Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 33

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 33
Lanka, Indlandi og Pakistan. Algengast er að fólk flytji sig um set innan sömu heimsálfu og straumurinn liggur frá þróunarríkjunum til hinna þróuðu en ekki öfugt. Átta milljónir barna í ánauð, vændi og hernaði Farandverkafólk telur meira en helming þeirra 175 milljóna manna sem hafa yfirgefið föðurland sitt og sest að annars staðar, sem skráðir eða óskráðir innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur. Eðli málsins sam- kvæmt er ógjörningur að vita hversu margir eru án leyfis og þar af leið- andi án allra réttinda í gistilandinu. Þessi mikli fjöldi, 175 milljónir, er hins vegar einungis um tæp 3% af mannkyni. Flestir fæðast, lifa og deyja á „réttum stað“. Hver eru þessi 3% sem fara og hvernig er skiptingin eftir kyni, stétt, þjóðerni, litarhætti og trú? Hverjir verða eftir til langframa og hverjir snúa heim? Hvernig líður þeim sem flytjast á milli landa og eiga þeir eitthvað sameiginlegt? Hverjar eru aðstæður þeirra sem flytjast heim aftur? Til viðbótar þessum hópi eru 25 milljónir manna sem eru uppflosnaðir í eigin landi, oftast vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Fólk á vergangi er ekki skilgreint sem flóttafólk nema það fari yfir landamæri. Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labour Organization, ILO) telur að um átta milljónir barna séu í ánauð, vændi og hernaði. Hversu margar eru þær ungu konurnar eins Mende Nazer, sem kom til Reykjavíkur síðasta vetur og sagði okkur frá hvernig henni var rænt úr þorpinu sínu í Súdan, hún seld í ánauð þá barn að aldri og síðan smyglað til London? Talið er að um 2 milljónir kvenna og stúlkna séu árlega seldar mansali. Í Evrópu einni saman er talið að um hundrað þúsund forræðislaus börn séu á vergangi, börn sem eru auðveld bráð glæpa- samtaka af öllu tagi. Um helmingur brottfluttra einstaklinga (þ.e. þessara 175 milljóna) dvelst í Evrópu og Norður-Ameríku en flestir flóttamenn eru í Afríku. Það kemur á óvart hversu fáir flóttamenn eru á Vesturlöndum en þeir eru flestir í Suður-Afríku. Lifandi velferðarkerfi Allt til 1970 voru karlar í miklum meirihluta farandverkafólks. Síðan þá eru konur hins vegar jafnhreyfanlegar, og frá Asíu fara fleiri konur en karlar. Frá Indónesíu er t.d. flest farandverkafólk konur. Flestar kvennanna flytja með fjölskyldum sínum en á síðustu árum hafa sífellt fleiri farið á eigin vegum sem fyrirvinnur. Þetta á sérstaklega við um löndin í Suðaustur-Asíu, svo sem Sri Lanka og Bangladess en einnig Filippseyjar, Perú og El Salvador, en frá þessum ríkjum er straumur kvenna til olíuríkjanna við Persaflóa. Í þessu tilliti eru konur virkir þátttakendur í því ferli sem nefnt er hnattvæðing. Þær eiga frumkvæði að því að ferðast heimsálfa á milli, afla gjaldeyristekna fyrir heimalönd sín, stuðla að því að vestrænar konur og karlar geti náð frama á vinnumarkaði og þar með þróun vinnumarkaðarins. Þær halda heimili, elda mat, hugsa um börn og sinna öldruðum og sjúkum. Þær eru í stuttu máli lifandi velferðarkerfi, sveigjanlegt og ódýrt. Breska fræðikonan Barbara Hochschild talar um hina hnattrænu umönnunarkeðju. Mun þetta ástand breytast meðan konur eru um 1% þjóðarleiðtoga, um 10% flokksleiðtoga, 15% þingmanna, 3% fréttamanna og 70-80% þeirra fátækustu og ólæsu? Getur það breyst meðan konum er gert erfitt fyrir og jafnvel meinað að taka þátt í stjórn samfélaga sinna, haldið utan við menntastofnanir, fjármálastofnanir, fyrirtæki og fjölmiðla? Í þessu tilliti eru konur virkir þátttakendur í því ferli sem nefnt er hnattvæðing. Þær eiga frumkvæði að því að ferðast heimsálfa á milli, afla gjaldeyristekna fyrir heimalönd sín, stuðla að því að vestrænar konur og karlar geti náð frama á vinnumarkaði og þar með þróun vinnumarkaðarins. Þær halda heim- ili, elda mat, hugsa um börn og sinna öldruðum og sjúkum. Þær eru í stuttu máli lifandi velferðarkerfi, sveigjanlegt, ódýrt, lifandi velferðarkerfi. Fórnarkostnaður Konur sem fara til annarra landa til að framfæra börn sín og aðra ættingja láta þeim sem heima sitja eftir að sinna hlutverki sínu. Mæður og eiginkonur yfirgefa þannig heimilin jafnvel árum saman. Í mörgum tilvikum eru þær menntaðar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar eða annars konar sérfræðingar sem þýðir að óburðugt og vanþróað vel- ferðarkerfi í heimalöndum þeirra þróast enn hægar. Konan verður nú fyrirvinna fjölskyldunnar og sumar þeirra grípa tækifærið sem leið út úr ofbeldisfullum hjónaböndum og vonlausum aðstæðum. En hver er fórnarkostnaðurinn? Félagsfræðingurinn Rhacel Parrenas Salazar hefur lýst miklum söknuði og þrá kvennanna eftir börnum sínum, sem þær hafa þungar áhyggjur af – og ekki að ástæðulausu – einmanaleika og eftirsjá eftir fyrra starfi við það sem þær höfðu menntað sig til með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Barnungar vinnukonur Eftir því sem lönd iðnvæðast flyst fólk úr fátæktinni í dreifbýli til bæja og borga. Barnungar stúlkur og konur sem eru lítt menntaðar verða vinnukonur hjá löndum sínum. Þær tilheyra annarri stétt og eru jafnvel af öðrum uppruna. Í viðtölum við hóp frumbyggjakvenna í Gvatemala sem bjuggu á heimilum vinnuveitenda sinna kom í ljós að þær unnu 15 stunda vinnudag og komið var fram við þær af mikilli fyrirlitningu. Þær voru niðurlægðar á ýmsan hátt og ekki síst af börnunum. Þær fengu litla og lélega fæðu. Í El Salvador kom í ljós að stúlkur allt niður í níu ára bjuggu inn á heimilum fólks við slíkan aðbúnað. Stúlkurnar hverfa frá skóla og kynferðisleg áreitni og misnotkun er algeng. Þess má geta að í El Salvador nær vinnulöggjöfin ekki til þeirra sem vinna inni á heimilum. Minnir á þrælaverslun Þrátt fyrir að þrælaverslun sé ekki lengur lögleg minnir aðbúnaður og laun milljóna verkakvenna á þrælahald. Þær eru þrælar í eigin landi. Í Allt til 1970 voru karlar í miklum meirihluta farandverkafólks. Síðan þá eru konur hins vegar jafn hreyfanlegar, frá Asíu fara fleiri konur en karlar. Ljósmynd: Róshildur Jónsdóttir/Laos.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.