað kl. 4 niður skriðjökulinn. Höfðum við allan farangurinn á sleðanum, enda var nú farið að léttast mikið í matarkössunum. Eftir 2 km urðum við þó að byrja á selflutningi. Bárum við nokkuð af farangrinum tæpan km, en sóttum svo það sem eftir var á sleðanum. Tjölduðum við svo og var dagleiðin orðin 24 km. Næsta dag fluttum við niður fyrir jökulinn. Bárum við dótið í tveim ferðum. Vorum við tæplega 3 tíma frá tjaldstað niður yfir jökulruðn- ingana, en vegalengdin var 7 km. Flutningurinn tók alls um 10 klst. Veður var ágætt allan daginn. Morguninn eftir þurrkuðum við svo allt dótið og bjuggum það upp á hesta, en tókum það nauðsyn- legasta í bakpoka okkar. Gengum við niður að Kálfafelli, en skildum allan aðalfarangurinn eftir. Við fórum okkur hægt á leiðinni niður eftir, skoðuðum Djúpárgljúfrið og tíndum ber, hvfld- um okkur og böðuðum. Það var eins og komið væri vor aftur eftir veturinn sem verið hafði á jöklinum. Á jöklinum höfðum við fengið stillur og bjart veður að meira eða minna leyti alla dagana nema tvo. Á þessum tíma hafði verið frekar úrkomu- samt í byggðinni og ekki séð til sólar svipað því eins mikið og á jöklinum, svo það er ekki ávallt sem veðrið er verra á Vatnajökli en annars staðar á landinu. ABSTRACT AN EXPEDITION TO GRÍMSVÖTN IN 1942 In August of 1942 four men walked on skis in ten days across Skaftárjökull via Pálsfjall, west of Háabunga to Grímsfjall. The paper describes the Grímsvötn Area, its geothermal activity, location of ice caves, ice cauldrons and waterpools at the slopes of Grímsfjall. JÖKULL 34. ÁR 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.