Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 11

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 11
Að efla getu og forystuhlutverk kvennasamtaka og tengslaneta þeirra. Að virkja pólitískan og fjárhagslegan stuðning við jafnréttismál og réttindabaráttu kvenna. Að koma á auknu samstarfi á milli kvennasamtaka, ríkisstjórna, Sameinuðu þjóðanna og einkageirans á sviði jafnréttismála. Að taka taka þátt í tilraunaverkefnum þar sem nýjar aðferðir til að bæta stöðu kvenna og stuðla að kynja- jafnrétti eru reyndar. Að byggja gagnagrunn um áhrifaríkar aðferðir sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum á öllum stigum þróunarsamstarfs. Peking-áætlunin UNIFEM vinnur samkvæmt grundvallarmarkmiðum Peking-áætlunarinnar, sem samþykkt var á kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking í Kína árið 1995. Peking-áætlunin liggur nú til grundvallar yfir hundrað jafnréttisáætlunum um allan heim, m.a. á Íslandi. Eftirfarandi eru tólf helstu áhersluatriði áætlunarinnar: að koma þessum hugmyndum í verk. UNIFEM hefur sett upp vefinn www.WomenWarPleace.org þar sem upplýsingum frá fjölmörgum aðilum um málefnið er safnað saman, sýnd dæmi um árangur á þessu sviði og leiðir til að koma ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 í gagnið. Á fyrstu fjórum mánuðunum var heimasíðan skoðuð oftar en milljón sinnum, sem sýnir áhugann á málefninu og mikilvægi slíks upplýsingabanka. Fyrir tilstilli UNIFEM-sjóðsins á sér stað greining og dreifing upplýsinga um árangursríkar aðferðir sem notaðar hafa verið í verkefnum sem sjóðurinn hefur stutt. Á síðasta ári gaf UNIFEM út skýrsluna Not a Minute More: Ending Violence Against Women, sem byggð er á fyrrnefndum störfum sem unnin hafa verið um allan heim til að binda enda á ofbeldi gegn konum og útlistar tillögur til framfara. UNIFEM þarf nú á fé að halda til að koma tillögunum í framkvæmd. Störf UNIFEM í bandalagi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna, ríkis- stjórnir og frjáls félagasamtök sýnir svo ekki verði um villst að afnám ofbeldis gegn konum er grundvöllurinn fyrir því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. UNDP hefur þróað framsækna aðferð, sem UNIFEM hefur tekið upp, til að auka þekkingu á því hvernig samþætta eigi kynjasjónarmið framkvæmd þúsaldarmarkmiðanna. Verið er að prófa virkni þessarar aðferðar í fimm ríkjum, þar sem lögð er áhersla á samvinnu ríkisstjórna, frjálsra félagasamtaka og stofnana Sameinuðu þjóðanna við að tilgreina kynjasjónarmið í skýrslugerð og eftirfylgni og framkvæmd þúsaldarmarkmiðanna. Ofbeldi gegn konum er einnig tekið fyrir og stefnt er að því að kynna árangurinn um allan heim. Konur og stúlkur vilja sjá að þúsaldarmarkmiðin séu ekki aðeins í orði heldur einnig á borði og að markmiðin verði til þess að útrýming á fátækt í heiminum, ofbeldi og ójafnrétti hafi forgang. Á næsta fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem markar tíu ár frá gerð Peking- áætlunarinnar eins og fyrr segir, vonast UNIFEM til að ríki taki skrefið til fulls til að styðja og veita fjármagni til að binda enda á ofbeldi gegn konum til að kynjajafnrétti, þróun og friður geti orðið að veruleika. Konur og fátækt Menntun kvenna Konur og heilsufar Ofbeldi gegn konum Konur og vopnuð átök Konur og efnahagsmál Konur við stjórnvölinn Stofnanir sem vinna að framgangi kvenna Mannréttindi kvenna Konur og fjölmiðlar Konur og umhverfið Stúlkubörn og unglingsstúlkur Frekari upplýsingar um Peking-áætlunina er að finna á slóðinni: http://www.un.org/womenwatch/daw/beijing 1 2 3 4 5 6 7 8 9 12 11 10 Í starfi sínu leggur UNIFEM áherslu á: Fimm meginaðferðir UNIFEM Ljósm ynd : Sig vald i Torfason/N am ib ía 1 2 3 4 5 10

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.