Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 140
Goðheimar á Goðahnúkum, Goðahryggur í baksýn t. v.
Ljósm. Pétur Þorleifsson, 28. júlí.
Vatnajökli. Var merkið allmikið brotið af veðrun og
ísingu, því vafalítið geisa hörð veður á þessum slóðum,
einkanlega haust og vetur.
Eftir góðan stans í ágætu veðri, var haldið aftur
áleiðis í skálann. Nú höfðum við slóðina til baka, enda
vorum við helmingi fljótari á leiðinni. Veðrið var þenn-
an dag aldeilis óborganlegt, blanka logn og steikjandi
hiti, en þoka á láglendi sem fyrr. Kvenfólkið okkar,
sólbaðsfólkið, lét vel yfir sínum hlut. Bráðlega kom þó í
ljós að Guðrún hafði brunnið heiftarlega á bakinu, og
Sigrún var lengi kvölds að kæla hana með snjó, en
Vilhelm hafði orð á því að líklega yrði hann að gefa
henni Brunaliðsplötuna þegar heim kæmi. Þannig leið
þetta síðasta kvöld okkar í Goðheimum. Við áttum
erfitt með að koma okkur í háttinn þetta kvöld, en
vorum á ferli fram yfir miðnætti. Veðrið og útsýnið var
frábærlega fagurt og erfitt að slíta sig frá þessum dá-
semdum. Undir klukkan eitt voru þó flestir komnir í
pokana.
Þótt seint væri farið í háttinn voru flestir komnir á ról
um fimmleytið morguninn eftir og var nú tekið til
óspilltra málanna að ferðbúast. Veðrið var algjörlega
óbreytt frá deginum áður, en frost hafði verið um
nóttina, svo göngufærið var ágætt. Klukkan sex stóð
hópurinn ferðbúinn framan við skálann. Síðustu mynd-
irnar voru teknar og skálinn kvaddur. Síðan hófst
gangan. Við héldum eftir gömlu slóðinni suður af nyrðri
Goðahnúknum, og tókum stefnuna á Goðaborg. Við
höfðum smá viðdvöl á syðri hnúknum, en um einn og
hálfur kílómetri er á milli. Síðan var þrammað áfram
suður á bóginn, og gekk ferðin greitt. Vorum við aðeins
rúma þrjá tíma suður á móts við Goðaborg. Þar skildum
við pokana eftir og héldum upp á há Goðahrygg, rétt
sunnan Goðaborgar. Höfðum við þaðan dýrðlegt útsýni
yfir farinn veg. í forgrunni blasti Goðaborgin við 1425 m
yfir sjó, en við stóðum nú öllu hærra á háhryggnum.
Veður var frábærlega fagurt og bjart vestur og norður
yfir jökulinn, en suður undan og neðan við okkur ólgaði
þokan. Eftir góða stund héldum við aftur þangað sem
farangurinn beið. Síðan var haldð niður undir brúnir
Vesturdals og höfðum við þar langan stans. Veðrið var
með sama hætti og fyrr en á því varð snögg breyting er
aftur var lagt af stað. Við héldum brátt inn í þokubakk-
ann. Nú kom sér vel vörðuhleðslan á uppleið. Við
fundum brátt vörðuröðina og fylgdum henni niður undir
Fossdal, en þar komumst við niður úr þokunni. Eftir
það gekk ferðin greitt niður Fossdal, utan í Fossdals-
hnútu og niður í botn Hoffellsdals, þar sem bílarnir biðu
okkar. Klukkan var hálf sex er þangað kom. Að end-
ingu vildi ég ráðleggja fólki er hefði áhuga á svipaðri
ferð að léttari leið er að fara norðan frá t.d. frá Snæfelli
vestanverðu, en þaðan er hægt að komast langleiðina að
jöklinum á bíl, og er þá aðeins um 10 km í Goðheima.
Pétur Þorleifsson
138 JÖKULL 35. ÁR