Jökull - 01.12.1984, Blaðsíða 192
Skýrsla stjórnar Jöklarannsóknafélags íslands 1982
FRÁ RANNSÓKNARNEFND
(Formaður nefndarinnar er Helgi Björnsson)
VORFERÐ JÖRFA var farin 4.-13. júní 1982.
Fararstjóri Gunnar Guðmundsson. Þátttakendur
14, að auki bættust snjósleðamenn í hópinn. Hæð
vatnsborðs í Grímsvötnum mældist um 1392 m
hinn 6. júní. Þau hafa sigið um aðeins 50 m í
Grímsvatnahlaupinu sem hófst í lok janúar. Það
náði hámarki 12. febrúar, um 2000 m3/s. Heildar-
vatnsmagn 1,5 km3 (mælt af Vatnamælingum
OS). Hinn 3. mars gaf til flugs yfir Grímsvötn,
kom þá í ljós að þau voru aðeins hálfsigin (H.
Björnsson).
Snið mœld. Sniðin þrjú voru bæði hæðarmæld
og þykktarmæld. 1. Nýjafellslína, 2. Kerlingar —
Pálsfjall og 3. Grímsfjall — Kverkfjöll. Hæðar-
mælingin var gerð með mjög nákvæmum lofthæð-
armæli, sem skráði á segulband á 40 m bili. Mælt
var báðar leiðir og er nákvæmni talin ± 2 m og er
það nægilegt til þess að fylgjast með langtíma-
breytingum á hæð jökulsins. Nýjafellslínan verð-
ur stöðugt brattari og virðist því stefna á fram-
hlaup Tungnaárjökuls.
í vorferðinni var sett upp rafstöð á Grímsfjalli í
gufuauga við opin niður í íshellana og knýr hún
1W senditæki á 469.950 MHz tíðni, sem sendir
skjálftamælingar, loftþrýsting og hitastig niður á
Skeiðarársand. Þaðan er gögnunum endurvarpað
heim til Ragnars í Skaftafelli. Umsjón með þessu
starfi hafði Jón Sveinsson raftæknifræðingur á
Raunvísindastofnun, en Eggert V. Briem var
primus motor. Rafstöðin brotnaði í lok septem-
ber, en öruggar gagnasendingar komu frá stöðinni
á hálftíma fresti til loka maí 1983.
Vorið 1982 vann leiðangur (H. Björnsson) á
vegum Landsvirkjunar og Raunvísindastofnunar
að könnun á landi undir Köldukvíslarjökli.
Vatnasvið Köldukvíslarjökuls reyndist 323 km2.
Sylgjujökull 85 km2, Tungnárjökull 121 km2. Arið
1981 var Eyjabakkajökull mældur, 130 km2.
Haustið 1982 voru 43 jökultungur mœldar.
Jökuljaðar sýndi framskrið á 22 stöðum, hélst
óbreyttur á þremur stöðum, en hafði hopað á 18
stöðum. Niðurstaðan er þessi: Ef svo gengur sem
horfir er stutt í það að mæliniðurstöður staðfesti
vöxt jökla hér á landi.
í lok ágústmánaðar 1982 huldi snæhetta síðasta
vetrar jöklana óvenjulangt niður eftir, sýnir það
hvert stefnir. Einkum var snjór síðasta vetrar
mikill á vestanverðu landinu, t.d. var Dranga-
jökull hulinn drifhvítum vetrarsnjó, sömu sögu er
að segja af Snæfellsjökli. Verður gefið út í Jökli
1983 (S. Rist).
Skaftárhlaup hófst 5. janúar 1982, mælt af
Vatnamælingum OS. Flogið var yfir jökulinn og
sást (H. Bj.) að hlaupvatnið kom úr eystra sig-
katlinum.
JÖKULL 1981 kom út á árinu. Afmælis- og
minningarit 1982 og 1983 eru í prentun, alls 30
greinar.
BÍLAR. Gosi seldur fyrir 15 þúsund. Jökull 1
(Bombardier) er í Jökulheimum. Gunnar Guð-
mundsson er formaður bflanefndar.
SKÁLAR FÉLAGSINS hafa verið töluvert not-
aðir á árinu, einkum skálarnir í Esjufjöllum,
Kverkfjöllum og skálinn við Fjallkirkjuna á
Langjökli.
Ráðgert er að setja tvöfalt gler í skálana í
Jökulheimum. Einnig er í ráði að lengja bíla-
skemmuna, svo að hún sé tilbúin ef bifreiðaeignin
eykst. Stefán Bjarnason er formaður skála-
nefndar.
SKEMMTINEFNDIN sá um árshátíð með mikl-
um ágætum. Formaður Soffía Vernharðsdóttir.
FJÁRMÁL. Árgjald (1983) hefur verið ákveðið
kr. 250,- hækkun úr kr. 150,-.
RÁÐSTEFNA. í ráði er að halda hér alþjóðlega
ráðstefnu á vegum International Glaciological
Society 26.-29. ágúst 1985. Ráðstefnunni er ætl-
að að fjalla um „Mapping of snow and ice“. Gert
er ráð fyrir 150 erlendum þátttakendum.
Allir hinir ötulu og ósérplægnu sjálfboðaliðar
Jöklarannsóknafélagsins eiga þakkir skildar.
S. Rist
190 JÖKULL 34. ÁR