Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 134
3. mynd. Grunnurinn undirbúinn 14. apríl 1979. Ljósm.
Pétur Þorleifsson.
að sumir þeirra er voru leiðangrinum áhangandi, hefðu
ætlað um kveldið austur á Hlöðuvelli og gista þar, en
komust ekki vegna veðurofsans. Urðu þeir að grafa sig í
fönn og lágu úti um nóttina við kalda búð.
Morguninn eftir, föstudaginn langa, var allur svipur
annar. Enn var hvasst, en hríðinni hafði slotað, komið
sólskin og sást um allt. Vorum við stödd vestan undir
Skefilfjalli. Var nú haldið af stað. Storminn lægði, og
allan daginn fengum við svo gott veður sem verða mátti,
logn og sólskin, en frost var talsvert. Nú var haldið inn í
leið. Skammt fyrir austan Skjaldbreið áttum við nokkra
dvöl. Hér var fagurt vetrarumhverfi, hjarn yfir öllu hið
neðra, nema hraunrindar og klettar stóðu upp úr á
stöku stað, en allt um kring gnæfðu stórfjöll, Skjald-
breiður í vestri, Hlöðufell í austri, Skriðan og Skriðu-
tindar í suðri, Högnhöfði og Rauðafell í landsuðri, öll
alhvít nema dökkir hamrar og gil. Haldið er inn hraun
vestan við Hlöðufell og stefnt á jökul. Nokkur brekka er
upp á jökulinn en ferðin gekk þó greiðlega. Var farið
upp Hagafellsjökul vestri nokkru nær Klakk en Haga-
felli. Síðan var haldið inn jökul allan daginn og kveldið
með, og var það skemmtileg ferð að aka inn jökul-
breiðuna í björtu sólskini, en slétt er og jafnlent þar efra
þegar komið er upp úr brekkum. Nær miðnætti var
komið inn undir Fjallkirkju. Er þar upp allmikla brekku
að fara. Nú voru snjóbílarnir tengdir í lest allir þrír og
beitt fyrir sleðann og síðan lagt í brattann. Var eft-
irminnilegt að sjá þessa lest þokast upp brekkuna þarna
hæst uppi á Langjökli um miðnætti í björtu tunglsljósi.
Allt gekk vel, og innan stundar nemur lestin staðar á
klapparsvæðinu austur af Fjallkirkju. Nú er komið fram
um miðnætti og menn taka á sig náðir.
Morguninn eftir, laugardaginn fyrir páska, var hafist
handa að koma húsinu fyrir. Þar voru að verki þaulæfðir
menn og harðduglegir. Asamt Jöklarannsóknafélags-
mönnum voru þar menn úr Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík og Björgunarsveit Ingólfs. Þar voru handtök bæði
hörð og snör. Fyrst var að grafa fyrir húsinu. Voru
settar niður í grunninn fjórar kistur gerðar af sterku
vírneti, gólfbitarnir festir þar í og þær síðan fylltar
grjóti. Ekki var auðvelt að afla grjótsins. Að vísu var
talsvert af því á brúninni, en mjög frosið niður. Og er
allt hafði verið tekið er til náðist þar, var enn þörf
grjóts. Voru nú góð ráð dýr. Var þá tekið til þess ráðs,
að vagn á skíðum var látinn síga á spili niður í snarbratta
brekkuna. Þar stóðu nokkrir menn og settu grjótið í
vagninn. Var mannhætta að standa þar við grjótvinnu á
mjóum rinda, en mörg hundruð metra hjarnbrekka tók
við, hefði út af borið. En þetta fór vel. Sóttist verkið allt
ótrúlega fljótt, og var því lokið síðari hluta dags. Húsið
hlaut nafnið Kirkjuból. Það stendur á austurbrún fjalls-
ins austan við Fjallkirkjuna. Útsýni er hið fegursta. Sér
þar yfir allt Kjalvegssvæðið, einnig til Kerlingarfjalla og
austur á Hofsjökul og langt austur öræfi sunnan jökla.
Mun slíkt útsýni ekki vera úr mörgum gluggum á ís-
landi. Um kveldið fóru Pétur Þorleifsson, Vilhelm
Andersen og Valdimar Valdimarsson á vélsleðum suður
á Skriðufell. Fengum við Kristín að vera þar með í för,
einnig nokkrir skíðamenn, sem létu vélsleðana draga
sig. Um 10 km eru frá Fjallkirkju suður á Skriðufell. Þar
fellur fram skriðjökull. Klofnar hann á dyngjunni miklu
Leggjabrjót, sem er þar í austurbrún jökulsins. Nyrðri
álman, sunnan við Fjallkirkjuna, sem nú hefur fengið
nafnið Kirkjujökull, er talsvert sprungin þar neðra, svo
jafnvel má sjá núna, þótt þykkt snjólag sé á jöklinum.
4. mynd. Margskonar tækjum var beitt á grjótið 14.
apríl 1979. Ljósm. Pétur Þorleifsson.
132 JÖKULL 35. ÁR