Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 30

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 30
Kynjuð hagstjórn eða samþætting kynja- og jafnréttissjónar- miða við fjárlagagerð var meðal þess sem var til umræðu í Turku í Finnlandi 12.-13. ágúst á þessu ári, en þá var tíu ára afmælisráðstefna Nordic Forum haldin þar í bæ. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar SÞ á Íslandi, sótti ráðstefnuna fyrir hönd UNIFEM á Íslandi og hlýddi á fyrirlestur Catharinu Brottare Schmitz, verkefnisstjóra hjá norrænu ráðherranefndinni. Af hverju kynjasjónarmið við fjárlagagerð? Sjaldan er rætt um fjárlagagerð og kynjajafnrétti í sömu andrá. En ef litið er á samfélög víða um heim blasa við staðreyndir um stöðu kynjanna sem gera að verkum að maður spyr sig hvers vegna ekki hafi verið rætt um þetta fyrr? Kannski er ástæðan sú að stjórnvöld og almenningur gera sér ekki grein fyrir því að fjárlög og útgjöld ríkisins hafa mismunandi áhrif á ólíka þjóðfélagshópa, þar á meðal á konur og karla. Catharina Brottare Schmitz, verkefnisstjóri um kynjasjónarmið við fjárlagagerð hjá norrænu ráðherranefndinni, fór yfir nokkrar mýtur varðandi efnahagskerfið í fyrirlestri sínum á Nordic Forum. Mýta 1: Efnahagskerfið hefur ekkert með kyn að gera! Schmitz segir að efnahagskerfi séu byggð á rökhyggju markaðarins og að efnahagskerfið líti út fyrir að virka eins fyrir bæði kynin (gender neutral). En ekki er allt sem sýnist, efnahagsstefna ríkja hefur í raun mjög mismunandi áhrif á kynin. Efnahagskerfið gerir til að mynda ráð fyrir að fjölskyldan sé smæsta eining samfélagsins, en ekki einstaklingurinn. Það gerir líka ráð fyrir því að konur og karlar, sem og allir aðrir hópar, hafi jafnmikil völd. En því er jú ekki að fagna í flestum samfélögum. Mýta 2: Ólaunuð vinna er ókeypis! Fólk telur að ólaunuð vinna sé ókeypis vegna þess að efnahagskerfi nútímans tekur ekki tillit til framlags hins ólaunaða umönnunarstarfs, sem í flestum tilfellum er í höndum kvenna. Einhver verður að sinna þessum störfum og á meðan það er á þeirra könnu geta konur ekki sinnt annarri launaðri vinnu. Því eru ólaunuð heimilisstörf langt í frá ókeypis. Schmitz vill sjá nýja skiptingu efnahagskerfisins sem tekur tillit til framlags ólaunaðrar vinnu. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gerir ráð fyrir að verð- gildi óskráðrar eða ólaunaðrar vinnu kvenna sé um 11 þúsund milljarðar dollara á ári hverju og að tölur um heimsframleiðslu yrðu 50% hærri ef tekið væri tillit til vinnu þeirra. Af þessu má sjá að ólaunuð vinna hefur mikil áhrif á efnahagskerfi ríkja og ekki ætti að vera neitt því til fyrir- stöðu að taka tillit til þess. Mýta 3: Efnahagsstefnur eru ekki hliðhollar öðru kyninu! Efnahagsstefna ríkja og stofnanir þess búa til og viðhalda staðalmyndum um kynin. Sem dæmi má nefna er lífsstíll karla oft fyrirmyndin eða normið sem farið er eftir. Þar af leiðandi er konum oft mismunað, t.d. við veitingu styrkja og lána eða þegar meta á afköst og framleiðslu hvers einstaklings. Þessi stefna viðheldur einnig kynskiptum vinnumarkaði sem enn og aftur er ekki hliðhollur konum þegar litið er til launa. Hvað er kynjuð hagstjórn? Kynjuð hagstjórn skapar tækifæri fyrir stjórnmálafólk, yfirvöld og aðra stefnumótandi aðila til að skilja mismunandi áhrif efnahagslegra ákvarð- ana á konur og karla. Með því að taka tillit til kynjasjónarmiða við fjárlagagerð er þó ekki átt við að veita eigi meira fé til jafnréttisverkefna eða verkefna sem lúta að konum eða körlum sérstaklega, heldur er átt við að skoða eigi möguleg áhrif sem úthlutun almannafjár hefur á kynin. Ekki er hægt að skoða áhrif á kynin út frá fjárlögum í heild sinni, heldur verður að skoða hverja úthlutun eða hvert verkefni fyrir sig. Schmitz telur í þessu sambandi nauðsynlegt að stjórnvöld notfæri sér kyngreindar upplýsingar, skapi umræðu og leggi áherslu á gegnsæi við fjárlagagerð. Nokkrar alþjóðastofnanir hafa innleitt og viðurkennt nauðsyn kynjasjónarmiða við fjárlagagerð en þær eru Efnahags- og fram- farastofnunin (OECD), Alþjóðabankinn, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Evrópusambandið og norræna ráðherranefndin. UNIFEM vinnur með alþjóðastofnunum og stjórnvöldum um allan heim við að tryggja að tekið sé tillit til kynjasjónarmiða við gerð fjárlaga og við mótun efnahagsstefnu ríkja. Heimildir og ítarefni www.gender-budgets.org • www.unifem.org • www.tgnp.co.tz www.thecommonwealth.org/gender • www.idrc.ca/gender www.wbg.org.uk • www.ids.ac.uk/bridge • www.idasa.org.za www.worldbank.org/wbi/publicfinance/gender.htm Af hverju kynjuð hagstjórn? Samatekt úr framsögu Catharinu Brottare Schmitz Íslenskir ráðstefnugestir á Nordic Forum í Turku í Finnlandi. Ljósmynd: Auður Magndís Leiknisdóttir. 30 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.