Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 100

Jökull - 01.12.1985, Page 100
Mynd 1. Jan Mayen. Gosstöðvarnar 1985 eru sýndar með stjörnu og byggðin með hring. Hæðar- og dýpt- arlínur sýna 500, 1000, 1500 og 2000 metra. - Fig. 1. The eruption site 1985 is shown by an asterisk and the station by a circle. Height and depth contours show 500, 1000, 1500 and 2000 meters. gjallgíga en móberg myndað í sjó kemur allvíða fyrir. Bergið er kalíríkt alkalískt og spannar samsetningarröð frá ankaramítum til trakýta (sjá Imsland, 1984). Ank- aramít og Mg rík basölt eru algengust á norðanverðri eynni en þróaðri basölt á suðurhlutanum. Þar finnast einnig þróuðustu bergtegundirnar, tristanít og trakýt. Á Norðureynni er eldkeilan Beerenberg, 2277 m hátt reglulegt fjall, að mestu hulið jökli. Það er gert úr ankaramítum og basöltum, mestmegnis hraunlögum og móbergshrúgöldum. í toppi þess er mikill gígur, um 1 km í þvermál. Er hann opinn til vesturs og fæðir mesta skriðjökul eyjunnar. Suðureyjan er fjallgarður, gerður að mestu úr hraunum, móbergi og gjallgígum og ná fjallatoppar upp undir 770 m hæð. Eru flestir topparnir gjallgígar og trakýtgúlar. Hraun hafa runnð út af þess- um fjallgarði og myndað láglendiskraga með ströndinni, einkum vestanvert á eynni. Norður- og Suðureyjan tengjast með mjóum og lágum fjallarana, sem svipar til Suðureyjunnar að byggingu. Árið 1970 gaus í NA-hlíðum Beerenberg og er það fyrsta gosið á eynni, sem öruggar sagnir fara af. í frásögnum sæfarenda á fyrri öldum eru ónákvæmar lýsingar atburða, sem að öllum líkindum eru eldgos. Gosið 1970 var allmikið gos. Það hófst í september og stóð a.m.k. fram í janúar 1971. Samkvæmt Siggerud (1972) opnaðist um 6 km löng sprunga frá sjó og upp í 1000 m hæð og voru gígar á henni á 5 stöðum. Um 4 km2 nýs lands myndaðist við hraunrennsli í sjó út. Rúmmál gosefna var a.m.k. 0.5 km3. LÝSING Á GOSI OG UMMERKJUM Eldgosið í janúar 1985 var á stuttri sprungu yst á NA- horni eyjunnar. Yfirlit yfir gosstöðvarnar sést á 2. mynd. Sprungan náði, að því er virðist, upp undir Sarskrateret norðanvert og hefur líklega upphaflega náð út í sjó um það bil mitt á milli Austkapp og Nordkapp. Sprungan hefur því verið um 1 km á lengd og náð frá sjávarmáli og vel upp fyrir 200 m hæð. Gíguppvörp voru mest áberandi efst á sprungunni og mátti þar um ki. 14:40 hinn 7. janúar sjá 3 megingíga. í efsta gígnum var glóð en lítil hreyfing, smá kviku- slettur og hæg afgösun. í næstefsta gígnum var virknin heldur meiri, töluverðar kvikuslettur og allmiklir gas- logar virtust einnig vera þar af og til. í þeim þriðja var virknin mest. Örlítil glóð sást í honum neðst og stöðugur brúnn gosmökkur reis upp af honum. Barst hann austur af eynni undan vestanátt og reis í ca. 1000 m hámarkshæð, sem hann náði fáeinum kílómetrum austan við eyna. Eftir það barst hann aillangt til austurs en byrjaði síðan að sveigja suður á við. Hann dreifðist mjög lítið, var flatur að ofan og hélst vel afmarkaður í sömu hæð, svo langt sem séð varð. Ur mökknum ýrði af og til fínni gjósku niður á sjóinn næst eynni. Ekki sást til neinnar virkni neðar á sprungunni. Hvort þar kom upp kvika að einhverju ráði í gosinu er óljóst. Það virðist hinsvegar ljóst að sprungan hafi í upphafi náð út undir ströndina, því á litlum bletti upp af Fulmarfloget reis upp stöðugur stakur hvítur gufubólstur. Þetta var í beinu framhaldi af gígaröðinni ofar í hlíðinni. 98 JÖKULL 35. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.