Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 62
AGRIP
VELLISHVERASVÆÐIÐ í REYKHOLTSDAL í B ORGARFIRÐI
Lúðvík S. Georgsson, Orkustofnun
Guðmundur Ingi Haraldsson, Orkustofnun
Haukur Jóhannesson, Náttúrufrœðistofnun Islands.
Einar Gunnlaugsson, Hitaveitu Reykjavíkur
Jarðhitinn á hverasvæði því, sem kennt er við gos-
hverinn Velli, fylgir í grófum dráttum tveimur línum
sem skerast í miðjum dalnum (2. mynd), annars vegar
Vellislínunni en hins vegar Sturlu-Reykja — Hagahús-
línunni.
Vellislínan er um 1.5 km löng og stefnir NNA-SSV,
frá Logalandi sunnan dals, norður fyrir Laugavelli norð-
an megin. Jarðhitinn er nær samfelldur á löngum köfl-
um, en öflugustu hverirnir eru þrír; Snældubeinsstaða-
hver syðst, Vellir, sem einnig er þekktur undir nafnnu
Árhver, í miðjum dalnum og Baðlaugahver norðan
Reykjadalsár. Af þeim er Vellir langstærstur. Hann er
goshver, sem kemur upp í miðri Reykjadalsá. Að öllu
jöfnu gýs hann um 1—1.5 m en ef í hann er sett sápa
getur hann gosið 10—15 m (3. mynd). Vellislínan þræðir
farveg Reykjadalsár á alllöngum kafla og kaffærir áin
suma hverina.
Sturlu-Reykja - Hagahúslínan er í raun tvískipt.
Annars vegar er um 60—70 m löng lína við Sturlu-Reyki
með tveimur stórum hverum, Sturlureykjahverum.
(Neðri hverinn hefur einnig verið nefndur Lúsahver).
Hins vegar er 300 m löng lína sunnan megin í dalnum,
kennd við Hagahús, sem eru tóftir í hlíðinni. Lar koma
nokkrar volgrur upp í mýri.
Heildarrennsli af öllu svæðinu er um 33 1/s og er mest
af því sjóðandi vatn. Efnasamsetning heita vatnsins
gefur til kynna að djúphiti sé um 130°C. Ekki er mark-
tækur munur á efnasamsetningu einstakra hvera.
Dalbotn Reykholtsdals er hulinn þykkum setlögum
frá lokum síðasta jökulskeiðs og því er erfitt að gera sér
grein fyrir tengslum jarðhitans við veilur í berggrunnin-
um. Með jarðfræðiathugun í næsta nágrenni (4. mynd)
og umfangsmiklum segulmælingum (5. mynd) var reynt
að finna þessi tengsl.
Rennsli jarðhitans að Vellislínunni (6. mynd) virðist
vera tengt tveimur norðaustlægum misgengjum,
Snældubeinsstaða- og Logalandsmisgengjunum (SSF og
LF á 4. mynd). Þau eru bæði skorin af norðlægri
sprungu, sem stjórnar að miklu leyti uppstreyminu næst
yfirborði.
Uppstreymi á Sturlu-Reykja - Hagahúslínunni virð-
ist tengt norðvestlægri sprungu, sem sker ef til vill
Vellislínuna nærri Velli. Þó er talið líklegt að djúp-
streymið við Sturlu-Reyki sé eftir norðaustlægu broti
eða gangi, en sprungan stjórni dreifingu jarðhitans á
yfirborði.
Fleiri gangar fundust á svæðinu, flestir norðaustlægir.
Þeir virðast ekki hafa áhrif á dreifingu jarðhitans. Þó er
vísbending um gang við Snældubeinsstaðahver, sem
gæti haft áhrif á uppstreymið þar.
60 JÖKULL 35. ÁR