Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 118

Jökull - 01.12.1985, Page 118
inn að mestu horfinn og fannir síðustu tveggja ára óðum og hverfa. Jökulsporðurinn var alauður 100 m inn á jökulinn og til muna lengra norðan árinnar, þar var jökullinn alauður á allstóru svæði. Veturinn var fremur góður og ríktu sunnanvindar og vestlægir. Lítill snjór var í Leirufirði í vor. Vorið og sumarið var gott, útlit er fyrir að haustið ætli að verða það einnig. Flestar af stóru fönnunum frá köldu árunum eru horfnar. NORÐURLANDSJÖKLAR Á mælingaskýrslu Hálsjökuls tekur hórir Haraldsson fram að töluvert vanti á að allur snjór frá snjóavetrinum 82/83 sé farinn hinn 4. sept. 1984. Ingvi Eiríksson tekur fram varðandi Gljúfurárjökul að jökulsporðurinn sé auður og jökullinn sé orðinn svartur langt upp, en fannir liggi beggjavegna upp með jöklinum, þær eru aðallega síðan ‘79,‘80 og ‘81. Gljúf- urá var í foráttuvexti í sumar og dökk af aur. HOFSJÖKULL Bragi Skúlason tekur fram að Lambahraunsjökull hafi lækkað, en lengdarbreyting sé vart merkjanleg, væri enda vart marktæk, þar sem jökuljaðar steypist niður í kvos. Verði því að telja hann óbreyttan. Jafn- framt greinir Bragi frá að 5 km vestar, þ.e.a.s. suður af Eyfirðingahólum, hafi jökuljaðar hörfað á árinu um 15 metra. Nauthagajökull. Leifur Jónsson tekur fram á mæl- ingaskýrslunni: Mikill vatnsagi er við jökulinn. Vatn rennur niður með Hjartarfelli og vestur með jökuljaðri. Undan vestanverðum jöklinum renna tveir lækir, sinn hvoru megin við jarðhitahólinn (Laugarhól). Vestan undir jöklinum er 200 m langur skafl frá vetrinum 82/83. Jaðarinn er meira sprunginn en áður hefur verið. Jök- ullinn er með eindæmum blakkur. Halli á jökulsporði er 60 gráður. Frá jökulsporði eru 6 m að 3 m háum aurgarði, sem jökullinn hefur hopað frá. Múlajökull W. Mikill vatnsagi á aurunum. Lækir, ár og lón þar sem áður hefur verið þurrt. Enginn snjór sýnilegur, hvorki við jökuljaðar né uppi á jöklinum og hann afar blakkur eins og séð verður. Halli á jökul- sporði 25 gráður. Jökulsporður liggur fram á 30 m breiða og 6 m háa aurrönd. Múlajökull S. Vatnsagi, lón hafa stækkað, enginn snjór, sprunginn og blakkur jökull (sandborinn). Halli á jökulsporði aðeins 20 gráður. Frá jökulsporði eru 10 m að 2 m háum aurgarði. Petta var lýsing Leifs Jónssonar á Múlajökli 22. sept. 1984. EYJAFJALLA- OG MÝRDALSJÖKULL Gígjökull. Ef mynd í Jökli 31.ár bls. 41 er athuguð sést að jökullinn stendur á 36 m dýpi í Jökulsárlóni. Af sumum er lónið aðeins nefnt Jökullón. Jökullinn hét áður fyrr Falljökull. Það mun vera eina viðurkennda nafnið og er réttnefni, því jökullinn er falljökull, en Gígjökuls-nafnið sækir á enda einnig réttnefni, því að jökullinn kemur úr gígnum á Eyjafjallajökli. Á lónið fór að kræla fyrir 40 árum. 2. Mynd. Reykjafjarðarjökull. Jökuljaðar, greinilegur hopjökull. Ljósm. Guðm. Ketill Guðfinnsson 12. ágúst 1984. Fig. 2. Reykja- fjardarglacier, the margin. A typical glacier in retreat. Photo: Gudm. Ket- ill Gudfinnsson August 12th 1984. 116 JÖKULL 35. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.