Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 142
Minning
DR. TRAUSTI EINARSSON PRÓFESSOR
ÆVIÁGRIP
Trausti Sigurður Einarsson fæddist í Reykjavík 14.
nóvember 1907. Foreldrar hans voru hjónin Einar Run-
ólfsson trésmiður (f. 17.09. 1884, d. 10.03. 1961) og
Kristín Traustadóttir (f. 22.10. 1878, d. 02.02. 1960).
Trausti átti þrjú systkini, Hákon, Guðrúnu og Þórhall,
sem öll eru á lífi.
Meðan Trausti var enn barn að aldri fluttist fjöl-
skyldan til Vestmannaeyja, og þar bjó Trausti þar til
hann hóf menntaskólanám í Reykjavík. Trausti gekk í
barnaskólann í Vestmannaeyjum, og mun Páll Bjarna-
son skólastjóri hafa átt sinn þátt í að vekja áhuga
Trausta á náttúrufræði. Eins og aðrir Eyjamenn sprang-
aði Trausti og klifraði um kletta sem strákur, og hefur
sú reynsla vafalítið komið honum að gagni í því fjalla-
og klettaklifri sem fylgdi jarðfræðirannsóknum hans
síðar á lífsleiðinni.
Trausti tók gagnfræðapróf utanskóla 1924 og settist
svo í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. í
menntaskólanum var Trausti þrjú ár og lauk þaðan
stúdentsprófi vorið 1927. Ein af prófgreinunum í
menntaskólanum var stjörnufræði, og það var sú grein
sem Trausti ákvað að leggja fyrir sig í háskólanámi.
Ekki virðist sem einn kennari öðrum fremur hafi kveikt
áhuga Trausta á stjörnufræði. Líklegast er að „fegurð
næturhiminsins" ásamt lestri góðra bóka hafi gert
stjörnufræðina heillandi, enda tendra fáar greinar raun-
vísinda jafn göfugar og rómantískar vísindahugsjónir í
hugum ungra manna og stjörnufræðin.
Trausti var afburða námsmaður og hlaut einn af þeim
fjórum 4-ára styrkjum sem menntamálaráðuneytið
veitti til framhaldsnáms. Hélt hann um haustið 1927 til
Göttingen ásamt vini sínum Leifi Ásgeirssyni stærðfræð-
ingi og síðar prófessor. Síðustu árin fékk Trausti svo
aukastyrk til að ljúka doktorsnáminu, auk þess sem
fjölskyldan styrkti hann eftir því sem efni leyfðu. Náms-
árið í Göttingen skiptist í vetrarmisseri og sumarmisseri,
en þar sem Trausti og Leifur komu ekki út fyrr en um
haustið misstu þeir af sumarmisserinu. Á vetrarmisser-
inu urðu þeir þó að standa skil á ýmsum greinum
stærðfræðinnar sem kenndar höfðu verið um sumarið,
og gekk það vel. Fyrsta námsárið deildu Trausti og
Leifur herbergi, unnu saman og sóttu að hluta sömu
kúrsa. Stúdentsár þeirra voru með svipuðu sniði og þá
var algengt í þýskum háskólabæjum: hörð vinna alla
virka daga, en oft göngu- eða hjólreiðartúrar um helgar.
Við háskólann í Göttingen nam Trausti árin 1927-34
að tveimur undanskildum. Eitt ár var hann við nám í
Munchen og annað ár tók hann sér frí frá námi vegna
veikinda, og dvaldi þá á íslandi. Meðal kennara Trausta
fyrstu árin voru margir kunnustu stærð- og eðlisfræðing-
ar þess tíma. Þar má nefna stærðfræðingana David
Hilbert og Richard Courant, og eðlisfræðinginn Max
Born. í Munchen sótti Trausti m.a. tíma hjá eðlisfræð-
ingnum Arnold Sommerfeld. Aðalkennari Trausta í
stjörnufræði var hins vegar stjarnfræðingurinn H.
Kienle.
Á sínum unglings- og námsárum hafði Trausti ekki
sérstakan áhuga á jarðfræði umfram önnur náttúru-
fræði, og segist hafa haft „lítið dálæti á þeim jarðnesku
mönnum sem voru með nefið niðri í gjám og gjótum eða
grófu í moldarbörð“. En þegar hann hafði lokið námi
sínu í Göttingen með doktorsritgerð um kórónu sólar
var allt í óvissu um starf hans heima á íslandi. Fór hann
þá á fund svissnesk-norska jarðefnafræðingsins Victors
Moritz Goldschmidts, föður jarðefnafræðinnar, sem þá
var forstöðumaður og prófessor í steindafræði í Götting-
en. Hann benti Trausta á að ef hann fengi ekki rann-
sóknarstöðu í stjörnufræði á íslandi, þá gæti hann margt
verra gert en að sinna jarðfræðirannsóknum, og lagði
áherslu á þá miklu möguleika sem ísland hefði upp á að
bjóða á því sviði. Er líklegt að Trausti hafði haft þessa
ábendingu í huga þegar hann hóf jarðfræðirannsóknir
sínar á íslandi.
Trausti var ráðinn kennari að Menntaskólanum á
Akureyri haustið 1935. Hann varð aðalkennari stærð-
fræðideildarinnar, sem þá var endanlega komin á lagg-
irnar, og kenndi stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði.
Strax og Trausti kom heim hóf hann rannsóknir og varð
þjóðkunnur af því að endurvekja Geysi í Haukadal,
1935.
Vaxandi áhugi Trausta á jarðfræði, einkum uppruna
móbergs, leiddi til þess að hann fékk ársfrí frá kennslu
og hlaut styrk frá British Council til náms í bergfræði við
háskólann í Glasgow, veturinn 1942-43. Þar var aðal-
leiðbeinandi hans bergfræðingurinn kunni G.W. Tyrrell
og fékk Trausti aðgang að miklu safni íslenskra berg-
sýna sem Tyrrell og M.A. Peacock höfðu safnað. Námið
fólst meðal annars í athugun á um 500 þunnsneiðum af
íslensku bergi.
Þetta var eina formlega háskólanámið sem Trausti
140 JÖKULL 35. ÁR