Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 9
„Sjóðurinn hefur endurtekið verið nefndur
best rekni þróunarsjóðurinn innan SÞ. Er
þar annars vegar horft til fjármálastjórn-
unar stofnunarinnar og hins vegar skil-
virkni þróunarverkefna á hennar vegum.
Nú er mikilvægi þróunaraðstoðar í þágu
kvenna viðurkennd á alþjóðavettvangi.
Mörg dæmi má nefna um verkefni
UNIFEM sem hafa breytt lífi einstakl-
inga í þróunarlöndunum, í flóttamanna-
búðum, í kjölfar átaka, við endurupp-
byggingu samfélaga og lýðræðisþróun.“
landssamtaka UNIFEM sem nú eru 15 talsins. Markmið núverandi
stjórnar er að félagið vaxi enn frekar og að UNIFEM á Íslandi auki
verulega framlag sitt til þróunarsjóðsins á næstu árum. Til að ná þessu
markmiði er nauðsynlegt að auka umsvif félagsins, fjölga félögum og
taka á í fjárölfunar- og kynningarmálum. Ljóst er að ný og bætt aðstaða
UNIFEM í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna mun nýtast félaginu til að ná
umræddum markmiðum. Þá auðveldar aukinn sýnileiki fjáröflunarstarf
UNIFEM.
Félagið vill taka virkan þátt í umræðum um starfsemi SÞ og áherslur
Íslands í utanríkismálum í aðdraganda umsóknar Íslands um fast sæti í
öryggisráði SÞ árið 2009. Þetta er ekki síst til að benda á mikilvægi jafn-
réttismála og bætt hlutskipti kvenna við uppbyggingu sjálfbærrar þróunar.
Í því samhengi er vert að athuga hvernig íslensk sérfræðiþekking getur
verið Íslandi til framdráttar á alþjóðavettvangi, t.d. í aðgerðum gegn
útbreiðslu vændis og mansals, á sviði marghliða og tvíhliða þróunarsam-
vinnu og í vinnu sem snýr að samþættingu jafnréttissjónarmiða við starf-
semi íslenskrar og alþjóðlegrar friðargæslu, sbr. ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna nr. 1325, um konur, stríð og öryggi.
skiptum við landsfélögin og öflugri útgáfu- og kynningarstarfsemi
sem öll félögin eiga greiðan aðgang að.
Nú eru verkefni UNIFEM á annað hundrað talsins um heim allan.
Kvennasjóðurinn er sjálfstæð eining innan Þróunarmálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, UNDP, og á þar náið samstarf við fleiri stofn-
anir, einkum Matvælastofnun SÞ og Barnahjálp SÞ. Sjóðurinn hefur
þá sérstöðu að vera rekinn fyrir frjáls framlög frá aðildarríkjum SÞ en
fær ekki fast hlutfall fjárframlaga eins og margar aðrar stofnanir innan
þeirra. Kvennasjóðurinn er þar af leiðandi mjög viðkvæmur fyrir efna-
hagssveiflum í aðildarríkjunum, því þegar að kreppir í efnahagslífi
innanlands er auðveldara að lækka frjálsu framlögin en þau föstu.
Rekstur sjóðsins hefur að þessum sökum verið sveiflukenndur þótt
vel hafi gengið síðustu ár. Norðurlöndin ásamt Kanada og Hollandi
hafa stutt sjóðinn dyggilega og þótt framlög Íslands hafi verið lægri og
óstöðugri en annarra ríkja Norðurlanda hafa þau hækkað umtalsvert
á liðnum áratug. Heildartekjur UNIFEM voru um 20 milljónir dala
árið 2002 og lögðu Norðurlöndin til 25% af heildarframlögum sjóðs-
ins. Á árinu 2003 greiddi UNIFEM á Íslandi 30.000 dollara eða 2,2
milljónir íslenskra króna til þróunarsjóðsins og stjórnin hefur ákveðið
að greiða 40.000 dollara á yfirstandandi ári sem eru um 2,9 milljónir
króna.
Best rekni þróunarsjóðurinn innan SÞ
Sjóðurinn hefur endurtekið verið nefndur best rekni þróunarsjóðurinn
innan SÞ. Er þar annars vegar horft til fjármálastjórnunar stofnunar-
innar og hins vegar skilvirkni þróunarverkefna á hennar vegum. Í dag
er mikilvægi þróunaraðstoðar í þágu kvenna viðurkennd á alþjóða-
vettvangi. Mörg dæmi má nefna um verkefni UNIFEM sem hafa
breytt lífi einstaklinga í þróunarlöndunum, í flóttamannabúðum, í
kjölfar átaka, við enduruppbyggingu samfélaga og lýðræðisþróun.
Upphaflega voru verkefni Kvennasjóðsins aðallega fólgin í því að
bæta efnahagslega afkomu fátækra kvenna í þróunarríkjunum og
voru verkefnin nær eingöngu í Afríku. Í kjölfar kvennaráðstefnunnar
í Peking árið 1995, þar sem þátttökulöndin skrifuðu undir fram-
kvæmdaáætlun um hvernig mætti efla stöðu og samfélagslega þátt-
töku kvenna, fjölgaði verkefnum UNIFEM og áherslurnar urðu fjöl-
breyttari. Í framhaldi af ráðstefnunni hlaut UNIFEM einnig aukið
vægi í starfssemi SÞ. UNIFEM hefur nú meiri áhrif á skipulagningu,
stefnumótun og uppbyggingu innan SÞ en nokkru sinni fyrr enda
lykilaðili í að hrinda markmiðum Peking-ráðstefnunnar um sam-
þættingu jafnréttissjónarmiða við alla starfssemi stofnunarinnar í
framkvæmd.
Skýr framtíðarsýn
UNIFEM á Íslandi stendur sterkt að vígi og hefur skýra framtíðarsýn.
Félagið vill nýta sér kraftinn sem felst í þriðju bylgju femínismans
og hefur tekið höndum saman með öðrum kvennahreyfingum hér á
landi til að kynna boðskap jafnréttis og mannréttinda kvenna víða um
heim. Landssamtökin njóta virðingar og velvildar enda meðal sterkari
8