Jökull


Jökull - 01.12.1984, Page 193

Jökull - 01.12.1984, Page 193
Skýrsla stjórnar Jöklarannsóknafélags Islands 1983 Síðasti aðalfundur á undan þessum var hér á sama stað 24. mars 1983. Að loknum aðalfundar- störfum minntust Pórarinn Guðnason og Magnús Jóhannsson nýlátins formanns Sigurðar Þórarins- sonar. Markverðasta verkefnið, sem unnið var á sviði jöklarannsókna á árinu 1983 var tvímælalaust þykktarmæling Hofsjökuls. Landsvirkjun stóð að og bar uppi kostnaðinn af sex vikna leiðangri á jökulinn í apríl/maí. Land var kannað með íssjá Raunvísindastofnunar. Helgi Björnsson var leið- angursstjóri og þátttakendur allir félagar í Jökla- rannsóknafélagi íslands. Önnur starfsemi sem vakti verðskuldaða at- hygli og við fögnuðum vel var uppsetning varma- rafstöðvar á Grímsfjalli og jafnframt stöðvar sjálfvirkra rannsóknartækja. Hið þýðingarmesta í sambandi við stöð sem þessa er að geta fylgst með atburðum um leið og þeir gerast. í raun hófst þessi framkvæmd 1981 er Eggert V. Briem ákvað að styrkja fjárhagslega byggingu stöðvarinnar. Hugum nú að vorverkum. Hinn 29. maí sást úr flugvélum að smágos var hafið í Grímsvötnum og jarðskjálftamælar sýndu óróa. Aftur og aftur varð að fresta brottfarardegi vorleiðangurs vegna snjóa á leiðinni til Jökulheima. Loks 17. júní var Iagt upp, alls tóku 33 þátt í ferðinni sem stóð í 10 daga, 4 snjóbílar og 7 vélsleðar. Starfsmenn Orkustofnunar boruðu tvær borholur í Gríms- fjalli eystra, 15 og 27 m djúpar, aðalgufuinn- streymi var á 9 m dýpi. Settur var upp hallamælir á vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Vatns- borð Grímsvatna í 1405 m hæð 20. júní 1983. Vetrarákoma mældist 485 cm, vatnsgildi 2350 mm. Gunnar Guðmundsson var fararstjóri. Farin var haustferð á Grímsfjall einbíla á Jökli fyrsta (Bombardier). Gunnar ók, þá var varma- rafstöðin sett upp 15. okt. ’83. Hún framleiðir 750 mA við 12 V. Jón Sveinsson, Raunvísindastofn- un, hafði veg og vanda af því. Þeir félagar hrepptu veður hörð og sigldu um jökulinn eftir lóranmiðun, náðu heilir aftur til Jökulheima. Fjarskiptastöðin á Grímsfjalli sendir suður á Skeiðarársand, sjónlína, stuttbylgjusending. Þar er endurvarpsstöð til Skaftafells. í Skaftafelli er einfaldur sjálfvirkur búnaður til að skrá mæligögn á segulband. Þetta voru fréttir af rannsóknanefnd og bílanefnd (formenn eru Helgi Björnsson og Gunnar Guðmundsson). Ferðanefnd (formaður Pétur Porleifsson) ráð- gerði sumarferð í Þverbrekkumúla og Kirkjuból (skála). Hinar alkunnu sumarrigningar 1983 komu í veg fyrir að sú för væri farin. Að nokkru var hún bætt upp með ferð á Sólheimajökul 19. og 20. nóv. Fararstjóri Einar Gunnlaugsson. Jökulheimaferð 9. —11. sept., 28 manns. Farar- stjóri Björn Indriðason. Mælingaferð og tekið til höndum heima við skála og bílaskemmu. Skálanefnd (formaður Stefán Bjarnason). Skipt var um gler í báðum húsunum í Jökul- heimum, sett tvöfalt gler. Ennfremur ný borð og ný koja í nýrra húsið. Á prjónunum hjá þeim er að breyta innréttingu í gamla skálanum á sumri komanda, einangra og þilja. Fræðslu og skemmtifundir voru þrír. Vorfundur 5. maí ’83. Ari Trausti sagði frá Ölpunum og sýndi myndir. Hafliði Jónsson: Snjóflóð vetrarins 1982/83. S. Rist: Fréttir frá félaginu og starfsnefndir. Magnús Hallgrímsson: Snjóflóð og snjóflóðavarnir, 55 manns. Haustfundur 20. okt. ’83. Helgi Björnsson: Leit að flugvélum frá 1942 í Grænlandsísnum. S. Rist: Jöklamælingar haustið 1983. Vilhjálmur Knudsen: Kvikmynd, söguleg heimildarmynd um vorferðina 1983. Miðsvetrarfundur 26. janúar ’84. Hann var til- kynntur félagsmönnum með fréttabréfi, sem Ein- ar Gunnlaugsson sér um. Jón Sveinsson: Rann- sóknastöðin á Grímsfjalli. Björn Rúriksson: Flugmyndir af jöklum. Valdimar Valdimarsson: Skíðaganga um þveran Vatnajökul sumarið 1983. Allir voru fundirnir að Hótel Hofi, húsfyllir var á tveim þeim síðari eða um 120 manns. Skemmtinefnd. Árshátíðin var að Snorrabæ 12. nóv. Veislustjóri Sveinbjörn Björnsson, borð- ræðu flutti Ari Trausti Guðmundsson. Á Orku- stofnun höfðu Inga Kaldal og Kristjana Eyþórs- dóttir safnað meðal nokkurra vina og samferða- manna Sigurðar Þórarinssonar smáfjárupphæð til kaupa á tæki til minningar um Sigurð. Samskotin nægðu fyrir handhægu snjómælitæki. Áhalda- verði Stefáni Bjarnasyni var afhent tækið og hafði það til sýnis meðal þeirra sem vildu láta hugann hvarfla að snjó- og jöklaferðum. JÖKULL 34. ÁR 191
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.