Jökull - 01.12.1985, Page 118
inn að mestu horfinn og fannir síðustu tveggja ára óðum
og hverfa. Jökulsporðurinn var alauður 100 m inn á
jökulinn og til muna lengra norðan árinnar, þar var
jökullinn alauður á allstóru svæði.
Veturinn var fremur góður og ríktu sunnanvindar og
vestlægir. Lítill snjór var í Leirufirði í vor. Vorið og
sumarið var gott, útlit er fyrir að haustið ætli að verða
það einnig. Flestar af stóru fönnunum frá köldu árunum
eru horfnar.
NORÐURLANDSJÖKLAR
Á mælingaskýrslu Hálsjökuls tekur hórir Haraldsson
fram að töluvert vanti á að allur snjór frá snjóavetrinum
82/83 sé farinn hinn 4. sept. 1984.
Ingvi Eiríksson tekur fram varðandi Gljúfurárjökul
að jökulsporðurinn sé auður og jökullinn sé orðinn
svartur langt upp, en fannir liggi beggjavegna upp með
jöklinum, þær eru aðallega síðan ‘79,‘80 og ‘81. Gljúf-
urá var í foráttuvexti í sumar og dökk af aur.
HOFSJÖKULL
Bragi Skúlason tekur fram að Lambahraunsjökull
hafi lækkað, en lengdarbreyting sé vart merkjanleg,
væri enda vart marktæk, þar sem jökuljaðar steypist
niður í kvos. Verði því að telja hann óbreyttan. Jafn-
framt greinir Bragi frá að 5 km vestar, þ.e.a.s. suður af
Eyfirðingahólum, hafi jökuljaðar hörfað á árinu um 15
metra.
Nauthagajökull. Leifur Jónsson tekur fram á mæl-
ingaskýrslunni: Mikill vatnsagi er við jökulinn. Vatn
rennur niður með Hjartarfelli og vestur með jökuljaðri.
Undan vestanverðum jöklinum renna tveir lækir, sinn
hvoru megin við jarðhitahólinn (Laugarhól). Vestan
undir jöklinum er 200 m langur skafl frá vetrinum 82/83.
Jaðarinn er meira sprunginn en áður hefur verið. Jök-
ullinn er með eindæmum blakkur. Halli á jökulsporði er
60 gráður. Frá jökulsporði eru 6 m að 3 m háum
aurgarði, sem jökullinn hefur hopað frá.
Múlajökull W. Mikill vatnsagi á aurunum. Lækir, ár
og lón þar sem áður hefur verið þurrt. Enginn snjór
sýnilegur, hvorki við jökuljaðar né uppi á jöklinum og
hann afar blakkur eins og séð verður. Halli á jökul-
sporði 25 gráður. Jökulsporður liggur fram á 30 m
breiða og 6 m háa aurrönd.
Múlajökull S. Vatnsagi, lón hafa stækkað, enginn
snjór, sprunginn og blakkur jökull (sandborinn). Halli á
jökulsporði aðeins 20 gráður. Frá jökulsporði eru 10 m
að 2 m háum aurgarði. Petta var lýsing Leifs Jónssonar á
Múlajökli 22. sept. 1984.
EYJAFJALLA- OG MÝRDALSJÖKULL
Gígjökull. Ef mynd í Jökli 31.ár bls. 41 er athuguð
sést að jökullinn stendur á 36 m dýpi í Jökulsárlóni. Af
sumum er lónið aðeins nefnt Jökullón. Jökullinn hét
áður fyrr Falljökull. Það mun vera eina viðurkennda
nafnið og er réttnefni, því jökullinn er falljökull, en
Gígjökuls-nafnið sækir á enda einnig réttnefni, því að
jökullinn kemur úr gígnum á Eyjafjallajökli. Á lónið fór
að kræla fyrir 40 árum.
2. Mynd. Reykjafjarðarjökull.
Jökuljaðar, greinilegur hopjökull.
Ljósm. Guðm. Ketill Guðfinnsson
12. ágúst 1984. Fig. 2. Reykja-
fjardarglacier, the margin. A typical
glacier in retreat. Photo: Gudm. Ket-
ill Gudfinnsson August 12th 1984.
116 JÖKULL 35. ÁR