Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 89

Jökull - 01.12.1985, Síða 89
ekki lífrænar leifar undir Kambagilshrauninu. Um útlit hraunsins skiptir alveg í tvö horn. Ofan við flatann er það eins og á hraunum, sem runnið hafa á nútíma, ómáð með gjallmúgum en nokkuð ellilegt að sjá. A flatanum og þar fyrir neðan er hraunið ýmist bert eða hulið lausum eða hálfhörðnuðum setlögum. Þar sem hraunið er bert, vantar gjallið ofan á það og hefir jökull og/eða vatn hreinsað það ofan af. Lausu og hálfhörðnuðu setlögin eru allfjölbreytt að gerð og útliti. Ofan á flatanum ber mest á jökulruðningi, sem ýmist er hálfharðnaður eða laus í sér. Hann er yfirleitt orðinn nokkuð harður þar sem hann er sand- eða leirborinn. Á köflum er glöggur jökulgarður, um 30-100 m breiður, en aðeins um 5 m hár. Garðurinn liggur með hlíðinni efst á flatanum og ofan við hann tekur við ómáð hraunið. Framhald garðsins má auðveldlega rekja norður eftir flatanum, langt austur fyrir jaðar Kamba- gilshraunsins. Kambagilshraunið gægist upp úr jökul- ruðningnum á stöku stað og allmikið af gjallkenndu efni er í honum, sumt af því vafalaust komið úr Kamba- gilshrauninu en annað hefir jökull borið með sér innan að. Það sést best á því, að dreif af slíku efni má rekja austur eftir flatanum. Það virðist þó ávallt fylgja jaðri svonefnds Markarfljótsjökuls, sem síðar verður gerð grein fyrir. Jökulruðningurinn hverfur að mestu er fram í brúnina á flatanum kemur. Þar tekur við nokkuð vel harðnaður svartur sandsteinn. Hann er vel lagskiptur. Þykkastur er hann norðan megin í gili Syðstumerkurár og nær þar ríflega 25 m þykkt (4. mynd). Sandsteinninn þynnist norður eftir brúninni og er að mestu horfinn fyrir ofan Mið-Mörk. Næsta víst er, að jökulruðningurinn uppi á flatanum leggst ofan á sandsteininn og er því yngri. Kambagilshraunið er verulega sorfið á köflum í gili Syðstumerkurár, og á stöku stað er það slitið í sundur. Ekki er þó ljóst hvort þar hafi jökull verið að verki eða vatn. Sandsteinninn leggst beint ofan á máð hraunið, en ekki verður vart jökulbergs á milli. Það þarf þó ekki að útiloka, að jöklar hafi sorfið hraunið áður en sand- steinninn myndaðist. Reyndar er það líklegt, því hann virðist alls staðar hvíla á máðu yfirborði hraunsins. f hlíðinni milli Syðstu-Merkur og Merkurár er hraunið víðast aðeins hulið jarðvegi. Niðri á jafnsléttu hverfur hraunið aftur í jökulruðning. Opnur eru fáar og slæmar, því allt er landið gróið og klætt þykkum jarð- vegi. Jarðvegurinn er fokmold með mörgum og áber- andi öskulögum. Þykkt hans er um 4.5 m áð jafnaði. Þó sést í hraunið í lækjardrögum og er það allt sorfið og gjalllaust. Þrír litlir jökulgarðar liggja frá austri til vest- urs, sá syðsti á móts við Syðstu-Mörk en sá nyrsti vestur frá Mið-Mörk (3. mynd). Þeir sjást vel á loftljósmynd- um, en miður vel á jörðu niðri, því þeir eru lágir. Þessir garðar eru yngri en sá sem uppi á flatanum er. Þeir eru endagarðar, en hinn er hliðargarður. Hamragarðahraun á upptök sín í nafnlausum gíg, sem er um 300 m í þvermál. Hann er í grunnri skál milli tveggja móbergshryggja. Barmar gígsins eru ekki ýkja háir og hann er skeifulaga og opinn til vesturs. Megin hraunstraumurinn hefir runnið nær beint í vestur eftir 250 m breiðri hrauntröð, milli tveggja móbergsása (6. mynd) . Hraunið breiðir úr sér þegar vestur fyrir ásana er komið. Þar klofnar það í tvennt. Önnur kvíslin og sú minni fellur vestur eftir hálendisflatanum ofan við Dals- bæina og hefir á einum stað staðnæmst á blábrúninni. Kvíslin fellur lengst í suður í gróf, sem opnast í brúninni ofan við Gljúfurá, en austan Fagrafells. Þar endar hraunið í mjórri totu. Þarna er hraunið mjög sérkenni- legt, gjall vantar að miklu leyti, en hraunið einkennist af stórum flykkjum, sem oft virðast hafa ýst upp úr hrauninu líkt og í súrum hraunum. Hin kvíslin fellur til suðurs fram af lágri brún ofan í dalverpið sem Trölia- mýri er í. Dalverpi þetta er vestasti hluti dalsins sem liggur vestur frá Eyj afjallajökli. Minni hraunstraumur hefir fallið beint frá gígnum til suðurs, í gegnum mjótt skarð milli hans og móbergsássins syðri. Þarna fellur hraunið niður nokkuð bratta hlíð. Innst í dalverpinu er hraunið hulið aur, sem Tröllagil hefir borið fram og sett í það. Allur botn dalsins fyrir neðan Tröllagil er hulinn hrauni og verður ekki greint á milli hraunstraumanna tveggja. Hraunið hefir síðan runnið fram úr dalnum um skarð milli Gljúfurár og Seljalandsár. Það hefir runnið niður dal, sem markast að sunnan af Seljalandsheiði en að norðan af Fagrafelli og hlíðunum inn af því. Hraunið hefir runnið fram úr dalnum í mjóum streng en breiðir úr sér er neðar kemur, og breiðast er það eftir að komið er niður á hjailann ofan við Hamragarðabæinn. Gljúf- urá og Seljalandsá renna meðfram hrauninu sitt hvoru megin, þó krækir Gljúfurá út fyrir smá spildu nokkuð ofarlega eins og sýnt er á 6. mynd. Hraunið hefir runnið fram á klettabrúnina ofan við Hamragarða, en svo er að sjá, sem það hafi ekki streymt fram af nema á tveimur stöðum. Þar ná örmjóar hrauntotur fram á blábrúnina, en ekki virðist mikið hafa farið fram af. Reynt var að finna hraunið í sandinum fyrir neðan brúnina með segulmælingum. Ekki fundust nein merki þess. Hraunið er úfið á köflum, með háum gjallmúgum og djúpum skorningum á milli. Gljúfurá og Seljalandsá hafa báðar grafið alldjúpa farvegi niður með hrauninu og sést víða inn undir það. Hraunið hvílir ávallt á völu- eða hnullungabergi, sem er gráleitt og líkist jökulbergi. Millimassinn er sand- eða leirkenndur og hnullungarnir eru allt að faðmur í þver- mál, en oftast hnefa- til höfuðstórir. Lagið er á stöku stað ógreinilega lagskipt, en yfirleitt er lagskipting eng- JÖKULL 35. ÁR 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.