Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 62

Jökull - 01.12.1985, Page 62
AGRIP VELLISHVERASVÆÐIÐ í REYKHOLTSDAL í B ORGARFIRÐI Lúðvík S. Georgsson, Orkustofnun Guðmundur Ingi Haraldsson, Orkustofnun Haukur Jóhannesson, Náttúrufrœðistofnun Islands. Einar Gunnlaugsson, Hitaveitu Reykjavíkur Jarðhitinn á hverasvæði því, sem kennt er við gos- hverinn Velli, fylgir í grófum dráttum tveimur línum sem skerast í miðjum dalnum (2. mynd), annars vegar Vellislínunni en hins vegar Sturlu-Reykja — Hagahús- línunni. Vellislínan er um 1.5 km löng og stefnir NNA-SSV, frá Logalandi sunnan dals, norður fyrir Laugavelli norð- an megin. Jarðhitinn er nær samfelldur á löngum köfl- um, en öflugustu hverirnir eru þrír; Snældubeinsstaða- hver syðst, Vellir, sem einnig er þekktur undir nafnnu Árhver, í miðjum dalnum og Baðlaugahver norðan Reykjadalsár. Af þeim er Vellir langstærstur. Hann er goshver, sem kemur upp í miðri Reykjadalsá. Að öllu jöfnu gýs hann um 1—1.5 m en ef í hann er sett sápa getur hann gosið 10—15 m (3. mynd). Vellislínan þræðir farveg Reykjadalsár á alllöngum kafla og kaffærir áin suma hverina. Sturlu-Reykja - Hagahúslínan er í raun tvískipt. Annars vegar er um 60—70 m löng lína við Sturlu-Reyki með tveimur stórum hverum, Sturlureykjahverum. (Neðri hverinn hefur einnig verið nefndur Lúsahver). Hins vegar er 300 m löng lína sunnan megin í dalnum, kennd við Hagahús, sem eru tóftir í hlíðinni. Lar koma nokkrar volgrur upp í mýri. Heildarrennsli af öllu svæðinu er um 33 1/s og er mest af því sjóðandi vatn. Efnasamsetning heita vatnsins gefur til kynna að djúphiti sé um 130°C. Ekki er mark- tækur munur á efnasamsetningu einstakra hvera. Dalbotn Reykholtsdals er hulinn þykkum setlögum frá lokum síðasta jökulskeiðs og því er erfitt að gera sér grein fyrir tengslum jarðhitans við veilur í berggrunnin- um. Með jarðfræðiathugun í næsta nágrenni (4. mynd) og umfangsmiklum segulmælingum (5. mynd) var reynt að finna þessi tengsl. Rennsli jarðhitans að Vellislínunni (6. mynd) virðist vera tengt tveimur norðaustlægum misgengjum, Snældubeinsstaða- og Logalandsmisgengjunum (SSF og LF á 4. mynd). Þau eru bæði skorin af norðlægri sprungu, sem stjórnar að miklu leyti uppstreyminu næst yfirborði. Uppstreymi á Sturlu-Reykja - Hagahúslínunni virð- ist tengt norðvestlægri sprungu, sem sker ef til vill Vellislínuna nærri Velli. Þó er talið líklegt að djúp- streymið við Sturlu-Reyki sé eftir norðaustlægu broti eða gangi, en sprungan stjórni dreifingu jarðhitans á yfirborði. Fleiri gangar fundust á svæðinu, flestir norðaustlægir. Þeir virðast ekki hafa áhrif á dreifingu jarðhitans. Þó er vísbending um gang við Snældubeinsstaðahver, sem gæti haft áhrif á uppstreymið þar. 60 JÖKULL 35. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.