Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 129
Kverkfjallaskáli reistur
PÉTUR ÞORLEIFSSON og
ÁRNI REYNISSON
Vorið 1977, nánar tiltekið dagana 28. maí til 5. júní
var gerður út allmikill leiðangur á vegum Jöklarann-
sóknafélags íslands til að flytja skála að Kverkfjöllum
annan tveggja sem félagarnir höfðu smíðað í sjálfboða-
vinnu um veturinn. í förinni voru 28 manns, auk þess
sem þrír tjaldlausir kappar á snjósleðum höfðu samflot
við leiðangurinn.
Klukkan 7.30 á laugardagsmorgni var lagt af stað í
jeppalest mikilli, en húsið flutti bíll Vegagerðarinnar M-
9 og öruggur stýrimaður hans Egill Pálsson.
Á jökul var haldið kl. 7 kvöldið eftir á Jökli, snjóbíl
félagsins, og Jaka, þeirri tilkomumiklu hjarnreið Lands-
virkjunar, sem dró sleða Orkustofnunar með húsinu á.
Skömmu síðar varð vart við þá Carl Eiríksson, Helga
Björnsson og Ævar Jóhannesson og fleiri að leggja upp
hl Grímsvatna á Gosa. Um tvöleytið var komið að
Kerlingum og kom þá kall frá Gosa: Fastir í sprungu.
Var húsið leyst aftan úr Jaka og haldið á staðinn, en
eftir örstutta för festist hann einnig í sprungu og tók þrjá
hma að losa hann. Á bakaleiðinni festist hann aftur og
losnaði nú ekki fyrr en eftir fjögurra tíma strit. Þá höfðu
Gosamenn einnig losað sig af eigin rammleik. Klukkan
var því orðin 10 á mánudagsmorgni, þegar aftur var
haldið af stað, í þoku en mildu veðri. Brátt rofaði þó til
°g var brakandi sólskin alla leið til Kverkfjalla. Um kl.
1.30 um nóttina var komið á melkollinn austan Hvera-
dals, þar sem húsinu var ætlað að standa.
Kl. 10 næsta morgun var hafist handa við að undirbúa
grunn, reka niður undirstöður og draga húsið af sleðan-
um á sinn framtíðarstað í 1700 m hæð yfir sjó og þar
með „næsthæsta“ hús á landinu. Verkið tók rétta 12
tíma enda röskir menn að verki. Allhvasst var af suð-
austri en úrkomulaust.
Miðvikudag 1. júní fóru flestir í göngu um Hveradal
og norður að Kverk. Þá var reist tjaldskýli á sleðanum
stóra og haldið í átt til Grímsvatna um miðnætti. Ljós-
myndarar áttu bágt með sig um þessar mundir, miðnæt-
ursólin sló rauðum bjarma á Herðubreið, Dyngjufjöll
og Snæfell en í suðri glotti fullur máninn yfir silfurgrárri
hjarnbreiðunni. Engin fyrirstaða fannst á þessari leið
utan það að Jaki fékk smáhjálp hjá bombanum til að
komast upp brekkuna sunnan hússins.
Á sléttunni norðan Grímsvatna með Kverkfjallaskála.
Ljósm. Soffía Vernharðsdóttir.
Gunnar Guðmundsson mokar snjó á gírkassann.
Ljósm. Pétur Þorleifsson.
JÖKULL 35. ÁR 127