Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 90
6. Mynd. Hamragarðahraun undir
(í) Eyjafjöllum. Fig. 6. The Hamra-
gardar lavaflow in the Eyjafjöll regi-
on, South Iceland.
in. Á stöku stað eru linsur af svörtum lagskiptum sandi
ofan á völuberginu. Hvergi fundust leifar af jarðvegi
undir hrauninu. Ofan á hrauninu er aðeins jarðvegur,
oftast 4-5 m þykkur. Bæði hraunin eru ísúr. Hamra-
garðahraunið er basalt andesít (Sveinn P. Jakobsson
1979).
Bæði hraunin eru plagíóklasdílótt, en Kambagils-
hraunið þó sýnu meira. Smáir pýroxen dílar eru á stangli
í báðum hraununum.
Hraunin eru allþykk, en erfitt reyndist að mæla
þykktina nákvæmlega. Það stafar m.a. af því hve breyti-
leg hún er frá einum stað til annars. Meðalþykktin er
áætluð um 10 m. Kristinn Einarsson jarðfræðingur
mældi fyrir mig flatarmál beggja hraunanna (1. tafla).
Þau eru fremur lítil, 5,7 og 4,0 km2 að flatarmáli og
innan við tíunda hluta úr rúmkílómetra hvort um sig.
1. TAFLA
Flatarmál, þykkt og rúmmál Hamragarða- og Kamba-
gilshrauna. TABLE I. Lava volumes.
Flatarmál Meðal- Rúmmál
(km2) þykkt (m) (km3)
Kambagilshraun 5,7 10 0,06
Hamragarðahraun 4,0 10 0,04
FYRRI KENNINGAR HRAUNANNA UM ALDUR
Guðmundur Kjartansson (1958a) taldi, að Kambagils-
hraunið hefði runnið út á jökultungu, sem streymt hefði
út dalinn milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar. Þennan jökul
nefndi Guðmundur Markarfljótsjökul. Hann taldi, að
jökullinn hefði verið við líði í lok síðasta jökulskeiðs og
má raunar lesa milli línanna, að hann hefir haft Búða-
jökulinn í huga. Seinna fullyrðir Guðmundur Kjartans-
son (1970), að Markarfljótsjökullinn hafi verið hluti af
Búðajöklinum.
Guðmundur byggði skoðun sína á þremur atriðum. I
fyrsta lagi, að „neðanvert hraunið virðist þykkara en
efni standa til, í svo miklum halla, og frambrúnin furðu
há“. Hér á Guðmundur við hraunbrúnina ofan við
stærri óbrennishólmann ofan við flatann. Þarna er
hraunið um 10 m þykkt, sem ekki er óeðlilegt í hrauni
sem er ísúrt að samsetningu. I öðru lagi taldi Guðmund-
ur, að hrauntröðin Kambagil, sem virðist enda er kemur
niður á flatann, gæti ekki endað í sjálfum hraunjaðrin-
um. Þetta er rétt, en hann taldi, að hraunið næði ekki
lengra, en eins og hér að ofan hefir verið skýrt frá,
hverfur hraunið þarna í jökulruðning. Framhald hraun-
traðarinnar hefir og fundist neðan við brúnina. í þriðja
lagi áleit Guðmundur, að gjallkennt lausagrjót, sem er í
jökulruðningnum á flatanum, væri úr hrauninu. Þetta er
að hluta rétt, en sumt af því hefir jökullinn þó flutt með
sér innan að. Þetta gjallkennda efni taldi Guðmundur,
að lægi ofan á jökulruðningnum og væri leifar af þeim
hluta hraunsins, sem runnið hefði út á jökulinn og
limast í sundur er hann hörfaði og bráðnaði undan.
Þessi röksemd gildir ekki, þar sem sýnt hefir verið fram
á, að hraunið liggur undir öllum flatanum og að gjall-
dreifin er að mestu inni í jökulruðningnum og sumstað-
ar er greinilegt, að hraunið sjálft skýtur kryppunni upp
úr jökulruðningnum. Guðmundur rakti dreifina niður
undir bæi í Mið- og Syðstu-Mörk. Sveinn P. Jakobsson
88 JÖKULL 35. ÁR