Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 94
son o.fl. 1982) og vestan (Kristján Sœmundsson 1965,
Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980)
eru í beinu framhaldi að því er virðist af Y-garðinum.
Jökullinn, sem fyllti Pingvallalægðina og Kristján Sœ-
mundsson (1965) nefnir, er því líklega samtíma þeim
sem myndaði Y-garðinn austar á Suðurlandi.
M-garðarnir hafa nokkuð aðra legu en Y-garðarnir.
Allmikið vik hefir verið upp í jökulinn í Hreppum og er
líkt og hann hafi klofnað um Hreppahálendið og tvær
skriðjökulstungur teygt sig niður sitt hvoru megin.
Skáldabúðalónið myndaðist við jaðar þessa jökuls
(Guðmundur Kjartansson 1943). M-garðarnir eru auð-
raktir vestur í Efstadalsfjall í Laugardal.
Enn yngri eru svonefndir I-garðar. Peir eru tveir til
þrír að tölu og er að finna sunnan við Bláfell og í
Gljúfurleit upp með Þjórsá (Haukur Jóhannesson o.fl.
1982). Sandarnir sunnan Bláfells og við Sandvatn hafa
myndast framan við jökulinn, sem myndaði I-garðana.
Eins og áður er getið, er nokkur útlitsmunur á Y- og
M-görðunum. Guðmundur Kjartansson (1943, 1958b,
1970) og Þorleifur Einarsson (1968) töldu, að þessir
garðar væru allir hluti af görðum, sem myndast hefðu er
jöklar gengu fram á svonefndu Yngra Dryas eða Yngra
Holtasóleyjarstigi, og þeir nefna Búðastig á íslensku.
Framrásin átti sér stað fyrir um 10.000— 11.200 árum
(Þorleifur Einarsson 1964 og 1968). Y-garðurinn virðist
þó vera öllu eldri en M-garðarnir. Y-garðurinn hefir
upphaflega verið mun stærri en hinir, en hann er nú
mikið siginn og útflattur. M-garðarnir eru aftur á móti
mun ferskari að sjá, minni og eru enn nokkuð reistir.
Líkindi eru til, að litlu garðarnir þrír ofan á Kambagils-
hrauninu, séu jafnaldra M-görðunum. Þorleifur Einars-
son (1964) teiknaði útlínur Búðajökulsins. Myndin hefir
verið prentuð lítið breytt nokkrum sinnum (Þorleifur
Einarsson 1968, 1973) og síðast 1979 (Kristján Sœ-
mundsson 1979). Hér verður ekki fjallað um útbreiðslu
Búðajökulsins á Norður- og Austurlandi. A Suðurlandi
tengir Þorleifur alla þrjá garðana í einn, þ.e. Y-, M- og
I-garðana. Þetta fær alls ekki staðist. Fyrst eru tengdir
saman Y-garðurinn á Rangárvölium og M-garðarnir við
Skáldabúðir, og síðan eru M-garðarnir við Efstadalsfjall
látnir sveigja í norðaustur og tengjast I-görðunum við
Bláfell.
ALDURSGREININGAR FORNSKELJA
Einu beinu aldursgreiningarnar, sem við verður kom-
92 JÖKULL 35. ÁR