Jökull - 01.12.1985, Page 106
Ein af fáum myndum sem tókst að ná af barmi Gríms-
vatnaöskjunnar. Gosstrókurinn er hlaðinn gjósku. Guð-
mundur Einarsson í forgrunni. (Ljósm. Lydía Páls-
dóttir).
við bíl frá BSR; leigubíl og fór mest fyrir tveimur
sleðum. Farangur miðuðu leiðangursmenn við að unnt
væri að draga hann á sleðunum. Þeir tóku t.d. aðeins
eitt tjald með á jökulinn.
Hinn 9. apríl hélt leiðangurinn yfir Mýrdalssand og
máttu menn draga sleðana yfir hluta af sandinum. Þá
tók við bátsferja á Kúðafljóti, en þar fyrir handan biðu
hestar og fylgdarmenn að Kirkjubæjarklaustri. Meðan
leiðangursmenn biðu eftir kvöldverði veiddi Guðmund-
ur nokkra sjóbirtinga í Skaftá til að hafa með sem
nýmeti á fjöll.
10. apríl fór hestalestin að Núpsstað og var mönnum
vel tekið af heimilisfólkinu, sérstaklega Hannesi bónda,
en hann hafði mikinn áhuga á ferðinni á jökul. Hann
ætlaði að fylgja hópnum upp með Djúpá og hafði enn-
fremur útvegað tvo fylgdarmenn: Soninn Eyjólf og Jón
Jónsson frá Rauðabergi. Skyldu þeir bíða við jökulrönd
meðan fjórmenningarnir væru á jökli, þeim til halds og
trausts.
11. aprfl lá leiðin austan Djúpár, yfir Rauðabergs-
heiði, yfir Gæsabringur og inn með Langaskeri að upp-
tökum Djúpár þar sem kallast Djúpárbotnar. Hestarnir
komust rúmlega hálfa leið. Þar skildi Hannes við hóp-
inn, sem hélt áfram á skíðum með farangur á þung-
hlöðnum sleðum og í bakpokum. Veður var gott þennan
dag.
12. apríl lögðu Jóhannes, Guðmundur, Sveinn og
Lýdía á jökulinn ásamt Eyjólfi og Jóni og héldu norður
fyrir Hágöngur í stefnu rétt vestan við Geirvörtur (1441
m). Leiðin var greið, öskulaus og mjög lítið sprungin,
enda vafalítið nýsnævi yfir öllu svona snemma vors.
Jóhannes skráði oft það sem fyrir augu bar og hæðar-
mældi. Pau stefndu svo á Þórðarhyrnu (1659 m), sem
Guðmundur vildi kalla Vatnajökulsgnípu. Nokkru
norðan við Geirvörtur, mitt á milli þeirra og Þórðar-
hyrnu, gengu menn fram á „trektmyndað vatnasvæði
(um 2 km í þvermál) með augljósum gígamyndunum og
gömlum sandhrúgum víða í botni“ (Guðmundur Einars-
son, 1946).
Jón og Eyjólfur snéru nú við og héldu til tjaldbúð-
anna við jökulrönd. Náttstaður var valinn rétt norð-
austan við Geirvörtur á öskugráum jökli. Meðal kvöld-
verkanna var pönnukökubakstur! Guðmundur gekk á
Þórðarhyrnu til að huga að leiðinni framundan og eld-
unum (líklega er þetta fyrsta uppganga á tindinn).
Veður var fádæma gott allan daginn.
Guðmundur getur sérstaklega mikilla ísabrota suð-
austur af Geirvörtum og Þórðarhyrnu þar sem jökull
fellur bratt að Skeiðarárjökli. Sýnast honum hræringar
hafa víkkað sprungur og hann lýsir stóru ketilsigi suð-
austan undir Þórðarhyrnu. Þar telur hann vera gos-
stöðvar frá 1903 og segir Hannes á Núpsstað hafa stað-
fest það.
GRÍMSVÖTN OG GOSIÐ
13. apríl. Fram til þessa hafði ekki sést mjög mikið til
gosstöðvanna af meginjöklinum, enda yfir 15 km vega-
lengd þangað og bar Háubungu (sem Guðmundur kallar
Jökulbungu) í milli (1700 m). Skíðafæri versnaði sífellt
vegna gjóskulags á jöklinum. í um 1600 m hæð var
snjórinn alsvartur og hvergi sást í ljósan díl í Háubungu.
Leiðangursmenn tóku sýni með ákveðnu millibili. Bar
mikið á vikurdyngjum og einnig á hnyðlingum úr „grá-
grænu molabergi“. Hvert sem litið var í norður og
austur sást aðeins svartur jökull.
í Grímsvötnum var slitrótt gos. Fjórmenningarnir
skilja nú farangur eftir milli Þórðarhyrnu og Háubungu
og ganga fyrst á bunguna en stefna síðan utan undir
Svíahnjúk vestari. Þeim sækist ferðin seint. Af og til
velta gosgufuhnyklar út yfir jökulinn, drunur heyrast og
sérkennilegt hvæs og úr sigdældinni („dalnum", eins og
104 JÖKULL 35. ÁR