Jökull - 01.12.1984, Qupperneq 178
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
ABSTRACT
Glacier variations were recorded at 42 locati-
ons, 22 tongues showed advance, 5 were station-
ary and 17 tongues retreated. The summer was
cold and the melting season extremely short, with
resulting great net accumulation. Steep and short
glaciers advanced.
Haustið 1983 var jökuljaðar mældur á 42 stöð-
um. Jökuljaðar færðist fram á 20 stöðum, hélst
óbreyttur á 5 stöðum, en hafði hopað á 17 stöð-
um. Samanlagt hafði jökuljaðar færst fram um
966 m en hopað samtals um 1325 m. Hér ber að
athuga að aðalhopið er bráðnun framan af þrem-
ur framhlaupsjöklum þ.e. Brúarjökli, Síðujökli
og Tungnaárjökli, sem liggja hreyfingarlausir eða
a.m.k. hreyfingarlitlir árum saman milli hlaupa.
Hop þeirra er samtals 1171 m, þarna er um að
ræða hop Brúarjökuls síðastliðinna sex ára og
Síðujökuls í þrjú ár.
Engin stórstíg og áberandi framhlaup jökla
áttu sér stað á árinu, allt bíður síns tíma, en
snjósöfnun mun hafa verð töluverð, þótt tölulegu
mati verði vart við komið. Fjöldi jökla sem á
stutta leið hefur gengið fram.
Veturinn 1982/83 var snjóþungur norðvestan-
lands. Pað voraði seint. Leysing á hálendi hófst
ekki fyrr en um miðjan júní. Sumarið var afar
kalt og leysing lítil. Ef mánuðurnir júní, júlí og
ágúst eru teknir sem eitt tímabil er ’83 skv. bráða-
birgða mati Veðurstofu eitt af fjórum köldustu
slíkum tímabilum síðustu hundrað ár. Að hausti
1983 huldi snæhetta síðasta vetrar jöklana óvenju
langt niður eftir, til muna lengra en árið áður.
Á Vesturlandi og Norðurlandi hafa jöklar
aukist. Víða er jökuljaðar frá hausti ‘82 á kafi
undir vetrarsnjónum (‘82/‘83) og nýsnævi (ath.
nýsnævi er snjór frá hausti 1983). Jöklar á
miðhálendinu munu einnig hafa safnað á sig veru-
legum snjó umfram leysingu. Líkur benda til að
búskapur jökla austanlands hafi einnig verið já-
kvæður, ekki er unnt að staðhæfa tölulega um
það.
SNÆFELLSJÖKULL
Hallsteinn Haraldsson tekur fram: Á Jökul-
hálsi er „framskriðið" fyrst og fremst snjór frá
síðustu þremur vetrum. Snjór frá síðasta vetri
hylur allan jökulinn. Hyrningsjökull hefur
þykknað og jökultotan breikkað til beggja hliða.
KALDALÓNSJÖKULL
Indriði sonur Aðalsteins Jóhannssonar hefur
tekið við mælingunni í Kaldalóni af föður sínum.
Indriði tekur fram: Síðasti vetur (þ.e. veturinn
‘82/‘83) frá jólum var tvímælalaust hinn snjó-
þyngsti og veðraversti sem elstu karlar muna, og
vorið fór alveg hjá garði hér um slóðir. Um
sumarsólstöður, 21. júní, var girt hér ofaná 250 m
löngum skafli til að loka túni. Úr því fór heldur
að hlýna. Hinn 3. júlí var snjór ekki lengur til
fyrirstöðu og hægt að ljúka lagfæringum á girð-
ingum. Á Snæfjallaströnd var ekki hægt að bera á
síðustu spildurnar fyrr en um verslunarmanna-
helgi vegna snjóa. Júlí var kaldur og úrkoma alla
sólarhringa nema tvo og í ágúst til höfuðdags kom
einn góður þurrkdagur og flæsa í aðra tvo. Með
höfuðdegi gerði skaplega heyskapartíð, en þá
hófust næturfrost mikil og tíð.
Ber spruttu ekki til nytja né garðávextir og
hvönn þroskaði ekki fræ. Dilkar hér voru afar
vænir, 18 kg að meðaltali, eru þó tveir af hverjum
þremur tvílembingar.
Jökullinn er alþakinn snævi síðasta vetrar og
hvergi sést þar í gamlan ís nema rétt við sporðinn.
LEIRUFJARÐARJÖKULL
Sólberg Jónsson tekur fram: Vetrarsnjórinn
hylur enn (nú 10. sept.) allan jökulinn. Snjór
hefur aldrei verið meiri í Leirufirði á þessum tíma
árs síðan ég fór að vera þar, þ.e.a.s. s.l. 21 ár. I
fyrra var metár snjóalaga, snjórinn er þó meiri
nú. Mikil og breið snjóbrú er á ánni neðan við
jökulsporðinn. Veturinn var sérlega snjóþungur,
elstu menn muna ekki meiri vetrarsnjó en var s.l.
vetur.
Ekkert fór að leysa að gagni fyrr en um miðjan
júní. Leysingin var hæg, því að sumarið hefur
verið sérlega kalt og svo var það vætusamt.
Jökuljaðarinn er á kafi í snjó, og ógerlegt að
átta sig á hvað hann sjálfur hefur nákvæmlega
skriðið fram. Hjarnskafl nær 380 m út fyrir stöðu
jökuljaðars eins og hún var haustið 1982.
REYKJAFJARÐARJÖKULL
Guðfinnur Jakobsson tekur fram: Það voraði
seint. Meiri snjór var til fjalla en undanfarin ár.
Það var ekki fyrr en 22. júní, sem fyrst sást
skollitur á jökulánni. Upp úr vetrarsnjónum tók
að ydda á dökka bletti neðarlega á jökulsporðin-
176 JÖKULL 34. ÁR