Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 112

Jökull - 01.12.1985, Síða 112
Mæling á hitastigi hlaupvatns við jökuljaðar nálægt hámarki Skaftárhlaups sumarið 1984 Helgina 18. —19. ágúst 1984 hófst hlaup í Skaftá. Síðla mánudagsins 20. ágúst lögðu höfundar þessa pistils af stað áleiðis til Jökulheima frá Raunvísindastofnun Há- skólans, en á hennar vegum var ferðin farin. Við Prösk- uld skammt vestan Jökulheima fundum við megnan brennisteinsfnykur. Það dró úr honum þegar við nálguð- umst Jökulheima og þegar þangað kom var fnykurinn lítið áberandi. Snemma á þriðjudagsmorgni óðum við Tungnaá og gengum suður Tungnaárjökul. Við komum að útfallinu skömmu eftir hádegi. Langmestur hluti vatnsins kom undan jöklinum í 40-50 m breiðum streng, um hálfan kílómetra norðan múlans sem skilur að Skaftárjökul og Tungnaárjökul. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sigurjóni Rist, Vatnamælingum Orkustofn- unar, náði rennslið hámarki, um 1600 m3/s, í byggð um klukkan 8 þennan morgun. Pað hefur því verið í rénun þegar við komum að því og giskuðum við á að rennslið væri um 1000 m3/s. Við fundum nánast enga brenni- steinslykt við útfallið. Það er álitið að rennsli jökulhlaupa vaxi vegna þess að stöðuorka hlaupvatnsins breytist í varmaorku þegar vatnið streymir niður farveginn undir jöklinum (Liestöl 1956). Varmaorkan, sem þannig myndast, bræðir jökul- ísinn og stækkar farveginn. Stærri farvegur flytur meira vatn, sem missir meiri stöðuorku og stækkar farveginn enn frekar og þannig koll af kolli. Það ræður miklu um eðli jökulhlaupa hvort öll stöðuorka hlaupvatnsins nýt- ist til þess að stækka farveginn eða ekki. Vatn sem rennur frá Skaftárkötlum niður að jökuljaðri tapar um 800 m hæð. Ef öll stöðuorkan sem glatast breyttist í varmaorku þá hækkaði hitastig vatnsins um 1.9°C við það að renna niður farveginn. Hitastig hlaupvatnsins reyndist 0.0°C og er nákvæmni mælingarinnar metin 0.05°C. Það er í samræmi við mælingu Sigurjóns Rist á hitastigi hlaupvatns í Skeiðar- árhlaupi 1954 en þá reyndist hitastigið 0.05°C við útfalls- hvelfinguna (Rist 1955). Það virðist því sem nánast öll stöðuorka vatnsins nýtist til bræðslu (Björnsson og Jo- hannesson, í undirbúningi). Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Rist var heildarrennsli þessa Skaftárhlaups um 435 ■ 106m3. Vegalengdin sem vatnið rann undir jöklin- um er um 40 km. Sú stöðuorka sem losnaði í hlaupinu nægir til þess að bræða 11 • 106m3 af ís. Það svarar til þess að meðalþverskurðarflatarmál farvegarins hafi ver- ið um 300 m2 undir lok hlaupsins, ef ekki er tekið tillit til þess að farvegurinn hefur væntanlega lagst eitt- hvað saman eftir að hlaupið náði hámarki vegna fargs jökulsins. Það er hugsanlegt að hið lága hitastig stafi af því að möl og sandur sem berast með hlaupvatninu sargi ísnál- ar úr jökulísnum og ísnálarnar dreifist um vatnið og bráðni. Ef þessi tilgáta er rétt þá er rof mikilvægari þáttur í vexti jökulhlaupa en bráðnun. Þá mætti ætla að eitthvað af ísnálum bærist fram með hlaupvatninu und- an jöklinum. Til þess að prófa þessa tilgátu fylltum við plastbrúsa af hlaupvatni og mældum hversu langan tíma þa tók vatnið að hitna úr 0.0°C í 0.1°C í 0.2 C o. s. frv. af völdum varmastreymis úr loftinu. Vatnið hitnaði úr 0.0°C í 0.1°C á um 4 mínútum en eftir það þurftum við að bíða um 2 mínútur fyrir hverjar 0.1°C semhitastigið hækkaði. Tregðu vatnsins að hitna úr 0.0°C í 0.1°C má að mestu skýra með varmarýmd plastbrúsans. Það er því ekki að sjá að neitt sem máli skiptir sé af ísnálum í vatninu og tilgátan sem prófa átti stenst þar með ekki. Að mælingum loknum gengum við niður með hlaupinu að austanverðu og sýna myndir á bls. 120 hvernig hlaupið rann suður með austurenda Fögrufjalla og breiddi úr sér á aurunum austan þeirra. Á móts við Útfall (Langasjávar) fundum við nokkra brennisteins- lykt. TILVITNANIR Liestöl, O. 1956: Glacier dammed lakes in Norway. Norsk Geogr. Tidskr., 15: 122—149. Rist, S. 1955: Skeiðarárhlaup 1954. The hlaup in Skeiðará 1954. Jökull, 5: 30-36. Tómas Jóhannesson, Óskar Knudsen, Lárus Ástvaldsson. 110 JÖKULL 35. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.