Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 116
ATHUGASEMDIR OG
VIÐAUKAR
ABSTRACT
Glacier variations were recorded at 44 locations, 22
tongues showed advance, 4 were stationary and 18 ton-
gues retreated.
In the end ofwinter 1983184 the snoW pack in the south
and southwestern part of Iceland was above average in
the mountains but totally absent in the lowlands areas. In
the north and east relatively little snow. Marked rise in
temperature as compared to previous 5-7 years, espe-
cially warm summer months in the north and east, rainy
in the south-west, south-west winds prevailing.
Great ablation on glaciers, extremely high on glaciers
areas to the north-east of a hypothetical line between
Isafjarðardjúp and Örœfajökull.
Haustið 1984 voru jökuljaðrar mældir á 44 stöðum. Á
mælingaárinu höfðu sporðar færst fram á 22 stöðum,
haldist óbreyttir á 4 stöðum, en hopað á 18 stöðum.
Samanlagt er mælt framskrið 801 m en hop 492 m, veita
ber því athygli að þessar heildartölur þurfa athuga-
semda við ef nýta á þær til að sýna þróunina milli ára,
kemur þar margt til. T.d. er tímabilið milli mælinga við
suma mælistaðina meira en eitt ár o.s.frv. í greininni um
lengdarmælingarnar í Jökli fyrir ári síðan ræddi ég um
framhlaupsjökla, sem framhald af því skal vikið að
Hagafellsjöklum, þeir hlupu 1980. Haustið 1982 mældist
hop þeirra 30 m á tveimur árum. Síðan hefur lengdar-
breyting ekki verið mæld. Jaðrar þeirra hafa verið frem-
ur óhrjálegir og hurfu að nokkru undir fönn. Nú er að
myndast sléttur og sleiktur hopjaðar, aðeins að norð-
austan er stál þar sem jökulinn hefur gengið út í Haga-
vatn. Mun að líkindum mælast við Hagafellsjökla veru-
legt hop, hop þriggja ára, að hausti 1985.
Aðalatriðið er að á hinum köldu árum undanfarið
hafa stuttir og brattir jöklar gengið fram, þeir eru fljótir
að taka við sér, hafa skamman viðbragðstíma eins og
kallað er. Hinir löngu og flötu meginjöklar héldu
stöðugt áfram að hopa, að vísu mældist undanhald
þeirra flestra minna og minna með hverju árinu. Og nú
sýna meginjöklar framskrið, sem áður hafa hopað, eins
og t.d. Skeiðarárjökull, sjá töfluna. Löngu og þykku
skriðjöklarnir hafa af eðlilegum ástæðum langan við-
bragðstíma.
Hefur Skeiðarárjökull lagað sig að hinu hlýja veður-
fari eftir 1920 ? Og fer framskriðs nú að gæta sem
einskonar viðbragðssvörunar sem rekja má aftur til
hafís- og kaláranna eftir 1964 eða hvað ? Fyrsta skrefið
er að komast að raun um viðbragðstíma skriðjökulsins,
þá eru svörin fengin.
Hér er ástæða til að huga að andstæðum. Á árinu
1984 tók veðurfarið stakkaskiptum, hvað leysingu á
jöklum áhrærir, sumurin 1983 og 1984 voru þar gjörólík.
Jökulár voru rýrar 1983 og þá var jafnframt snjósöfnun
milli ára í hálendi, einkum vestanlands og á Norður-
landi, en sumarið 1984 voru jökulár í foráttu. Á jöklum
leysti þá margra ára snjó og urðu jöklar blakkir lengra
upp en þeir hafa verið til fjölda ára, á stöku stað jafnvel
lengra upp en vitað var um áður. Ef nánar er á þetta
litið má rekja þessi þáttaskil til febrúarmánaðar 1984,
því að í þeim mánuði og annað veifið út veturinn komu
hlákukaflar. Það gerðist til tíðinda 1984 að árshitinn var
hærri á Akureyri en í Reykjavík, 4,2 gráður á móti 4,0
gráðum, það er algjör nýlunda. Norðausturland var
baðað í sól og suðvestanátt um sumarið, en sunnan- og
vestanlands voru þrálátar rigningar. Sumarið 1984 var
eitt hið mesta leysingasumar á jöklum sem komið hefur
og um er vitað. Leysingin í sumar hefur þó eigi verið
næg til að gera framskriðsbylgju köldu áranna að engu.
Hjarnskafla frá undanförnu köldu árunum leysti drjúg-
um. Leifar þeirra leynast þó enn víða í giljum norðan-
og vestanlands.
Einkum var leysingin mikil á öllum jökulsvæðum
norðaustan við línu sem má hugsa sér dregna frá ísa-
fjarðardjúpi til Örœfajökuls.
Gera má ráð fyrir að á komandi árum skríði jökul-
tungur fram og þar megi merkja áhrif köldu áranna sjö
(‘77-‘83), einkum mun þetta áhræra stutta jökla strax,
en þykka og langa jökla síðar. Ei má þó gleyma atriði
sem gengur hér þvert í mót. En það er að vart þarf
meira í viðbót en eitt ámóta leysingasumar eins og 1984
var til að þurrka út leifarnar af afkomu köldu áranna.
Þessi fullyrðing er örugglega rétt fyrir Norðurland og
Austurland. Gagnvart hájöklum suðvestan og sunnan-
lands eins og Snæfellsjökli og Eyjafjallajökli varð annað
uppi á teningnum, sumarið 1984 var þar ekkert sérstakt
leysingasumar en ákoman á árinu var þar allmikil.
Hver er þá framvinda jökla á íslandi, munu þeir vaxa
eða minnka ? Búskapur jöklanna er að mestu háður því
hvort má sín meira, suðrænn varmi eða norðansvali. Þá
er komið að aðalatriðinu. Hvar munu brautir lægða
liggja á komandi árum ? Er unnt að svara því ? Það
gildir hið sama varðandi búskap jökla og langtímaspár
(hálfs eða eins árs) um vatnsbúskap landsins, að svör við
eftirfarandi atriðum þurfa að liggja fyrir áður en reynt
er að setja fram marktæka spá.
1) Hvar munu brautir lægða liggja, norðan eða sunnan
við land, að sumri og að vetri ?
2) Hvernig munu háloftastraumar liggja, vestlægir eða
114 JÖKULL 35. ÁR