Jökull - 01.12.1984, Qupperneq 153
Grímsvatnagos 1933 og fleira frá því ári
HAUKUR JÓHANNESSON
Icelandic Museum of Natural History
P. O. Box 5320
Reykjavík Iceland
Við lestur dagblaða frá árinu 1933 rakst ég á
frásagnir af eldgosi, sem vart verða véfengdar.
Jóhannes Áskelsson (1936) minnist á þessar gos-
fregnir en taldi þó vafasamt að það hafi verið
raunverulegt gos. Ólafur Jónsson (1945) áleit að
gosið hafi á Dyngjuhálsi eða í jökulbrúninni
suður af honum. Sigurður Pórarinsson og Krist-
ján Sœmundsson (1979) geta um gos í Vatnajökli
1933 en staðsetning talin óviss. Ég hefi tínt allt til,
sem ég hefi fundið um gosið. Einnig læt ég fylgja
með nokkur fyrirbrigði, sem í dagblöðum þess
tíma voru talin merki um eldgos. Hér verða þau
talin í réttri tímaröð.
GOSFREGNIR ÚR DAGBLÖÐUM
Janúar 1933
Morgunblaðið (15. tbl.) skýrir svo frá, að um
kvöldið þann 17. janúar hafi menn á Akureyri
séð eldbjarma á lofti í stefnu yfir Garðsárdal. í
fréttinni segir, að hann hafi sést frá um kl. 6 til
10.30. Haft var eftir Ólafi Jónssyni, að milli leiftr-
anna hafi oft ekki liðið nema mínúta. Bjarminn
var mismunandi mikill og stundum svo sterkur,
að ský yfir dalnum ljómuðu upp, en birtu sló í
dalinn hlíða á milli. Blaðið endar fréttina á því,
að menn þar nyrðra telji, að eldur sé uppi í
Dyngjufjöllum.
í Veðurfarsbók (1933) frá Höfn í Bakkafirði
segir, að bóndinn í Kverkártungu hafi hinn 18.
janúar séð leiftur í SSV-átt allt frá kl. 18.40 til
miðnættis, er hann gekk til náða. Leiftrin voru
mismunandi björt og leið mislangt á milli þeirra,
oftast 5-10 mínútur. Út úr leiftrunum tendraði
stundum eins og smá eldgneistar. Stundum brá
þessari birtu langt upp á himininn en það hafði
verið sjaldan. Svipaða sýn sá sami maður að
kvöldi hins 20. janúar og í sömu átt.
Veðurstofan virðist hafa sent út fyrirspurn til
nærliggjandi veðurathuganastöðva og tekur at-
huganamaður á Nefbjarnarstöðum á Héraði skýrt
fram í Veðurfarsbók sinni í sama mánuði, að
þaðan hafi enginn séð eld eða nokkur merki um
eldgos.
Fyrrnefnda daga þ. e. þ. 17.-20. janúar var
nokkuð sterkur útsynningur á sunnanverðu
landinu. Fylgdi honum eldingaveður allmikið og
tilkynnt var um þrumur og eldingar frá mörgum
stöðvum þessa daga (Veðráttan 1933). Telja verð-
ur, að ljósagangur sá, sem hér að ofan er lýst, hafi
ekki stafað frá eldgosi, en líklega hafa norðlend-
ingar séð eldingar í fjarska eða rosaljós. Ólafur
Jónsson (1945) minnist ekki á þennan ljósagang
og taldi hann þó upp allt, sem einhver líkindi voru
til að tengja mætti eldvirkni.
September 1933
Morgunblaðið (120. tbl.) skýrir svo frá, að
seint í september hafi orðið vart við talsvert
öskufall í Möðrudal. Ólafur Jónsson (1945) getur
þess líka, en af orðalaginu má ráða, að vitneskju
sína hafi hann úr Morgunblaðinu. Aðrar heim-
ildir hefi ég ekki rekist á, og er því óvíst hvort
þetta á við rök að styðjast. Líklega hefur þetta
verið sandfok. Veður seinni hluta september var
oftast hægt og rigndi víða um land nema dagana
21.-26., en þá var þrálát sunnanátt og þurrt á
Norðurlandi (Veðráttan, 1933) og því ekki ósenn-
ilegt að sandur og mold hafi fokið.
Nóvember 1933
Dagana 4. og 5. nóvember er getið um öskufall
og mikið mistur á öllu Austurlandi frá Borgarfirði
allt suður að Lóni. Sagt er frá öskufallinu í mörg-
um blöðum (Nýja Dagblaðið 9. tbl., Morgunblað-
ið 259. og 260. tbl., Vísir 305. tbl., og Alþýðu-
blaðið 11. tbl.) og í Veðurfarsbók (1933).
Gleggsta lýsingu á öskufallinu er að finna í 260.
tbl. Morgunblaðsins.
JÖKULL 34. ÁR 151