Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 100
Mynd 1. Jan Mayen. Gosstöðvarnar 1985 eru sýndar
með stjörnu og byggðin með hring. Hæðar- og dýpt-
arlínur sýna 500, 1000, 1500 og 2000 metra. - Fig. 1.
The eruption site 1985 is shown by an asterisk and the
station by a circle. Height and depth contours show 500,
1000, 1500 and 2000 meters.
gjallgíga en móberg myndað í sjó kemur allvíða fyrir.
Bergið er kalíríkt alkalískt og spannar samsetningarröð
frá ankaramítum til trakýta (sjá Imsland, 1984). Ank-
aramít og Mg rík basölt eru algengust á norðanverðri
eynni en þróaðri basölt á suðurhlutanum. Þar finnast
einnig þróuðustu bergtegundirnar, tristanít og trakýt.
Á Norðureynni er eldkeilan Beerenberg, 2277 m hátt
reglulegt fjall, að mestu hulið jökli. Það er gert úr
ankaramítum og basöltum, mestmegnis hraunlögum og
móbergshrúgöldum. í toppi þess er mikill gígur, um 1
km í þvermál. Er hann opinn til vesturs og fæðir mesta
skriðjökul eyjunnar. Suðureyjan er fjallgarður, gerður
að mestu úr hraunum, móbergi og gjallgígum og ná
fjallatoppar upp undir 770 m hæð. Eru flestir topparnir
gjallgígar og trakýtgúlar. Hraun hafa runnð út af þess-
um fjallgarði og myndað láglendiskraga með ströndinni,
einkum vestanvert á eynni. Norður- og Suðureyjan
tengjast með mjóum og lágum fjallarana, sem svipar til
Suðureyjunnar að byggingu.
Árið 1970 gaus í NA-hlíðum Beerenberg og er það
fyrsta gosið á eynni, sem öruggar sagnir fara af. í
frásögnum sæfarenda á fyrri öldum eru ónákvæmar
lýsingar atburða, sem að öllum líkindum eru eldgos.
Gosið 1970 var allmikið gos. Það hófst í september og
stóð a.m.k. fram í janúar 1971. Samkvæmt Siggerud
(1972) opnaðist um 6 km löng sprunga frá sjó og upp í
1000 m hæð og voru gígar á henni á 5 stöðum. Um 4 km2
nýs lands myndaðist við hraunrennsli í sjó út. Rúmmál
gosefna var a.m.k. 0.5 km3.
LÝSING Á GOSI OG UMMERKJUM
Eldgosið í janúar 1985 var á stuttri sprungu yst á NA-
horni eyjunnar. Yfirlit yfir gosstöðvarnar sést á 2.
mynd. Sprungan náði, að því er virðist, upp undir
Sarskrateret norðanvert og hefur líklega upphaflega náð
út í sjó um það bil mitt á milli Austkapp og Nordkapp.
Sprungan hefur því verið um 1 km á lengd og náð frá
sjávarmáli og vel upp fyrir 200 m hæð. Gíguppvörp voru
mest áberandi efst á sprungunni og mátti þar um ki.
14:40 hinn 7. janúar sjá 3 megingíga.
í efsta gígnum var glóð en lítil hreyfing, smá kviku-
slettur og hæg afgösun. í næstefsta gígnum var virknin
heldur meiri, töluverðar kvikuslettur og allmiklir gas-
logar virtust einnig vera þar af og til. í þeim þriðja var
virknin mest. Örlítil glóð sást í honum neðst og stöðugur
brúnn gosmökkur reis upp af honum. Barst hann austur
af eynni undan vestanátt og reis í ca. 1000 m
hámarkshæð, sem hann náði fáeinum kílómetrum
austan við eyna. Eftir það barst hann aillangt til austurs
en byrjaði síðan að sveigja suður á við. Hann dreifðist
mjög lítið, var flatur að ofan og hélst vel afmarkaður í
sömu hæð, svo langt sem séð varð. Ur mökknum ýrði af
og til fínni gjósku niður á sjóinn næst eynni. Ekki sást til
neinnar virkni neðar á sprungunni. Hvort þar kom upp
kvika að einhverju ráði í gosinu er óljóst. Það virðist
hinsvegar ljóst að sprungan hafi í upphafi náð út undir
ströndina, því á litlum bletti upp af Fulmarfloget reis
upp stöðugur stakur hvítur gufubólstur. Þetta var í
beinu framhaldi af gígaröðinni ofar í hlíðinni.
98 JÖKULL 35. ÁR