Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 90

Jökull - 01.12.1985, Page 90
6. Mynd. Hamragarðahraun undir (í) Eyjafjöllum. Fig. 6. The Hamra- gardar lavaflow in the Eyjafjöll regi- on, South Iceland. in. Á stöku stað eru linsur af svörtum lagskiptum sandi ofan á völuberginu. Hvergi fundust leifar af jarðvegi undir hrauninu. Ofan á hrauninu er aðeins jarðvegur, oftast 4-5 m þykkur. Bæði hraunin eru ísúr. Hamra- garðahraunið er basalt andesít (Sveinn P. Jakobsson 1979). Bæði hraunin eru plagíóklasdílótt, en Kambagils- hraunið þó sýnu meira. Smáir pýroxen dílar eru á stangli í báðum hraununum. Hraunin eru allþykk, en erfitt reyndist að mæla þykktina nákvæmlega. Það stafar m.a. af því hve breyti- leg hún er frá einum stað til annars. Meðalþykktin er áætluð um 10 m. Kristinn Einarsson jarðfræðingur mældi fyrir mig flatarmál beggja hraunanna (1. tafla). Þau eru fremur lítil, 5,7 og 4,0 km2 að flatarmáli og innan við tíunda hluta úr rúmkílómetra hvort um sig. 1. TAFLA Flatarmál, þykkt og rúmmál Hamragarða- og Kamba- gilshrauna. TABLE I. Lava volumes. Flatarmál Meðal- Rúmmál (km2) þykkt (m) (km3) Kambagilshraun 5,7 10 0,06 Hamragarðahraun 4,0 10 0,04 FYRRI KENNINGAR HRAUNANNA UM ALDUR Guðmundur Kjartansson (1958a) taldi, að Kambagils- hraunið hefði runnið út á jökultungu, sem streymt hefði út dalinn milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar. Þennan jökul nefndi Guðmundur Markarfljótsjökul. Hann taldi, að jökullinn hefði verið við líði í lok síðasta jökulskeiðs og má raunar lesa milli línanna, að hann hefir haft Búða- jökulinn í huga. Seinna fullyrðir Guðmundur Kjartans- son (1970), að Markarfljótsjökullinn hafi verið hluti af Búðajöklinum. Guðmundur byggði skoðun sína á þremur atriðum. I fyrsta lagi, að „neðanvert hraunið virðist þykkara en efni standa til, í svo miklum halla, og frambrúnin furðu há“. Hér á Guðmundur við hraunbrúnina ofan við stærri óbrennishólmann ofan við flatann. Þarna er hraunið um 10 m þykkt, sem ekki er óeðlilegt í hrauni sem er ísúrt að samsetningu. I öðru lagi taldi Guðmund- ur, að hrauntröðin Kambagil, sem virðist enda er kemur niður á flatann, gæti ekki endað í sjálfum hraunjaðrin- um. Þetta er rétt, en hann taldi, að hraunið næði ekki lengra, en eins og hér að ofan hefir verið skýrt frá, hverfur hraunið þarna í jökulruðning. Framhald hraun- traðarinnar hefir og fundist neðan við brúnina. í þriðja lagi áleit Guðmundur, að gjallkennt lausagrjót, sem er í jökulruðningnum á flatanum, væri úr hrauninu. Þetta er að hluta rétt, en sumt af því hefir jökullinn þó flutt með sér innan að. Þetta gjallkennda efni taldi Guðmundur, að lægi ofan á jökulruðningnum og væri leifar af þeim hluta hraunsins, sem runnið hefði út á jökulinn og limast í sundur er hann hörfaði og bráðnaði undan. Þessi röksemd gildir ekki, þar sem sýnt hefir verið fram á, að hraunið liggur undir öllum flatanum og að gjall- dreifin er að mestu inni í jökulruðningnum og sumstað- ar er greinilegt, að hraunið sjálft skýtur kryppunni upp úr jökulruðningnum. Guðmundur rakti dreifina niður undir bæi í Mið- og Syðstu-Mörk. Sveinn P. Jakobsson 88 JÖKULL 35. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.