Jökull - 01.12.1984, Side 193
Skýrsla stjórnar Jöklarannsóknafélags Islands 1983
Síðasti aðalfundur á undan þessum var hér á
sama stað 24. mars 1983. Að loknum aðalfundar-
störfum minntust Pórarinn Guðnason og Magnús
Jóhannsson nýlátins formanns Sigurðar Þórarins-
sonar.
Markverðasta verkefnið, sem unnið var á sviði
jöklarannsókna á árinu 1983 var tvímælalaust
þykktarmæling Hofsjökuls. Landsvirkjun stóð að
og bar uppi kostnaðinn af sex vikna leiðangri á
jökulinn í apríl/maí. Land var kannað með íssjá
Raunvísindastofnunar. Helgi Björnsson var leið-
angursstjóri og þátttakendur allir félagar í Jökla-
rannsóknafélagi íslands.
Önnur starfsemi sem vakti verðskuldaða at-
hygli og við fögnuðum vel var uppsetning varma-
rafstöðvar á Grímsfjalli og jafnframt stöðvar
sjálfvirkra rannsóknartækja. Hið þýðingarmesta í
sambandi við stöð sem þessa er að geta fylgst með
atburðum um leið og þeir gerast. í raun hófst
þessi framkvæmd 1981 er Eggert V. Briem ákvað
að styrkja fjárhagslega byggingu stöðvarinnar.
Hugum nú að vorverkum. Hinn 29. maí sást úr
flugvélum að smágos var hafið í Grímsvötnum og
jarðskjálftamælar sýndu óróa. Aftur og aftur
varð að fresta brottfarardegi vorleiðangurs vegna
snjóa á leiðinni til Jökulheima. Loks 17. júní var
Iagt upp, alls tóku 33 þátt í ferðinni sem stóð í 10
daga, 4 snjóbílar og 7 vélsleðar. Starfsmenn
Orkustofnunar boruðu tvær borholur í Gríms-
fjalli eystra, 15 og 27 m djúpar, aðalgufuinn-
streymi var á 9 m dýpi. Settur var upp hallamælir
á vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Vatns-
borð Grímsvatna í 1405 m hæð 20. júní 1983.
Vetrarákoma mældist 485 cm, vatnsgildi 2350
mm. Gunnar Guðmundsson var fararstjóri.
Farin var haustferð á Grímsfjall einbíla á Jökli
fyrsta (Bombardier). Gunnar ók, þá var varma-
rafstöðin sett upp 15. okt. ’83. Hún framleiðir 750
mA við 12 V. Jón Sveinsson, Raunvísindastofn-
un, hafði veg og vanda af því. Þeir félagar
hrepptu veður hörð og sigldu um jökulinn eftir
lóranmiðun, náðu heilir aftur til Jökulheima.
Fjarskiptastöðin á Grímsfjalli sendir suður á
Skeiðarársand, sjónlína, stuttbylgjusending. Þar
er endurvarpsstöð til Skaftafells. í Skaftafelli er
einfaldur sjálfvirkur búnaður til að skrá mæligögn
á segulband. Þetta voru fréttir af rannsóknanefnd
og bílanefnd (formenn eru Helgi Björnsson og
Gunnar Guðmundsson).
Ferðanefnd (formaður Pétur Porleifsson) ráð-
gerði sumarferð í Þverbrekkumúla og Kirkjuból
(skála). Hinar alkunnu sumarrigningar 1983
komu í veg fyrir að sú för væri farin. Að nokkru
var hún bætt upp með ferð á Sólheimajökul 19.
og 20. nóv. Fararstjóri Einar Gunnlaugsson.
Jökulheimaferð 9. —11. sept., 28 manns. Farar-
stjóri Björn Indriðason. Mælingaferð og tekið til
höndum heima við skála og bílaskemmu.
Skálanefnd (formaður Stefán Bjarnason).
Skipt var um gler í báðum húsunum í Jökul-
heimum, sett tvöfalt gler. Ennfremur ný borð og
ný koja í nýrra húsið. Á prjónunum hjá þeim er
að breyta innréttingu í gamla skálanum á sumri
komanda, einangra og þilja.
Fræðslu og skemmtifundir voru þrír.
Vorfundur 5. maí ’83. Ari Trausti sagði frá
Ölpunum og sýndi myndir. Hafliði Jónsson:
Snjóflóð vetrarins 1982/83. S. Rist: Fréttir frá
félaginu og starfsnefndir. Magnús Hallgrímsson:
Snjóflóð og snjóflóðavarnir, 55 manns.
Haustfundur 20. okt. ’83. Helgi Björnsson:
Leit að flugvélum frá 1942 í Grænlandsísnum. S.
Rist: Jöklamælingar haustið 1983. Vilhjálmur
Knudsen: Kvikmynd, söguleg heimildarmynd um
vorferðina 1983.
Miðsvetrarfundur 26. janúar ’84. Hann var til-
kynntur félagsmönnum með fréttabréfi, sem Ein-
ar Gunnlaugsson sér um. Jón Sveinsson: Rann-
sóknastöðin á Grímsfjalli. Björn Rúriksson:
Flugmyndir af jöklum. Valdimar Valdimarsson:
Skíðaganga um þveran Vatnajökul sumarið 1983.
Allir voru fundirnir að Hótel Hofi, húsfyllir var
á tveim þeim síðari eða um 120 manns.
Skemmtinefnd. Árshátíðin var að Snorrabæ 12.
nóv. Veislustjóri Sveinbjörn Björnsson, borð-
ræðu flutti Ari Trausti Guðmundsson. Á Orku-
stofnun höfðu Inga Kaldal og Kristjana Eyþórs-
dóttir safnað meðal nokkurra vina og samferða-
manna Sigurðar Þórarinssonar smáfjárupphæð til
kaupa á tæki til minningar um Sigurð. Samskotin
nægðu fyrir handhægu snjómælitæki. Áhalda-
verði Stefáni Bjarnasyni var afhent tækið og hafði
það til sýnis meðal þeirra sem vildu láta hugann
hvarfla að snjó- og jöklaferðum.
JÖKULL 34. ÁR 191