Jökull


Jökull - 01.12.1984, Side 153

Jökull - 01.12.1984, Side 153
Grímsvatnagos 1933 og fleira frá því ári HAUKUR JÓHANNESSON Icelandic Museum of Natural History P. O. Box 5320 Reykjavík Iceland Við lestur dagblaða frá árinu 1933 rakst ég á frásagnir af eldgosi, sem vart verða véfengdar. Jóhannes Áskelsson (1936) minnist á þessar gos- fregnir en taldi þó vafasamt að það hafi verið raunverulegt gos. Ólafur Jónsson (1945) áleit að gosið hafi á Dyngjuhálsi eða í jökulbrúninni suður af honum. Sigurður Pórarinsson og Krist- ján Sœmundsson (1979) geta um gos í Vatnajökli 1933 en staðsetning talin óviss. Ég hefi tínt allt til, sem ég hefi fundið um gosið. Einnig læt ég fylgja með nokkur fyrirbrigði, sem í dagblöðum þess tíma voru talin merki um eldgos. Hér verða þau talin í réttri tímaröð. GOSFREGNIR ÚR DAGBLÖÐUM Janúar 1933 Morgunblaðið (15. tbl.) skýrir svo frá, að um kvöldið þann 17. janúar hafi menn á Akureyri séð eldbjarma á lofti í stefnu yfir Garðsárdal. í fréttinni segir, að hann hafi sést frá um kl. 6 til 10.30. Haft var eftir Ólafi Jónssyni, að milli leiftr- anna hafi oft ekki liðið nema mínúta. Bjarminn var mismunandi mikill og stundum svo sterkur, að ský yfir dalnum ljómuðu upp, en birtu sló í dalinn hlíða á milli. Blaðið endar fréttina á því, að menn þar nyrðra telji, að eldur sé uppi í Dyngjufjöllum. í Veðurfarsbók (1933) frá Höfn í Bakkafirði segir, að bóndinn í Kverkártungu hafi hinn 18. janúar séð leiftur í SSV-átt allt frá kl. 18.40 til miðnættis, er hann gekk til náða. Leiftrin voru mismunandi björt og leið mislangt á milli þeirra, oftast 5-10 mínútur. Út úr leiftrunum tendraði stundum eins og smá eldgneistar. Stundum brá þessari birtu langt upp á himininn en það hafði verið sjaldan. Svipaða sýn sá sami maður að kvöldi hins 20. janúar og í sömu átt. Veðurstofan virðist hafa sent út fyrirspurn til nærliggjandi veðurathuganastöðva og tekur at- huganamaður á Nefbjarnarstöðum á Héraði skýrt fram í Veðurfarsbók sinni í sama mánuði, að þaðan hafi enginn séð eld eða nokkur merki um eldgos. Fyrrnefnda daga þ. e. þ. 17.-20. janúar var nokkuð sterkur útsynningur á sunnanverðu landinu. Fylgdi honum eldingaveður allmikið og tilkynnt var um þrumur og eldingar frá mörgum stöðvum þessa daga (Veðráttan 1933). Telja verð- ur, að ljósagangur sá, sem hér að ofan er lýst, hafi ekki stafað frá eldgosi, en líklega hafa norðlend- ingar séð eldingar í fjarska eða rosaljós. Ólafur Jónsson (1945) minnist ekki á þennan ljósagang og taldi hann þó upp allt, sem einhver líkindi voru til að tengja mætti eldvirkni. September 1933 Morgunblaðið (120. tbl.) skýrir svo frá, að seint í september hafi orðið vart við talsvert öskufall í Möðrudal. Ólafur Jónsson (1945) getur þess líka, en af orðalaginu má ráða, að vitneskju sína hafi hann úr Morgunblaðinu. Aðrar heim- ildir hefi ég ekki rekist á, og er því óvíst hvort þetta á við rök að styðjast. Líklega hefur þetta verið sandfok. Veður seinni hluta september var oftast hægt og rigndi víða um land nema dagana 21.-26., en þá var þrálát sunnanátt og þurrt á Norðurlandi (Veðráttan, 1933) og því ekki ósenn- ilegt að sandur og mold hafi fokið. Nóvember 1933 Dagana 4. og 5. nóvember er getið um öskufall og mikið mistur á öllu Austurlandi frá Borgarfirði allt suður að Lóni. Sagt er frá öskufallinu í mörg- um blöðum (Nýja Dagblaðið 9. tbl., Morgunblað- ið 259. og 260. tbl., Vísir 305. tbl., og Alþýðu- blaðið 11. tbl.) og í Veðurfarsbók (1933). Gleggsta lýsingu á öskufallinu er að finna í 260. tbl. Morgunblaðsins. JÖKULL 34. ÁR 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.