Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 31
Með hliðsjón af landmótun jökla má draga fram eftirfar-
andi atburðarás: Jökull, er náði út fyrir núverandi
strönd, skildi eftir þykkan jökulruðning. Við hörfun
jökulsins gekk sjór yfir ruðninginn, og sjávarsilt byrjaði
að hlaðast upp. Sjávarstaða var a.m.k. 8 m yfir núver-
andi sjávarmáli. Síðar gekk jökullinn fram á ný, og lagði
af sér um 5 m þykkan jökulruðning áður en hann
hörfaði og hvarf. Við leysingu jökulsins var sjávarstaða
26-27 m hærri en nú. í kjölfar jökulleysingarinnar reis
landið hratt, og ár- og/eða vatnaset hlóðst upp á láglendi
Hælavíkur. Stuttu eftir að jökla leysti féll þykkt lag af
basískri gjósku í Haelavík. (12. mynd). Mögulega má
finna þetta gjóskulag víðar á Vestfjörðum, og ef til vill
aldursgreina það. Opnaðist þá möguleiki að fá hlutstætt
timatal fyrir síðjökultíma- nútíma á Hornströndum.
Ummerki um framrás jökla á síðjökultíma finnast einn-
>g í Hlöðuvík og Aðalvík, og út frá jarðlagaskipan,
jöklalandmótun og afstöðu jökulmenja til sjávarstöðu
er sennilegt að síðasta jökulframrás á síðjökultíma hafi
átt sér stað á Búðatíma (Yngre Dryas).
Á Litlu ísöldinni mynduðust jöklar í 7 til 10 hvilftum
á norðurhluta Hornstranda (13. mynd). Jöklunarmörk
voru dálítið mismunandi eftir legu hvilftanna, á bilinu
300 m til 500 m, en sumir jöklanna gengu fram úr
skálum sínum allt að 150 m niður fyrir hvilftarbotninn.
Við gerðum tilraun til að meta hvenær hámarksút-
breiðsla jökla varð á Hornströndum á Litlu ísöld með
fléttumælingum (Lichenometry) á jökulgörðum í Fann-
arlág (7., 13., 14. og 15. mynd) í Hælavík. Niðurstöður
okkar benda til að hámarksútbreiðsla jökulsins þar hafi
verið um 1860 e. Kr., ef til vill litlu fyrr. Hörfunarhraða
jökulsins áætluðum við allt að 30 m á ári, en hann var
horfinn um 1920. Flatarmál jökla á Litlu ísöld á norður-
hluta Hornstranda var 8—10 km2. Nú eru jöklar í fjórum
hvilftum, alls 1.0—1.5 km2 að flatarmáli.
Á 17. mynd eru dregnar saman niðurstöður okkar
hvað varðar jöklunarsögu og sjávarstöðubreytingar á
Hornströndum. Við teljum okkur hafa fundið merki um
að sjávarstaða á Hornströndum fari hækkandi. Það lýsir
sér í ágangi sjávar á ströndina (16. mynd).
Við ætlum okkur að vinna áfram að rannsóknum á
Hælavíkurgjóskunni og freista þess að tengja hana við
þekkt gjóskulög í úthafskjörnum og á Islandi.
JÖKULL 35. ÁR 29