Jökull


Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 119

Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 119
Sólheimajökull. í mælingaskýrslunum lýsir Valur á- standi jökulsins. Vesturtungan er brött en ekki eins sprungin og áður. Jökullinn hefur gengið yfir svæði þar sem jökullón var 1960. Síðar fylltist lónið af aur. Útfallið er við vesturjað- ar sem fyrr. Jökullinn nálgast klettavegginn neðan Fjall- gilsár. Ef fer sem horfir er möguleiki á að myndist í gilkjaftinum jökulstíflað lón eins og var þar áður fyrr. Jökulhaus er að mestu horfinn í jökulísinn, jökullinn hefur hækkað um 60 m á undangengnum árum. Ofan við Jökulhaus er jökullinn sléttari en áður var,-bungur eru að mestu horfnar. Kryppan hjá Hvítmögu er horfin, sami halli er á jöklinum allsstaðar. Austurtungan hefur hækkað og er þverhnípt að fram- an. Fjöldi ferðamanna kemur að Sólheimajökli árlega. Oldufellsjökull. Það orkar vart tvímælis lengur að Oldufellsjökul ber að telja í hópi framhlaupsjökla (sur- ging glacier). Ekki er ljóst hvenær núverandi framhlaup hófst. Staðkunnugir urðu þess ekki áskynja fyrr en síðla sumars að gangur var í jöklinum. Mikill gangur var í jöklinum þegar mæling var gerð. Jökullinn er afar sprunginn og liggja sprungurnar þvert á skriðstefnuna. Varðandi Öldufellsjökul sjá athugasemdir bræðranna Kjartans og Gissurar Jóhannessona, Herjólfsstöðum, í Jökli 27. ár bls. 92, 32. ár bls. 125 og 33. ár bls. 145. VATNAJÖKULL Tungnaárjökull hjá Jökulheimum. Gunnar Guð- mundsson tekur fram : Hop Tungnaársjökuls lætur ekki á sér standa. Lítið var um aurkeilur á jöklinum, enda sífelldar rigningar í sumar sem þvoðu allan sand niður í lægstu skorur. Enn sem fyrr er jökullinn greinilegur hopjökull. Fellið hið nýja, sem hægt var að komast í á auðu í fyrrahaust (1983) er nú til muna reisulegra og breiðara á alla kanta. Jökullinn lækkar hvað mest neðan til, svo að hann verður nú brattari með hverju ári. I fyrra gat ég um “haus, sem virðist vera að brjótast upp úr jöklinum nokkru ofar“ (sjá Jökul 34. ár bls. 177), þar hefur sprungubunkinn vaxið. Helst lítur út fyrir að þunnur jökull riðli þar á felli, nálægt 2 km ofar í jöklinum í stefnu mælilínu. Þarna er ófært bílum á kafla, enda liggur leiðin nú nokkru innar, nær Kerlingum. Síðujökull. Björn Indriðason tekur fram í mælinga- skýrslunun að jökullinn sýni öll einkenni um hop. Nú er jökullinn öllu brattari en fyrir ári síðan, einkum á það við um svæðið nálægt eystri mælistaðnum. Töluvert vatn kemur austan að og fellur til Brunnár. Skeiðarárjökull. Þótt jökullinn sýni fremur hop en hitt hjá mér, eins og skýrsla vesturhlutans ber með sér, er stutt austur með jökulröndinni að fara að stað þar sem hann belgist upp og hækkar. Hann bæði hækkar og gengur fram austan Gígjukvíslar. Þetta var lýsing Eyjólfs Hannessonar á Núpsstað. Varðandi austurhluta Skeiðarárjökuls tekur Bragi Þórarinsson í Skaftafelli fram um vestasta jöklamerkið sem hann mælir frá: “Vestan við E-1 hefur myndast bunga á jöklinum skammt ofan við jökuljaðarinn. Var jaðarinn þarna nokkuð úfinn og virðist hafa skriðið lengra fram en annars staðar“. Eyjólfur og Bragi eru auðsýnilega báðir að tala um sama staðinn austan Gígju (Gígjukvíslar). Ragnar Stefánsson í Skaftafelli, sem um margra ára- tuga skeið hefur hugað að samspili jökuls og vatna á Skeiðarársandi, hefur sent mér bréf með eftirfarandi fróðleiksmolum : “Allir hinir minni jöklar hér í ná- grenninu virðast halda áfram að þykkna, og á þá koma hæðarbungur, sem þokast fram eftir þeim, svo er með Morsárjökul, Skaftafellsjökul, og Svínafellsjökul og ég hygg að þeir séu í sígandi framskriði en ekki f stórum vexti. Skeiðarárjökull hefur ekki hækkað við Færinestinda og ekki heldur héðan séð yfir hann í stefnu á Súlutinda. En upp úr mánaðamótunum júní/júlí nú sl. (‘84) veitti ég því eftirtekt, að jökullinn fór að hækka í jaðarinn dálítið vestar en vestasta jökulmerkið (E-l) er, sem mælt er frá héðan frá Skaftafelli. Síðan hefur hann hækkað þarna stöðugt og þokast töluvert fram, jaðars- hækkunin þarna er mikil. Þegar þetta er séð frá þjóð- vegi vestur á miðjum Skeiðarársandi, virðast hæðar- bungurnar út við jökuljaðarinn vera tvær, sú eystri er upp af sæluhúsinu, en sú vestari vestan við Háöldukvísl- arfarveg, sem má telja á miðjum sandi, en hækkunin nær lengra til vesturs. Báðar eiga þær efnislega tengingu við hækkun í jöklinum all langt í norður, eða héðan séð í stefnu á Hvirfilsdalsskarð (milli Lómagnúps og Bjarnar- ins), en þar hefur Skeiðarárjökull hækkað verulega síðan líða tók á sumarið. Þar hefur nú myndast hæðar- bunga, sem stöðugt hækkar, og frá henni má greina talsverða hækkun héðan að sjá allt fram að þeim sprung- nu hæðarhnútum, sem upp hafa komið fremst á jöklin- um og ég segi frá hér að framan. Hæðarbungan móts við Hvirfilsdalsskarð er svipuð og þær bungur sem und- antekningalaust hafa komið fyrir öll hlaup, sem ég hefi fylgst með, nema ekki fyrir tvö þau síðustu, enda hafa þau verið mjög lítil og runnið fram í miklu hæglæti. Allur austurhluti Skeiðarárjökuls, þar sem hann liggur með fram Skaftafellsfjöllum, fer heldur lækkandi, a.m.k. fullvíst að hann hækkar ekki, þar er engar meiri- háttar breytingar að sjá“. Þetta var úr bréfi Ragnars Stefánssonar í Skaftafelli, 29. sept. 1984. Er nú best að athuga Jökul 3. ár bls. 51, JÖKULL 35. ÁR 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.