Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 16

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 16
Hver er Birna Þórarinsdóttir? „Ég er Vesturbæingur í húð og hár, menntuð í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólanum í Reykjavík, þaðan sem ég tók stúdentspróf af nýmáladeild vorið 1999. Ég tók mikinn þátt í félagsmálum á mennta- skólaárunum, var í Herranótt, ritstjórn Skólablaðsins og gegndi emb- ætti inspector scholae. Að loknu stúdentsprófi lærði ég frönsku í útlendingadeild Sorbonne í París í tvær annir og byrjaði því næst í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands haustið 2000. Hluta af BA-náminu mínu tók ég erlendis, ég var skiptinemi við Karlsháskóla í Prag í einn vetur og sótti einnig námskeið í alþjóðlegum sumarháskóla í Pristína í Kósóvó. Ég lauk BA-prófi í stjórnmálafræði í október 2003 og skrifaði lokarit- gerð um ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 (2000), um konur, stríð og öryggi. Í framhaldi af því hóf ég vinnu við rannsókn á samþættingu jafn- réttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni fyrir UNIFEM á Íslandi, Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ og utanríkisráðuneytið. Í febrúar hélt ég til Strassborgar þar sem ég var í starfsþjálfun hjá fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu. Þar fékk ég að kynnast starfsháttum utanríkis- þjónustunnar og alþjóðastofnana í hálft ár en við heimkomu í ágústlok tók ég við störfum hjá UNIFEM.“ Hvað hefurðu fengist við á sviði jafnréttis- og alþjóðamála undan- farin ár? „Ég hef lengi verið að fást við alþjóða- og jafnréttismál, ýmist með námi eða starfi. Meðal annars sat ég í undirbúnings- og framkvæmdanefnd fyrsta Iceland Model United Nations þingsins (ICEMUN) sem haldið var í Háskóla Íslands síðasta haust. Allt stefnir í enn veglegra þing á þessu ári og er ég stolt af því að hafa komið þessu verkefni á laggirnar hérlendis, en tilgangur MUN er að kynna starf Sameinuðu þjóðanna, í okkar tilviki öryggisráðsins, fyrir ungu fólki. Ég sat í fyrsta ráði Femínista- félagsins, sem fulltrúi ungra femínista, og hef skrifað fjölmargar greinar um jafnréttismál, nú síðast um jafnréttisstarf Evrópuráðsins í tímaritið 19. júní. Rannsóknin á samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðar- gæslunni hefur þó tekið mestan minn tíma undanfarna mánuði og eftir mikla vinnu hyllir nú loks undir að henni ljúki.“ Hvernig stendur á brennandi áhuga þínum á jafnréttis- og kynja- málum? „Ég man hreinlega ekki öðruvísi eftir mér en sem femínista og er óhætt að segja að jafnréttismálin séu mér í blóð borin. Langamma mín, Laufey Vilhjálmsdóttir, var framarlega í jafnréttisbaráttunni á sínum tíma og hefur móðir mín, Sigríður Vilhjálmsdóttir, lengi starfað að jafnréttismálum. Ég man eftir mér sem stelpugopa að hjálpa henni við að dreifa tímaritinu 19. júní í hús. Mig minnir að ég hafi átt í nokkrum erfiðleikum á þeim tíma með að skilja af hverju tímaritið hét ekki 17. júní og taldi þarna vera um villu að ræða en ég komst að mikilvægi dagsins fyrr en varði! Auknum skilningi og þekkingu, t.a.m. í námi og við störf að jafnréttis- málum, hefur síðan fylgt skýrari og einarðari afstaða til jafnréttis- og kynjamála. Með hliðsjón af núverandi samfélags- og heimsskipan finnst mér ekkert sjálfsagðara en að vera femínisti.“ Hver eru helstu forgangsatriði þín sem nýráðin framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi? „Forgangsatriði UNIFEM á Íslandi á komandi mánuðum eru fyrst og fremst að efla félagið og starfsemina enda eru sóknarfærin mörg. Núverandi stjórn er mjög öflug, býr að viðamikilli þekkingu og hefur metnaðarfullar fyrirætlanir. Sjálf bý ég að töluverðri reynslu og þekkingu sem ég held að muni nýtast félaginu í starfinu framundan. Við stefnum að því að tvöfalda félagafjöldann, auka fjármuni félagsins til að geta styrkt verkefnasjóði UNIFEM enn betur og kynna félagið vel fyrir almenningi og fjölmiðlum hér á landi. Við höfum alla burði til að verða öflugasta landsdeild UNIFEM í Evrópu og ættum ekki að setja stefnuna á neitt minna.“ Ég tel að nú sé rétti tíminn til að vinna að þróunar- og mannúðar- málum á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa heitið auknum framlögum til þróunarmála og líta sérstaklega til UNIFEM í því tilliti, eins og kemur til dæmis fram í nýlegri skýrslu um þróunarmál sem fjallað er um annars staðar í tímaritinu. Stuðningur við starfsemi UNIFEM í Kósóvó er eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar og ég vona að við munum áfram eiga farsælt samstarf við friðargæsluna eftir að Kósóvó-verkefninu lýkur árið 2005. Íslenskur almenningur og fyrirtæki eru einnig sífellt meira vakandi fyrir stöðu mála í heiminum og möguleikum til að leggja okkar af mörkum. Við lifum enda í einu mesta velmegunarsamfélagi heims og eðlilegt að mínu mati að við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar.“ Ef við lítum á þróun mála á alþjóðavettvangi og hér heima er ljóst að UNIFEM getur verulega látið að sér kveða. Í raun myndi ég segja að UNIFEM þurfi að láta að sér kveða ef fram heldur sem horfir. Vaxandi hernaðarhyggja, hryðjuverk og óttinn við þau einkenna nú landslag alþjóðamála á kostnað knýjandi mála eins og útbreiðslu alnæmis, mansals og fátæktar. Á sama tíma gætir bakslags í jafnréttisbaráttunni sem ég tel nú reyndar að megi að nokkru rekja til fyrrgreindar hernaðar- og „öryggis“- hyggju. Þegar vá knýr dyra er sterk tilhneiging til þess að telja lausnina felast í styrk og karlmennsku, þ.e. einkennum hervaldsins. Ég vil aftur á móti setja fyrirvara við hugtakið öryggi því hefðbundinn, ríkismiðaður skilningur þess er of þröngur að mínu mati. Hvert er t.a.m. öryggi konu sem býr við heimilisofbeldi í annars friðsömu landi? UNIFEM hefur um árabil barist fyrir bættum kjörum kvenna og bent á tenginguna milli þróunar, jafnréttis, velferðar og öryggis. Að mínu mati hefur boðskapur og starfsemi UNIFEM brýnt erindi við okkur öll í dag.“ „Við stefnum að því að tvöfalda félaga- fjöldann, auka fjármuni félagsins til að geta styrkt verkefnasjóði UNIFEM enn betur og kynna félagið vel fyrir almenningi og fjölmiðlum hér á landi. Við höfum alla burði til að verða öflugasta landsdeild UNIFEM í Evrópu og ættum ekki að setja stefnuna á neitt minna.“ Ný framkvæmdastýra UNIFEM 17

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.