Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 112
Mæling á hitastigi hlaupvatns við jökuljaðar
nálægt hámarki Skaftárhlaups sumarið 1984
Helgina 18. —19. ágúst 1984 hófst hlaup í Skaftá. Síðla
mánudagsins 20. ágúst lögðu höfundar þessa pistils af
stað áleiðis til Jökulheima frá Raunvísindastofnun Há-
skólans, en á hennar vegum var ferðin farin. Við Prösk-
uld skammt vestan Jökulheima fundum við megnan
brennisteinsfnykur. Það dró úr honum þegar við nálguð-
umst Jökulheima og þegar þangað kom var fnykurinn
lítið áberandi. Snemma á þriðjudagsmorgni óðum við
Tungnaá og gengum suður Tungnaárjökul. Við komum
að útfallinu skömmu eftir hádegi. Langmestur hluti
vatnsins kom undan jöklinum í 40-50 m breiðum
streng, um hálfan kílómetra norðan múlans sem skilur
að Skaftárjökul og Tungnaárjökul. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Sigurjóni Rist, Vatnamælingum Orkustofn-
unar, náði rennslið hámarki, um 1600 m3/s, í byggð um
klukkan 8 þennan morgun. Pað hefur því verið í rénun
þegar við komum að því og giskuðum við á að rennslið
væri um 1000 m3/s. Við fundum nánast enga brenni-
steinslykt við útfallið.
Það er álitið að rennsli jökulhlaupa vaxi vegna þess að
stöðuorka hlaupvatnsins breytist í varmaorku þegar
vatnið streymir niður farveginn undir jöklinum (Liestöl
1956). Varmaorkan, sem þannig myndast, bræðir jökul-
ísinn og stækkar farveginn. Stærri farvegur flytur meira
vatn, sem missir meiri stöðuorku og stækkar farveginn
enn frekar og þannig koll af kolli. Það ræður miklu um
eðli jökulhlaupa hvort öll stöðuorka hlaupvatnsins nýt-
ist til þess að stækka farveginn eða ekki. Vatn sem
rennur frá Skaftárkötlum niður að jökuljaðri tapar um
800 m hæð. Ef öll stöðuorkan sem glatast breyttist í
varmaorku þá hækkaði hitastig vatnsins um 1.9°C við
það að renna niður farveginn.
Hitastig hlaupvatnsins reyndist 0.0°C og er nákvæmni
mælingarinnar metin 0.05°C. Það er í samræmi við
mælingu Sigurjóns Rist á hitastigi hlaupvatns í Skeiðar-
árhlaupi 1954 en þá reyndist hitastigið 0.05°C við útfalls-
hvelfinguna (Rist 1955). Það virðist því sem nánast öll
stöðuorka vatnsins nýtist til bræðslu (Björnsson og Jo-
hannesson, í undirbúningi). Samkvæmt upplýsingum frá
Sigurjóni Rist var heildarrennsli þessa Skaftárhlaups um
435 ■ 106m3. Vegalengdin sem vatnið rann undir jöklin-
um er um 40 km. Sú stöðuorka sem losnaði í hlaupinu
nægir til þess að bræða 11 • 106m3 af ís. Það svarar til
þess að meðalþverskurðarflatarmál farvegarins hafi ver-
ið um 300 m2 undir lok hlaupsins, ef ekki er tekið
tillit til þess að farvegurinn hefur væntanlega lagst eitt-
hvað saman eftir að hlaupið náði hámarki vegna fargs
jökulsins.
Það er hugsanlegt að hið lága hitastig stafi af því að
möl og sandur sem berast með hlaupvatninu sargi ísnál-
ar úr jökulísnum og ísnálarnar dreifist um vatnið og
bráðni. Ef þessi tilgáta er rétt þá er rof mikilvægari
þáttur í vexti jökulhlaupa en bráðnun. Þá mætti ætla að
eitthvað af ísnálum bærist fram með hlaupvatninu und-
an jöklinum. Til þess að prófa þessa tilgátu fylltum við
plastbrúsa af hlaupvatni og mældum hversu langan tíma
þa tók vatnið að hitna úr 0.0°C í 0.1°C í 0.2 C o. s. frv.
af völdum varmastreymis úr loftinu. Vatnið hitnaði úr
0.0°C í 0.1°C á um 4 mínútum en eftir það þurftum við
að bíða um 2 mínútur fyrir hverjar 0.1°C semhitastigið
hækkaði. Tregðu vatnsins að hitna úr 0.0°C í 0.1°C má
að mestu skýra með varmarýmd plastbrúsans. Það er
því ekki að sjá að neitt sem máli skiptir sé af ísnálum í
vatninu og tilgátan sem prófa átti stenst þar með ekki.
Að mælingum loknum gengum við niður með
hlaupinu að austanverðu og sýna myndir á bls. 120
hvernig hlaupið rann suður með austurenda Fögrufjalla
og breiddi úr sér á aurunum austan þeirra. Á móts við
Útfall (Langasjávar) fundum við nokkra brennisteins-
lykt.
TILVITNANIR
Liestöl, O. 1956: Glacier dammed lakes in Norway.
Norsk Geogr. Tidskr., 15: 122—149.
Rist, S. 1955: Skeiðarárhlaup 1954. The hlaup in
Skeiðará 1954. Jökull, 5: 30-36.
Tómas Jóhannesson,
Óskar Knudsen,
Lárus Ástvaldsson.
110 JÖKULL 35. ÁR