Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 34
þróunarlöndunum hafa milljónir manna, aðallega ungar konur, komið
út á vinnumarkaðinn á liðnum árum. Þær hafa flust úr dreifbýli til borg-
anna til að vinna á sérstökum útflutningssvæðum, og laun þeirra eru svo
lág að það borgar sig að flytja hráefni þúsundir kílómetra til þeirra og
fullunna vöru aftur frá þeim með margföldum gróða. Þessar útflutnings-
vörur, fatnaður, smávara, ýmiss konar fylgihlutir, skór, raftæki og leik-
föng, eiga stærstan þátt í aukinni þjóðarframleiðslu þessara ríkja en ávinn-
ingur kvennanna sem skapa þennan auð er í engu samræmi við framlag
þeirra. Fyrirtækin sækjast sérstaklega eftir starfskröftum kvenna þar sem
þær eru yfirleitt ekki í verkalýðsfélögum (sem reyndar eru oftast bönnuð
á þessum svæðum), gera minni kröfur og eru undirgefnari auk þess sem
hægt er að greiða þeim lægri laun. Um leið og þær setja fram meiri
kröfur – sem þær vissulega gera með tilheyrandi fórnum – eru verkin
fengin verktökum sem undirbjóða laun þeirra enn frekar með því t.d. að
ráða konur sem vinna heima hjá sér.
Sköpun gjaldeyristekna erlendis
Sama gildir um farandverkakonur í öðrum ríkjum. Þær senda meirihluta
launa sinna til heimalandsins og skapa þannig svo miklar gjaldeyristekjur
að stjórnvöld, t.d. á Filippseyjum og Sri Lanka, beinlínis hvetja konur til
þess að yfirgefa fjölskyldur sínar og vinna erlendis. Ríki eins og Jemen,
Jórdanía, Jamaíka og Erítrea fá um 10% þjóðartekna sinna frá farand-
verkafólki. Benda má á að sjö og hálf milljón Filippseyinga vinnur erlendis
og sendir heim sem svarar til milljörðum króna. Farandverkafólkið hefur
hins vegar ekkert um það að segja hvernig þessum gjaldeyri er varið
og gengur illa að fá baráttumálum sínum framgengt. Meðal þessara
baráttumála er rétturinn á heilsugæslu og tryggingum í gistilandinu og
möguleiki til greiða í lífeyrissjóði í heimalandinu, til þess að hafa að
einhverju að hverfa þegar það snýr heim aftur.
Fyrir utan stúlkur og konur sem seldar eru mansali standa þær sem
vinna á útflutningssvæðunum og inni á heimilum hvað verst að vígi,
enda er stefna stjórnvalda í viðkomandi ríkjum að bjóða erlendum
fyrirtækjum ódýrt vinnuafl. Heimilin eru friðhelg og oft og tíðum engin
löggjöf til um vinnuvernd eða réttindi þeirra sem þar vinna.
Hnattvædd barátta
Málefni farandverkafólks hafa ekki verið forgangsmál hjá alþjóðastofn-
unum. Ötul og hnattvædd barátta talsmanna þess hefur hins vegar skilað
miklum árangri á síðustu árum sem sýnir sig m.a. í því hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur verið skipaður sérlegur fulltrúi farandsverkafólks,
Gabriela Rodriquez Pizarro. Hún er fulltrúi mannréttindaráðsins og
ferðast víða og kannar frá fyrstu hendi aðstæður farandverkafólks. Hún
hefur lýst sérstökum áhyggjum af erfiðri stöðu kvenna sem vinna sem
heimilishjálp þar sem auðvelt er að misþyrma þeim og misbjóða án þess
að hægt sé að koma þeim til aðstoðar. Hún tiltekur einnig dæmi þar sem
þeim eru greidd laun sem miðast við heimalandið en ekki gistilandið.
Á liðnu ári tók gildi nýr alþjóðasamningur um réttindi farandverkafólks.
Samningurinn var tilbúinn til undirritunar árið 1990 en það tók 14 ár að
fá 20 ríki til að fullgilda hann, þannig að hann sé gildur að þjóðarrétti.
Ekkert iðnríkjanna hefur fullgilt samninginn og útlit er fyrir að þau komi
ekki til með að gera það. Samningurinn tryggir réttindi sem okkur þykja
sjálfsögð, eins og tjáningarfrelsi, vinnuvernd, þátttöku í stéttarfélögum
o.fl. Til viðbótar hafa tveir viðaukar við samninginn um bann við
skipulagðri glæpastarfsemi verið samþykktir.
Aukin réttindi „tefja“ efnahagslega þróun
Á tímum hnattvæðingar efnahagslífsins þegar áhrifa stjórnvalda gætir
sífellt minna í efnahagslífi ríkja og réttindum og lífsgæðum kvenna og
barna er fórnað, verður hlutverk frjálsra félagasamtaka enn mikilvægara.
Yfirvöld fátæku ríkjanna krefjast þess að efnahagsleg þróun þeirra verði
ekki „tafin“ með félagslegum réttindum verkafólks og það hentar
stórfyrirtækjum vel. Þróunarríkjunum er hins vegar gert að afnema
tolla og keppa á jafningjagrundvelli við iðnvæddu ríkin sem hafa
aldagamalt forskot. UNIFEM og Alþjóðastofnunin um fólksflutninga
(International Organization for Migration, IOM) hafa ákveðið að efla
enn frekar samvinnu gegn mansali sín á milli, til að koma til móts við
konur á átakasvæðum og til að efla réttindi farandverkakvenna. Noeleen
Heyzer, framkvæmdastýra UNIFEM, hefur bent á samhengi þessara
þátta. Í kjölfar átaka ríkir lögleysa og óstjórn á landamærum sem eru
kjöraðstæður fyrir verslun með konur og börn. Auk þess er eftirspurn
eftir ófaglærðu og ódýru vinnuafli í löndum þar sem friður ríkir en
fá atvinnutækifæri í heimalandinu, sem hvetur enn frekar til þess að
konur og börn bætist í hóp brottfluttra og oft lenda þau í höndum
skipulagðra glæpasamtaka. Á síðasta ári vann svæðisbundið verkefni á
vegum UNIFEM til alþjóðlegra verðlauna. Verkefnið felst í því að þróa
og styrkja lagaleg réttindi farandverkakvenna á Filippseyjum, Indónesíu,
Jórdaníu og Nepal. Í Jórdaníu var t.d. gerður samningur sem kveður á
um aðbúnað og margvísleg réttindi farandverkakvenna í heimilishjálp í
heima- og gistilandinu.
Réttindi farandverkafólks frá Evrópska efnahagssvæðinu eru vel tryggð
hér á landi með reglugerð nr. 1612/68. Skv. 2. mgr. skal ríkisborgari
ríkis sem starfar í öðru EES-ríki njóta sömu félagslegra réttinda og
skattaívilnana og ríkisborgarar gistilandsins. Réttindi annarra hafa batnað,
ekki síst með aukinni umfjöllun um þeirra mál. Samkvæmt ársskýrslu
Vinnumálastofunar 2002 var hlutfall tímabundinna atvinnuleyfa það ár
fyrir barnagæslu, umönnun og heimilishjálp 6% og fyrir fólk sem vinnur
við þrif, ræstingu, uppvask og aðstoð í eldhúsi 17%. Dansarar fengu
6% atvinnuleyfanna. Barátta farandverkafólks er hnattvædd og hefur
eflst með tilkomu vefsins, sem gerir fólki auðveldara um vik að vera í
samskiptum, miðla upplýsingum og knýja á um breytingar.
Fyrirtækin sækjast sérstaklega eftir starfskröftum
kvenna þar sem þær eru yfirleitt ekki í verkalýðs-
félögum (sem reyndar eru oftast bönnuð á þessum
svæðum), gera minni kröfur og eru undirgefnari auk
þess sem hægt er að greiða þeim lægri laun.
Heimildir og ítarefni
Ehrenreich, Barbara og Hochschild Arlie Russel, ritstj., Global Woman. Nannies, Maids,
and Sex Workers in the New Economy. New York: Metropolitan Books, 2003.
Louie, Miriam Ching Yoon, Sweatshop Warriors. Immigrant Women Workers Take on the
Global Factory. Cambridge MA: South End Press, 2001.
Parrenas, Rhacel Salazar, Servants of Globalization: Women, Migration and Domestic Work.
Stanford CA: Stanford UP, 2001.
Wichterich Christa, The Globalized Woman. Reports From a Future of Inequality. Australia:
Spinifex Press; London, New York: Zed Books, 2000.
www.unifem.org • www.iom.int • www.migrantwatch.org • www.mujerobrera.org
www.migrationinformation.org • www.sweatshopwatch.org
Ljósmynd: Róshildur Jónsdóttir
34